Jón Ásgeir: Iceland Foods á peningana Þorbjörn Þórðarson skrifar 9. júlí 2010 18:22 Slitastjórn Glitnis heldur því fram að Jón Ásgeir Jóhannesson eða einhverjir tengdir honum hafi ráðið yfir þrjátíu og átta milljörðum króna í reiðufé á bankareikningum sínum aðeins 15 dögum áður en bankakerfið hrundi í október 2008. Jón Ásgeir segir hins vegar að Iceland Foods hafi átt peningana og eigi þá enn. Í eiðsvarinni yfirlýsingu Steinunnar Guðbjartsdóttur, formanns slitastjórnar Glitnis banka, fyrir breskum dómstólum vegna kyrrsetningarmáls sem slitastjórn bankans hefur höfðað þar á hendur Jóni Ágeiri, segir Steinunn að rannsóknarteymi á vegum fyrirtækisins Kroll hafi fundið tölvupóst frá Jóni Ásgeiri til Lárusar Welding, þáverandi bankastjóra Glitnis, og Jóns Sigurðssonar, forstjóra FL Group. sem dagsettur er 22. september 2008, aðeins viku fyrir fall Glitnis. Í póstinum, sem merktur er „Sterling deposits" kemur fyrir textinn „For your eyes only" og þar er tafla með innstæðum á bankareikningum í nokkrum breskum bönkum, HBOS, Barclays, Alliance & Leicester, HSBC og Bank of Ireland. Samtalan sýnir upphæðina 202 milljónir punda, eða jafnvirði 38 milljarða íslenskra króna. Ekki liggur fyrir hver á þessa fjármuni, en í eiðsvörnum vitnisburði Steinunnar, sem er í 169 liðum og lagður var fram hinn 11. maí síðastliðinn, segir hún að sérfræðingar Kroll telji mjög ólíklegt að innstæðurnar hafi tilheyrt Glitni banka eða Baugi Group. Segir Steinunn að slitastjórnin telji að fjármunirnir hafi verið í eigu félags í eigu Jóns Ásgeirs eða tengds aðila. Steinunn segir í vitnisburðinum: „Ég veit ekki hver eða hvaða fyrirtæki átti reikningana sem vitnað er til í Sterling-töflunni. Ég tel að það sé líklega einn eða fleiri af þeim sem sendu tölvupóstinn [Jón Ásgeir, Lárus Welding, Jón Sigurðsson] eða fyrirtæki eða einstaklingur sem tengist þeim." Í þessu samhengi má benda á að greint hefur verið frá því að Arion banki gæti þurft að afskrifa yfir fjörutíu milljarða króna vegna lánveitingar til félagsins 1998 ehf. sem var móðurfélag Haga sem bankinn tók yfir í lok síðasta árs, en 1998 ehf. var í eigu Jóns Ásgeirs og fjölskyldu. Jón Ásgeir gaf ekki kost á viðtali í dag. Í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu síðdegis sagði hann að Iceland Foods hafi átt þessar innstæður sem hann hafi sent í tölvupóstinum til Jóns og Lárusar og ætti enn, en Baugur Group var stór hluthafi í Iceland. Verslanakeðjan Iceland Foods, sem er með þeim stærstu á breskum matvörumarkaði, er að mestu í eigu skilanefndar Landsbankans í dag eftir að skilanefndin gekk að veðum sínum, en Landsbankinn hafði fjármagnað kaup Baugs Group á fyrirtækinu að miklu leyti. Ingibjörg Pálmadóttir, eiginkona Jóns Ásgeirs, er helsti eigandi 365 miðla ásamt lykilstjórnendum þess. Félagið var verðlagt á 5,9 milljarða króna haustið 2008 þegar félag sem þá hét Rauðsól keypti 365 miðla af félagi sem undir það síðasta var rekið undir nafni Íslenskrar afþreyingar. Jón Ásgeir hefur sjálfur lítið gefið út um persónuleg fjármál sín í viðtölum, en í viðtali við fréttastofu hinn 15. september á síðasta ári sagðist hann eiga meira en hann skuldaði. Þá lét hann jafnframt þau fleygu ummæli falla að hann ætti „nóg fyrir Diet Coke." Lögmenn slitastjórnar telja Jón Ásgeir hafi ekki gert að fullu grein fyrir eignum sínum. Í skjali fyrir breskum dómstólum vegna kyrrsetningarmálsins sem slitastjórn Glitnis höfðaði sagði hann eigur sínar einnar milljónar punda virði, en það eru um 189 milljónir króna. Tengdar fréttir Jón Ásgeir sver af sér öll afskipti af stjórnun Glitnis Jón Ásgeir Jóhannesson, einn stærsti hluthafinn í Glitni banka fyrir hrun, sver af sér öll afskipti af stjórnum bankans í eiðsvörnum vitnisburði fyrir Hæstarétti í New York. „Ég hef ekki gegnt starfi stjórnanda hjá Glitni,“ segir Jón Ásgeir í vitnisburðinum. 9. júlí 2010 11:05 Óttast opinberun hússtjórnargagna Slitastjórn Glitnis rær nú að því öllum árum að fá aðgang að gögnum í vörslu hússtjórnar glæsihýsis á Manhattan-eyju þar sem Jón Ásgeir Jóhannesson og Ingibjörg Pálmadóttir eiga tvær lúxusíbúðir. Telur slitastjórnin að gögnin, auk gagna úr Royal Bank of Canada, séu nauðsynleg til að rekja slóð þess fjár sem hjónin eru sökuð um að hafa svikið út úr Glitni. 