Viðskipti innlent

Magma boðar hlutafjárútboð til að greiða fyrir HS Orku

Magma Energy hefur tilkynnt að félagið muni fara í nýtt hlutafjárútboð upp á 40 milljónir kanadadollara eða tæplega fimm milljarða króna.

Ætlunin er að nota féið til að greiða fyrir hlutinn sem Magma keypti í HS Orku nýlega. Magma mun þurfa tæplega 46 milljónir kanadadollara til að borga fyrir síðustu kaup sín í HS Orku en í frétt á Reuters segir að Ross Beaty forstjóri Magma muni lána félaginu 10 milljónir kanadadollara til að létta undir með kaupunum.

Í tilkynningu um hlutafjárútboðið segir að hinir nýju hlutir verði boðnir á 1,12 kanadadollara stykkið. Þetta verð er ívið lægra en nam gengi hlutanna við lokun kauphallarinnar í Toronto. Lokagengið nam 1,16 kanadadollurum.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×