Fleiri fréttir

Bankarnir hirða höfundarréttinn á Latabæ

Magnús Scheving, sjálfur íþróttaálfurinn, hefur neyðst til að til að afsala sér höfundarréttinum á Latabæjarþáttunum gegn því að hann fái að halda 40% hlut sínum í Latabæ. Þetta kemur fram í frétt á vef Daily Telegraph. Blaðið segir að Íslandsbanki og Landsbankinn séu helstu kröfuhafar eftir að fyrirtækið þurfti að endurfjármagna meira en 3,4 milljarða króna lán.

Tækifæri til að lækka lán heimila og fyrirtækja

Rekstrarniðurstaða Landsbankans á fyrsta ársfjórðungi bendir til þess að það muni verða meira svigrúm til að lækka höfuðstól lána en hingað til, segir Lilja Mósesdóttir, formaður viðskiptanefndar Alþingis og þingmaður VG.

Landsbankinn hagnaðist um 8,3 milljarða

Rekstrarhagnaður Landsbankans á fyrsta ársfjórðungi nam 8,3 milljörðum íslenskra króna en hann var 14,3 milljarðar allt árið í fyrra. Þá nam arðsemi eiginfjár um 10%.

Icesaving ítreka beiðni um fund með forsætisráðherra

Icesaving, samtök hollenskra sparifjáreigenda sem lögðu fé í Icesave innlánsreikning Landsbankans, sendu Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra bréf á föstudaginn þar sem þeir kvörtuðu yfir því að hafa ekki fengið svar við skriflegri fundarbeiðni sem send var 1. maí.

Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,2%

Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,2% og er 888 stig við lok dags. Veltan nam 55 milljónum króna, samkvæmt upplýsingum frá verðbréfavefnum Keldu.

GBI vísitalan hækkaði mikið í dag

Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI hækkaði mikið í dag eða um 0,8% í dag í 14,8 milljarða kr. viðskiptum. Er þetta mesta hækkun vísitölunnar síðan 3. des 2009. GAMMAi: Verðtryggt hækkaði um 1% í 8,5 milljarða kr. viðskiptum og hefur ekki hækkað meira síðan 4. ágúst 2009. GAMMAxi: Óverðtryggt hækkaði um 0,1% í 4,4 milljarða kr. viðskiptum.

Lífeyrissjóðirnir fengu 220 krónur fyrir evruna

„Í orði kveðnu fara kaupin fram á skráðu gengi Seðlabankans, en þar sem ávöxtunarkrafan er fest í 7,2% er undirliggjandi gengi, miðað við markaðskröfu, mun lægra. Reiknast okkur til að undirliggjandi gengi sé nálægt 220 kr. fyrir evruna, en til samanburðar er stundargengi evru á innlendum markaði nú 159 kr. Undirliggjandi gengi við upphafleg kaup Seðlabanka og ríkissjóðs á þessum bréfum var hins vegar í kringum 250 kr. evran."

Arnar: Viðskiptin skipta miklu máli fyrir lífeyrissjóðina

Talið er að kaup lífeyrissjóðanna á ríkistryggðum bréfum af Seðlabanka Íslands muni bæta tryggingafræðilega stöðu íslenska lífeyriskerfisins um 1-2%. Arnar Sigurmundsson, formaður Landssamtaka lífeyrissjóða, segir viðskiptin skipta miklu máli fyrir lífeyrissjóðina.

Gylfi: Ágæt lausn sem kemur sér vel fyrir alla

Gylfi Magnússon efnahags- og viðskiptaráðherra segir að samkomulag Seðlabankans og lífeyrissjóðanna í morgun sé ágæt lausn sem komi sér vel fyrir alla sem að málinu koma. Eins og kunnugt er af fréttum keyptu lífeyrissjóðirnir íbúðabréf þau sem Seðlabankinn hafði keypt af seðlabankanum í Lúxemborg fyrr í þessum mánuði.

Tryggingastaða lífeyriskerfisins batnar um 1-2%

Ætla má að viðskipti Seðlabankans og lífeyrissjóðanna muni bæta tryggingafræðilega stöðu íslenska lífeyriskerfisins um 1-2%. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lífeyrissjóðunum um kaup þeirra á íbúðabréfum af Seðlabankanum sem kynnt voru í morgun.