9. júlí 2010 06:45 Telja Jón Ásgeir hafa ráðið yfir 38 milljörðum í reiðufé rétt fyrir hrun Formaður slitastjórnar Glitnis, Steinunn Guðbjartsdóttir, telur að Jón Ásgeir Jóhannesson, eða einhver tengdur honum, hafi ráðið yfir 200 milljónum punda, jafnvirði 38 milljarða króna, í reiðufé á breskum bankareikningum aðeins 15 dögum fyrir bankahrun haustið 2008. 9. júlí 2010 14:44 Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Fleiri fréttir Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Sjá meira
Slitastjórn Glitnis heldur því fram að Jón Ásgeir Jóhannesson eða einhverjir tengdir honum hafi ráðið yfir þrjátíu og átta milljörðum króna í reiðufé á bankareikningum sínum aðeins 15 dögum áður en bankakerfið hrundi í október 2008. Jón Ásgeir segir hins vegar að Iceland Foods hafi átt peningana og eigi þá enn. Í eiðsvarinni yfirlýsingu Steinunnar Guðbjartsdóttur, formanns slitastjórnar Glitnis banka, fyrir breskum dómstólum vegna kyrrsetningarmáls sem slitastjórn bankans hefur höfðað þar á hendur Jóni Ágeiri, segir Steinunn að rannsóknarteymi á vegum fyrirtækisins Kroll hafi fundið tölvupóst frá Jóni Ásgeiri til Lárusar Welding, þáverandi bankastjóra Glitnis, og Jóns Sigurðssonar, forstjóra FL Group. sem dagsettur er 22. september 2008, aðeins viku fyrir fall Glitnis. Í póstinum, sem merktur er „Sterling deposits" kemur fyrir textinn „For your eyes only" og þar er tafla með innstæðum á bankareikningum í nokkrum breskum bönkum, HBOS, Barclays, Alliance & Leicester, HSBC og Bank of Ireland. Samtalan sýnir upphæðina 202 milljónir punda, eða jafnvirði 38 milljarða íslenskra króna. Ekki liggur fyrir hver á þessa fjármuni, en í eiðsvörnum vitnisburði Steinunnar, sem er í 169 liðum og lagður var fram hinn 11. maí síðastliðinn, segir hún að sérfræðingar Kroll telji mjög ólíklegt að innstæðurnar hafi tilheyrt Glitni banka eða Baugi Group. Segir Steinunn að slitastjórnin telji að fjármunirnir hafi verið í eigu félags í eigu Jóns Ásgeirs eða tengds aðila. Steinunn segir í vitnisburðinum: „Ég veit ekki hver eða hvaða fyrirtæki átti reikningana sem vitnað er til í Sterling-töflunni. Ég tel að það sé líklega einn eða fleiri af þeim sem sendu tölvupóstinn [Jón Ásgeir, Lárus Welding, Jón Sigurðsson] eða fyrirtæki eða einstaklingur sem tengist þeim." Í þessu samhengi má benda á að greint hefur verið frá því að Arion banki gæti þurft að afskrifa yfir fjörutíu milljarða króna vegna lánveitingar til félagsins 1998 ehf. sem var móðurfélag Haga sem bankinn tók yfir í lok síðasta árs, en 1998 ehf. var í eigu Jóns Ásgeirs og fjölskyldu. Jón Ásgeir gaf ekki kost á viðtali í dag. Í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu síðdegis sagði hann að Iceland Foods hafi átt þessar innstæður sem hann hafi sent í tölvupóstinum til Jóns og Lárusar og ætti enn, en Baugur Group var stór hluthafi í Iceland. Verslanakeðjan Iceland Foods, sem er með þeim stærstu á breskum matvörumarkaði, er að mestu í eigu skilanefndar Landsbankans í dag eftir að skilanefndin gekk að veðum sínum, en Landsbankinn hafði fjármagnað kaup Baugs Group á fyrirtækinu að miklu leyti. Ingibjörg Pálmadóttir, eiginkona Jóns Ásgeirs, er helsti eigandi 365 miðla ásamt lykilstjórnendum þess. Félagið var verðlagt á 5,9 milljarða króna haustið 2008 þegar félag sem þá hét Rauðsól keypti 365 miðla af félagi sem undir það síðasta var rekið undir nafni Íslenskrar afþreyingar. Jón Ásgeir hefur sjálfur lítið gefið út um persónuleg fjármál sín í viðtölum, en í viðtali við fréttastofu hinn 15. september á síðasta ári sagðist hann eiga meira en hann skuldaði. Þá lét hann jafnframt þau fleygu ummæli falla að hann ætti „nóg fyrir Diet Coke." Lögmenn slitastjórnar telja Jón Ásgeir hafi ekki gert að fullu grein fyrir eignum sínum. Í skjali fyrir breskum dómstólum vegna kyrrsetningarmálsins sem slitastjórn Glitnis höfðaði sagði hann eigur sínar einnar milljónar punda virði, en það eru um 189 milljónir króna.
