Viðskipti innlent

Ríkið ætti að selja Landsbankann

Framkvæmdastjóri Evrópurannsókna telur að hið opinbera ætti að selja evrópskum banka Landsbankann. Hann segir að slík aðgerð myndi auðvelda afnám gjaldeyrishafta hér á landi.

Daniel Gros, doktor í hagfræði og framkvæmdastjóri Evrópurannsókna í Brussel, telur að erfitt sé að hefja pólitísk afskipti af ríkisbönkum yfir allan vafa. Hann leggur því áherslu á að Landsbankanum verði komið úr ríkiseigu og stakk upp á að hann verði seldur evrópskum banka á fundi í Háskóla Íslands í dag. Daniel segir jafnframt að slíkt myndi auðvelda afnám gjaldeyrishafta hér á landi, en aðspurður um mest áríðandi verkefni stjórnvalda nefnir hann meðal annars afnám þeirra. Þess má geta að Gros situr einnig í bankaráði Seðlabanka Íslands.

Charles Wyplosz, hagfræðiprófessor í Genf, sem jafnframt tók til máls á fundinum, segir þó enn nokkurt verk að vinna til dæmis í bankakerfinu og hvað skuldavanda þjóðarinnar varðar áður en hægt er að huga að afnámi haftanna. Hann segir Ísland heppið að geta yfirhöfuð haft gjaldeyrishöft, því Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafi meinað asíuríkjum um slík höft á síðasta áratug, og því hafi þau þurft að gæta meira aðhalds í ríkisfjármálum og peningamálastefnu en ella.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×