Lífeyrissjóðir kaupa Lúxemborgarbréf Seðlabankans

Seðlabanki Íslands hefur fyrir hönd ríkissjóðs náð samkomulagi við 26 lífeyrissjóði um kaup þeirra á íbúðabréfum í eigu ríkissjóðs. Ríkissjóður og Seðlabankinn eignuðust bréfin meðal annars með samningum við Seðlabanka Lúxemborgar og skiptastjóra Landsbankans í Lúxemborg 18. maí síðastliðinn.

Aflaverðmætið jókst um 28% fyrstu tvo mánuði ársins

Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 20,6 milljörðum króna á fyrstu tveimur mánuðum ársins 2010 samanborið við 12,3 milljarða kr. á sama tímabili 2009. Aflaverðmæti hefur því aukist um 4,5 milljarða kr. eða 28,1% á milli ára.

Vöruskiptin jákvæð um 6,3 milljarða í apríl

Í aprílmánuði voru fluttar út vörur fyrir tæpa 40,8 milljarða króna og inn fyrir 34,4 milljarða króna. Vöruskiptin í apríl voru því hagstæð um rúma 6,3 milljarða króna. Í apríl 2009 voru vöruskiptin hagstæð um 0,4 milljarða króna á sama gengi.

Pálmi hótar að fara í mál við Svavar Halldórsson - aftur

Viðskiptamaðurinn Pálmi Haraldsson hótar að fara í annað meiðyrðamál gegn Svavari Halldórssyni vegna fréttar sem birtist í kvöldfréttum Ríkisútvarpinu í gærkvöldi. Þar sagði Svavar frá Panama-máli þar sem þrír milljarðar eiga að hafa farið í eignarhaldsfélag í Panama og þaðan aftur í vasa Pálma og Jóns Ásgeirs Jóhannessonar.

Flest tryggingarfélög skiluðu hagnaði í fyrra

Samanlagður hagnaður skaðatryggingafélaga sem starfandi voru í árslok 2009 var um 2,5 milljarðar kr. Þar af hagnaðist Viðlagatrygging, sem er ríkisstofnun sem starfar samkvæmt sérlögum og býr við sveiflukennda starfsemi, um rúma 3 milljarða kr. Flest tryggingarfélög skiluðu hagnaði í fyrra.

Viðar tekur við af Höskuldi

Viðar Þorkelsson hefur verið ráðinn forstjóri greiðslukortafyrirtækisins Valitor. Hann hefur fram til þessa gegnt stöðu forstjóra fasteignafélagsins Reita, áður Landic Property. Hann tekur við af Höskuldi H. Ólafssyni, sem nýverið var ráðinn bankastjóri Arion banka.

Eru hætt í stjórn en bera áfram ábyrgð

Ríflega 400 íslensk fyrirtæki eru án skráðra stjórnar-manna, samkvæmt upplýsingum frá Creditinfo. Þetta þýðir að fyrrverandi stjórnarmenn, sem hafa sagt sig úr stjórnum félaganna, bera í raun ábyrgð á þeim þrátt fyrir að telja sig lausa allra mála með úrsögn sinni.

Starfsmenn óski eftir gjaldþrotaskiptum félaga sinna

Stjórn Íslandsbanka beinir því til starfsmanna sinna að einkahlutafélög núverandi starfsmanna bankans, sem stofnuð voru fyrir tilstilli Glitnis banka hf. og voru hluti af hvata- og tryggðakerfi bankans, verði gefin upp til gjaldþrotaskipta. Um er ræða 9 einkahlutafélög sem fengu lán hjá Glitni banka hf. á árinu 2008 upp á samtals um 4,2 milljarða króna til hlutabréfakaupa í bankanum.

GBI vísitalan hækkaði í dag

Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI hækkaði um 0,2% í dag í 7,7 milljarða kr. viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt hækkaði um 0,2% í 3,2 milljarða kr. viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt hækkaði um 0,1% í 4,3 milljarða kr. viðskiptum.

Skattahækkanir virka sem deyfilyf á veikt hagkerfið

Viðskiptaráð telur að skattahækkanir stjórnvalda séu komnar á leiðarenda. Frekari skattar muni virka sem deyfilyf á veikt hagkerfi landsins. Viðskiptaráð telur brýnt að stjórnvöld dragi úr eigin útgjöldum í stað skattahækkanna.

