Viðskipti innlent

Verkís tekur þátt í vatnsaflsvirkjun á Indlandi

Fremri röð frá vinstri: Benedikt Höskuldsson, utanríkisráðuneytinu. Sveinn Ingi Ólafsson, framkvæmdastjóri Verkís. Dali Dua, Om Energy Generation, Indland. S. Swaminathan, sendiherra Indlands á Íslandi. Aftari röð frá vinsti: Helgi Þór Helgason, Kristján Már Sigurjónsson og Gunnar Ingi Gunnarsson frá Verkís.
Fremri röð frá vinstri: Benedikt Höskuldsson, utanríkisráðuneytinu. Sveinn Ingi Ólafsson, framkvæmdastjóri Verkís. Dali Dua, Om Energy Generation, Indland. S. Swaminathan, sendiherra Indlands á Íslandi. Aftari röð frá vinsti: Helgi Þór Helgason, Kristján Már Sigurjónsson og Gunnar Ingi Gunnarsson frá Verkís.
Verkís hf. hefur undirritað samning við Om Energy Generation Pvt. Ltd. um hönnun og ráðgjöf vegna byggingar 7 MW vatnsaflsvirkjunar í Himachal Pradesh á Indlandi.

Í tilkynningu segir að samningurinn á sér nokkurn aðdraganda, fulltrúar Verkís fóru til Indlands og skoðuðu aðstæður á virkjunarstaðnum og unnu að því loknu álitsgerð um fyrirliggjandi hönnun. Verkið verður unnið í nánu samstarfi við indverska verkfræðiráðgjafa.

Á Indlandi eru miklir möguleikar á byggingu lítilla vatnsaflsvirkjana, auk þeirra miklu stórvirkjana sem þar hafa verið reistar og eru í undirbúningi. Samstarf Verkís með mikla reynslu af hönnun vatnsaflsvirkjana á síðustu árum og indverskra aðila með góða þekkingu á indverskum aðstæðum og vinnuferlum er talið geta lagt þung lóð vogaskálar við farsæla lausn verkefnisins.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×