Viðskipti innlent

Kaupþing lætur Roskildebank líta út eins og fyrirmyndarbanka

Danskir fjölmiðlar fjalla töluvert um Evu Joly í dag og hlutverk hennar við að veiða fjármálaskúrka fyrir íslensk stjórnvöld. Af nógu sé að taka því eins og Berlingske Tidende orðar það lætur Kaupþing, eitt og sér, hinn gjaldþrota Roskildebanka líta út eins og íhaldssaman fyrirmyndarbanka.

"Frá því að vera nálægt því að kallast bananalýðveldi er Ísland á hraðleið í hina áttina," segir í grein Berlingske. "Spillingarbaninn Eva Joly er mætt til leiks og á að hreinsa til...leitin að þeim sem sök áttu á efnahagshruninu er í alvörunni komin á fulla ferð."

Börsen vitnar til greinarinnar í Berlingske og getur m.a. um samlíkingu Joly á Íslandi og Angóla þar sem gerspillt stjórn stakk af með ríkissjóðinn í rassvasanum og skildi þjóðina eftir með nær óyfirstíganlegar skuldir.

Berlingke ræðir við Joly um verkefni hennar á Íslandi um leið og blaðið getur þess að hún hafi víðtækt tengslanet á alþjóðlega vísu sem muni gagnast henna vel í starfinu.

En eins og Joly segir sjálf við blaðið: "Það er ekki nóg að að hafa alþjóðleg tengsl. Við verðum að safna saman sönnunargögnum á Íslandi áður en við getum fengið hjálp frá öðrum löndum."












Fleiri fréttir

Sjá meira


×