Viðskipti innlent

Lánardrottnar Kaupþings í Lúx hafna áætlun um endurskipulagningu

Lánardrottnar Kaupþings í Lúxemborg hafa hafnað áætlun um endurskipulagningu bankans. Í desember var undirritað samkomulag á milli yfirvalda í Lúxemborg og fjárfestingarsjóðs í eigu líbískra yfirvalda um endurskipulagningu bankans en þetta samkomulag var háð ýmsum skilyrðum, þar á meðal samþykki lánardrottna bankans.

Greiðslustöðvun bankans rennur út 1. apríl en umsjónarmenn greiðslustöðvunarinnar ásamt yfirvöldum munu á næstu dögum ræða við aðila málsins með það að markmiði að leggja fram nýtt samningstilboð.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×