Viðskipti innlent

Ágreiningur um allar forgangskröfur á Landsbankann

Ágreiningur er um allar forgangskröfur sem slitastjórn Landsbankans hefur samþykkt. Búið er að vísa allt að fjögurhundruð kröfum til héraðsdóms.

Slitastjórn Landsbankans hefur tekið afstöðu til allra forgangskrafna, sem eru 2800 talsins. Kristinn Bjarnason, sem á sæti í slitastjórn Landsbankans, segir að kröfuhafar hafi mótmælt öllum hærri kröfum.

„Þannig að það er ágreiningur um allar forgangskröfur sem slitastjórn hefur samþykkt. Við höfum haldið fundi til að jafna ágreining, útaf þessum kröfum," segir Kristinn. „Meginhlutinn eru innistæðukröfur og það hefur ekki tekist að jafna ágreining um það, það er grundvallarágreiningur um forgangsrétt innistæðna."

Kristinn segir að búið að vísa til héraðsdóms 3-400 kröfum. „Þá erum við búin að velja útúr þessu þau mál sem við teljum að endurspegli ágreining í öllum þessu málum," segir Kristinn. „Þegar er hafin málsmeðferð í nokkrum málum en málin eru stór og umfangsmikil."

Kristinn segir að stærstu mál séu vegna Icesave innistæðna og heildsöluinnistæðna og slík mál. Þetta séu stór og umfangsmikil mál og verður ærið verkefni fyrir dómstóla og aðra sem eru að sinna þessum málum. Það muni taka tíma að vinna úr öllum þessum stafla.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×