Vilja úrskurð um lögmæti auglýsinga ráðherra

Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ) hafa farið fram á það við utanríkisráðuneytið að það kanni hvort auglýsingar Jóns Bjarnasonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um tollkvóta standist lög. Ráðherrann breytti fyrirkomulagi þessara auglýsinga er hann tók við embætti og nú er svo komið að fáir vilja bjóða í þá tollkvóta sem eru í boði.

Orkufrekur matvælaiðnaður í bígerð á Flúðum

Hrunamannahreppur, Íslensk matorka ehf. og Matís ohf. Hafa undirritað viljayfirlýsingu um uppbyggingu á orkufrekum matvælaiðnaði á Flúðum sem m.a. felur í sér hlývatnseldi á hvítum matfiski.

Sprenging í fjölda samlagsfélaga á þessu ári

Frá áramótum talið hafa verið stofnuð alls 245 samlagsfélög samanborið við 22 slík félög á sama tímabili í fyrra. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka þar sem fjallað er um nýjar tölur um gjaldþrot og nýskráningar sem Hagstofan birti nú í morgun.

Applicon semur við bandarískt stórfyrirtæki

Applicon Solutions, sem er í eigu Nýherja, hefur gert samning við bandaríska fyrirtækið Celanese um sölu á aðgangsstýringarkerfi (APM) fyrir SAP viðskiptahugbúnað.

Vísitala framleiðsluverðs hækkaði um 2,5% í apríl

Vísitala framleiðsluverðs í apríl var 201,5 stig og hækkaði um 2,5% frá fyrri mánuði. Vísitala framleiðsluverðs fyrir sjávarafurðir var 228,1 stig, sem er lækkun um 0,5% (vísitöluáhrif -0,2%) frá fyrri mánuði og vísitala fyrir stóriðju var 248,2 stig, hækkaði um 7,0% (2,6%). Vísitalan fyrir matvæli hækkaði um 0,5% og vísitala fyrir annan iðnað hækkaði um 0,5% (0,1%).

Óvíst hvort efnahagssamdráttur vinni á verðbólgunni

Greining MP Banka segir að alls óvíst sé að langvinnur efnahagssamdráttur á Íslandi megni að vinna á verðbólgunni. Þetta kemur fram í Markaðsvísi greiningarinnar undir fyrirsögninni „Verðbólgan er lífsseig".

Íslandsbanki leiðréttir félagsmálaráðherra

Íslandsbanki hefur sent frá sér athugassemd vegna ummæla félagsmálaráðherra í fjölmiðlum undanfarna daga þess efnis að ekkert eignaleigufyrirtæki hefði verið tilbúið að ganga til samninga við ríkið.

Slitastjórnir ósammála um innlán

Slitastjórn Landsbanka Íslands viðurkennir svokölluð heildsöluinnlán sem forgangskröfur og túlkar neyðarlögin með öðrum hætti en slitastjórn Glitnis sem flokkar heildsöluinnlán þess banka með almennum kröfum.

Hýsingarmiðstöð rísi í Vogum

Í dag var skrifað undir viljayfirlýsingu milli Midgard hf og Sveitarfélagsins Voga um byggingu tölvuhýsingarmiðstöðvar í Vogum. Gert er ráð fyrir að byggja 11 hýsingareiningar á næstu árum auk þjónustubyggingar, samtals um 6.000 m2. Í tilkynningu segir að fyrsti áfangi verði tekinn í notkun fyrir lok ársins 2010. Hýsingarmiðstöðin verður byggð í samræmi við alþjóðlegar kröfur og mun m.a. nýta græna orku landsins, kalt vatnið og stöðugt loftslag.

Ríkið ætti að selja Landsbankann

Framkvæmdastjóri Evrópurannsókna telur að hið opinbera ætti að selja evrópskum banka Landsbankann. Hann segir að slík aðgerð myndi auðvelda afnám gjaldeyrishafta hér á landi.

Skuldabréfavísitala GAMMA hækkaði í dag

Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI hækkaði um 0,5% í dag í 8,4 ma. viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt hækkaði um 0,8% í 5,4 ma. viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt lækkaði lítillega í 2,2 ma. viðskiptum.

Þrotabú Landsbankans kostar milljarð á mánuði

Heildarkostnaður við rekstur á þrotabúi Landsbankans á fyrsta ársfjórðungi ársins nam tæplega 3,3 milljörðum kr. Þetta þýðir að kostnaðurinn við reksturinn, skilanefnd og slitastjórn, hefur verið rúmlega milljarður á mánuði að jafnaði.

Sjá næstu 50 fréttir