Tengdar fréttir Jón Ásgeir sver af sér öll afskipti af stjórnun Glitnis Jón Ásgeir Jóhannesson, einn stærsti hluthafinn í Glitni banka fyrir hrun, sver af sér öll afskipti af stjórnum bankans í eiðsvörnum vitnisburði fyrir Hæstarétti í New York. „Ég hef ekki gegnt starfi stjórnanda hjá Glitni,“ segir Jón Ásgeir í vitnisburðinum. 9. júlí 2010 11:05 Óttast opinberun hússtjórnargagna Slitastjórn Glitnis rær nú að því öllum árum að fá aðgang að gögnum í vörslu hússtjórnar glæsihýsis á Manhattan-eyju þar sem Jón Ásgeir Jóhannesson og Ingibjörg Pálmadóttir eiga tvær lúxusíbúðir. Telur slitastjórnin að gögnin, auk gagna úr Royal Bank of Canada, séu nauðsynleg til að rekja slóð þess fjár sem hjónin eru sökuð um að hafa svikið út úr Glitni. 9. júlí 2010 06:45 Telja Jón Ásgeir hafa ráðið yfir 38 milljörðum í reiðufé rétt fyrir hrun Formaður slitastjórnar Glitnis, Steinunn Guðbjartsdóttir, telur að Jón Ásgeir Jóhannesson, eða einhver tengdur honum, hafi ráðið yfir 200 milljónum punda, jafnvirði 38 milljarða króna, í reiðufé á breskum bankareikningum aðeins 15 dögum fyrir bankahrun haustið 2008. 9. júlí 2010 14:44 Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Fleiri fréttir Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Sjá meira
Jón Ásgeir sver af sér öll afskipti af stjórnun Glitnis Jón Ásgeir Jóhannesson, einn stærsti hluthafinn í Glitni banka fyrir hrun, sver af sér öll afskipti af stjórnum bankans í eiðsvörnum vitnisburði fyrir Hæstarétti í New York. „Ég hef ekki gegnt starfi stjórnanda hjá Glitni,“ segir Jón Ásgeir í vitnisburðinum. 9. júlí 2010 11:05
Óttast opinberun hússtjórnargagna Slitastjórn Glitnis rær nú að því öllum árum að fá aðgang að gögnum í vörslu hússtjórnar glæsihýsis á Manhattan-eyju þar sem Jón Ásgeir Jóhannesson og Ingibjörg Pálmadóttir eiga tvær lúxusíbúðir. Telur slitastjórnin að gögnin, auk gagna úr Royal Bank of Canada, séu nauðsynleg til að rekja slóð þess fjár sem hjónin eru sökuð um að hafa svikið út úr Glitni. 9. júlí 2010 06:45
Telja Jón Ásgeir hafa ráðið yfir 38 milljörðum í reiðufé rétt fyrir hrun Formaður slitastjórnar Glitnis, Steinunn Guðbjartsdóttir, telur að Jón Ásgeir Jóhannesson, eða einhver tengdur honum, hafi ráðið yfir 200 milljónum punda, jafnvirði 38 milljarða króna, í reiðufé á breskum bankareikningum aðeins 15 dögum fyrir bankahrun haustið 2008. 9. júlí 2010 14:44
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur