Fleiri fréttir Færeyjabanki einn á uppleið Gengi hlutabréfa í Færeyjabanka hefur hækkað um 0,96 prósent í dag. Þetta er jafnframt eina hækkun dagsins. Á sama tíma hefur gengi bréfa í Marel Food Systems lækkað um 0,71 prósent og í Össur um 0,41 prósent. 16.3.2009 10:22 Engin skerðing hjá Frjálsa lífeyrisjóðnum Frjálsi lífeyrissjóðurinn þarf ekki að skerða réttindi og lífeyri sjóðfélaga í tryggingadeild sjóðsins þrátt fyrir þann ólgusjó sem ríkti á verðbréfamörkuðum árið 2008. 16.3.2009 09:40 Reiknar með að stýrivextir lækki um 1-1,5 prósentustig Hagfræðideild Landsbankans reiknar með því að Seðlabankinn muni lækka stýrivexti um 1 til 1,5 prósentustig á fimmtudaginn kemur en þá verður ákvörðun tekin um stýtivexti. 16.3.2009 09:32 Töluverð aukning á aflaverðmæti milli ára Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 99 milljörðum króna á árinu 2008 samanborið við 80 milljarða yfir árið 2007. Aflaverðmæti hefur aukist um 18,8 milljarða eða 23,5% á milli ára. Aflaverðmæti í desember nam tæpum 8 milljörðum miðað við rúma 5 milljarða í desember 2007. 16.3.2009 09:20 Arðgreiðslur HB Granda afar hófsamar Stjórnarformaður og forstjóri HB Granda segja arðgreiðslur félagsins afar hófsamar. Þeir fagna að félagið hafi tekist að halda uppi fullri starfsemi. 15.3.2009 12:59 Jón Ásgeir selur einkaflugvél og snekkju Jón Ásgeir Jóhannesson athafnamaður hefur selt einkaþotu sína og 50 metra langa snekkju. ,,Það er ágætt að eiga þessa hluti en það er pottþétt hægt að lifa án þeirra," segir Jón í viðtali við Sunday Times. 15.3.2009 10:54 Fjöldi atvinnulausra nálgast 17 þúsund Atvinnuleysi heldur áfram að aukast hröðum skrefum og nú eru 16.878 manns atvinnulausir á landinu öllu. Vinnumálastofnun gerir ráð fyrir að skráð atvinnuleysi í vor verði komið upp í 10% en nú eru líkur á að það hlutfall komi jafnvel fyrr á árinu. 14.3.2009 16:30 Byr mun lifa af með hjálp ríkisins „Byr mun standa af sér óveðrið sem verið hefur í efnahagslífinu að undanförnu," segir Ragnar Z. Guðjónsson sparisjóðsstjóri. Hann segir að árið 2008 hafi vissulega verið erfitt en samkvæmt ársuppgjöri tapaði Byr tæpum 29 milljörðum. 13.3.2009 20:17 Útrásarvíkingar þurfa að svara fyrir greiðslukortanotkun Hinir svokölluðu útrásarvíkingar eru meðal þeirra sem fá sent bréf frá Ríkisskattstjóra í næstu viku þar sem þeir eru beðnir um að gera grein fyrir notkun á erlendum kreditkortum hér á landi. 13.3.2009 18:40 Byr tapaði tæpum 29 milljörðum króna Byr sparisjóður tapaði um 28.881 milljónum króna eftir skatta á árinu 2008. Í fréttatilkynningu frá Byr segir að þar sé um verulegan viðsnúning að ræða frá fyrra ári, þegar hagnaður eftir skatta nam 7.929 milljónum króna Virðisrýrnun útlána, krafna og óefnislegra eigna nam 29.202 milljónum króna. 13.3.2009 17:00 Siv spyr utanríkisráðherra um lán til Icelandic Glacial Siv Friðleifsdóttur þingmaður Framsóknarflokksins hefur beint skriflegri fyrirspurn á alþingi til utanríkisráðherra um hvort hann hafi haft áhrif á að fyrirtækið Icelandic Glacial fékk 450 milljón kr. lán í lok síðasta árs eða síðar. 13.3.2009 16:40 Hlutabréfaverð hækkar í vikulokin Gengi hlutabréfa í Century Aluminum, móðurfélagi Norðuráls, rauk upp um 12,39 prósent í Kauphöllinni í dag. Á eftir fylgdi gengi bréfa í Össuri, sem hækkaði um 3,43 prósent, Færeyjabanka, sem hækkaði um 0,97 prósent, og Marel Food Systems, sem hækkaði um 0,61 prósent. 13.3.2009 16:34 HS Orka tapaði 11,7 milljörðum í fyrra Tap HS Orku (Hitaveitu Suðurnesja) á síðasta ári nam tæplega 11,7 milljörðum kr. Árið áður nam hagnaður af rekstri félagsins tæpum 3,5 milljörðum kr. 13.3.2009 16:08 Segir Kaupþing hafa brotið gegn lögum um neytendalán Neytendastofa hefur tekið þá ákvörðun að Kaupþing banki hf. hafi brotið gegn ákvæðum laga um neytendalán, vegna skilmála bankans á lánum í erlendri mynt með því að tilgreina ekki í skilmálum myntkörfulánssamnings með hvaða hætti vextirnir eru breytilegir og við hvaða aðstæður þeir breytist. 13.3.2009 14:45 Kaupþing fær leyfi dómstóls til að kanna ákvörðun Breta Dómstóll í Bretlandi (High Court) hefur heimilað Kaupþingi banka hf. að fylgja eftir kröfu sinni um að fram fari lögfræðileg endurskoðun á réttmæti ákvörðunar breskra stjórnvalda um að framselja til þriðja aðila, án bóta, innstæður á Kaupthing Edge reikningum hjá dótturfélagi bankans í Bretlandi, Kaupthing Singer & Friedlander, þann 8. október 2008. 13.3.2009 14:23 Fréttaskýring: Stýrivaxtalækkun og afnám gjaldeyrishafta Tveir mjög jákvæðir punktar komu fram í máli fulltrúa Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) nú fyrir hádegið á blaðamannafundi í Seðlabankanum. Annarsvegar var um að ræða að svigrúm hefur myndast fyrir stýrivaxtalækkun og hinsvegar að fyrstu skrefin í afnámi gjaldeyrishaftanna eru í sjónmáli. 13.3.2009 14:18 Fallið frá ákæru á Baug vegna gjaldþrots Ákveðið var að falla frá ákærum á hendur Baugi Group í ljósi þess að félagið hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta. 13.3.2009 13:28 Hansa í greiðslustöðvun til 8. júní Hansa ehf. hefur verið veitt áframhaldandi greiðslustöðvun til 8. júní næstkomandi. Hansa er í eigu Björgólfs Guðmundssonar og er helsta eign þess breska knattspyrnuliðið West Ham United. MP banki, sem er á meðal kröfuhafa í félagið lagðist hart gegn því að Hansa fengi framlengingu á greiðslustöðvun, féll frá þeim kröfum í síðustu viku. 13.3.2009 13:11 Leiðbeinir íslenskum fyrirtækjum um samfélagsábyrgð Steve Rochlin, einn fremsti alþjóðlegi sérfræðingurinn hvað varðar samfélagsábyrgð fyrirtækja, mun leiðbeina íslenskum fyrirtækjum um hvernig þau geta innleitt samfélagsábyrgð í daglegum rekstri. Þetta er í fyrsta skipti sem að hópur íslenskra fyrirtækja kemur saman hér á landi til þess að efla sig á þessu sviði. 13.3.2009 12:58 Samdráttur í verslun allt að 53% þar sem mest er Mikill samdráttur er nú í verslun. Í febrúar dróst dagvöruverslun saman um 14% á föstu verðlagi frá sama mánuði í fyrra, velta í sölu á áfengi dróst saman um 16%, velta í skóverslun um 19%, velta í fataverslun um 24%, velta í húsgagnaverslun um 41% og velta í raftækjaverslun um 53%. 13.3.2009 12:27 Almenni lífeyrissjóðurinn hættur við að rukka fyrir séreignarsparnaðinn Almenni lífeyrissjóðurinn hefur fallið frá því að innheimta kostnað vegna útborgunar séreignarsjóðs við sérstakar aðstæður. Þóknunin átti að nota til að mæta kostnaði við útborgunina sem felst m.a. í breytingu á tölvukerfum og þóknunar við sölu verðbréfa að því er framkvæmdastjóri sjóðsins segir. 13.3.2009 12:21 Mikill munur á skráningu krónunnar erlendis og hérlendis Þróun gengis krónu gagnvart evru á erlendum mörkuðum hefur verið talsvert önnur en á innlendum markaði síðustu daga. . 13.3.2009 12:14 AGS segir svigrúm til stýrivaxtalækkunar Mark Flanagan formaður sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á Íslandi segir að svigrúm sé að skapast fyrir lækkun stýrivaxta. Þetta kom fram í máli hans á blaðamannafundi nú fyrir hádegið. 13.3.2009 12:07 AGS segir skilyrði að skapast fyrir afnámi gjaldeyrishafta Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) segir að skilyrði séu að skapast fyrir afnámi gjaldeyrishafta hérlendis. Þetta kemur fram í tilkynningu sem sjóðurinn sendi frá sér núna fyrir hádegið. 13.3.2009 11:50 Sérfræðiaðstoð AGS hefur komið að góðu gagni Sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) hefur undanfarnar rúmar tvær vikur unnið með íslenskum stjórnvöldum að fyrstu endurskoðunar efnahagsáætlunar stjórnvalda vegna lánafyrirgreiðslu sjóðsins. Sendinefndin, undir stjórn Mark Flanagans, hefur einnig átt fundi með fjölda hagsmunaðila til þess að kynna sér þróun íslensks efnahagslífs og áhrif efnahagshrunsins og hélt nefndin blaðamannafund í Seðlabankanum í dag. 13.3.2009 11:36 Ætla að auka eftirlit með bönkum og lánastofnunum Neytendastofa og norrænar systurstofnanir hennar, sem fara með eftirlit og framkvæmd laga á sviði neytendamála á Norðurlöndunum, hafa markað sér þá sameiginlegu stefnu fyrir næsta ár að auka eftirlit með bönkum og lánastofnunum með það að markmiði að réttindi neytenda séu að fullu virt. 13.3.2009 11:02 Viðskipti með bréf Össurar halda uppi hlutabréfaveltunni Gengi hlutabréfa í Century Aluminum hækkaði um sjö prósent eftir fremur dapurt upphafi í Kauphöllinni í morgun. Gengi bréfa Össurar hefur sömuleiðis hækkað, eða um 0,28 prósent. 13.3.2009 10:24 Helmingur gjaldeyrisforðans á gjalddaga innan 30 daga Helmingur af gjaldeyrisforða Seðlabankans, eða um 180 milljarðar kr., er á gjalddaga innan næstu 30 daga. Um er að ræða skammtímalán sem bankinn rúllar á undan sér en þau hafa farið vaxandi sem hlutfall af gjaldeyrisforðanum frá því á miðju síðasta ári. 13.3.2009 09:49 Heildarlaunakostnaður eykst Heildarlaunakostnaður á greidda stund jókst um 8,1prósent frá fyrri ársfjórðungi í samgöngum og flutningum, 6,1prósent í iðnaði, 5,7 prósent í verslun og ýmissi viðgerðarþjónustu og 5,3 prósent í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð. Á heimasíðu Hagstofunnar segir að þessi aukning sé tilkomin meðal annars vegna óreglulegra greiðslna sem féllu til á tímabilinu og vegna breytinga á samsetningu vinnuafls þar sem starfsfólki í neðri þrepum launastigans hefur fækkað hlutfallslega meira en öðrum. 13.3.2009 09:36 Jón telur sig hafa forkaupsrétt á Senu Athafnamaðurinn Jón Ólafsson telur sig hafa átt forkaupsrétt á Senu, sem seld var á dögunum og hefur falið lögfræðingum sínum að skoða málið. 12.3.2009 18:29 Nova kærir Tal Farsímafyrirtæið Nova hefur ákveðið að kæra samkeppnisaðila sinn Tal fyrir meiðandi ummæli. Sigmar Vilhjálmsson, forstöðumaður sölu- og markaðssviðs Tals, staðhæfði í grein í Morgunblaðinu í dag að sá sem hringir í Nova símanúmer þurfi að greiða fyrir símtalið þó ekki sé svarað í símann. 12.3.2009 17:07 Alfesca lækkaði mest Íslenska úrvalsvísitalan lækkaði um 1,76%. Alfesca lækkaði um 12,5%, Bakkavör Group lækkaði um 9,38%, Marel lækkaði um 4,48 og Össur lækkaði um 3,19. Century Aluminum Company hækkaði um 3,20 12.3.2009 17:07 Gengi krónunnar aftur að veikjast Gengi krónunnar hefur veikst töluvert í dag eða um tæplega 2,4%. Er gengisvísitalan komin aftur yfir 190 stig en hún fór lægst í tæp 186 stig í vikunni. 12.3.2009 14:35 Actavis hefur starfsemi í Japan í apríl Actavis og japanska lyfjafyrirtækið ASKA Pharmaceutical skrifuðu í vikunni undir formlegan samning um stofnun sameiginlegs samheitalyfjafyrirtækis í Japan. Starfsemi fyrirtækisins, Actavis ASKA K.K., hefst í næsta mánuði. Actavis mun eiga 45% hlut en Aska 55%. 12.3.2009 13:52 Vilhjálmur tapaði í héraðsdómi Vilhjálmur Bjarnason lektor tapaði í dag dómsmáli sem hann og dætur hans höfðuðu á hendur stjórnarmönnum í Straumi fjárfestingabanka. Vilhjálmur krafðist alls þrjátíu þúsund króna í bætur en hann sakaði bankann um að hafa selt bréf í bankanum á undirverði. Salan átti sér stað í Salan átti sér stað í ágúst 2007 en þá seldi Straumur fimm prósenta hlut til Drake Capital Management en kaupandinn var ekki gefinn upp á þeim tíma. Vilhjálmur og dætur hans áttu hlutabréf í Straumi. 12.3.2009 13:11 Ríkið hefur greitt 90 milljónir vegna útflutnings bifreiða Á þeim tæpu þremur mánuðum sem lög um endurgreiðslur vörugjalds og virðisaukaskatts á ökutækjum hafa verið í gildi hefur verið sótt um endurgreiðslu af 190 ökutækjum. 12.3.2009 12:20 Hrein eign lífeyrissjóðanna lækkaði um 29 milljarða í janúar Hrein eign lífeyrissjóðanna var 1.615 milljarða kr. í lok janúar sl. og hafði lækkað um 29 milljarða kr. í mánuðinum. Sé miðað við janúar mánuð 2008 hefur hrein eign lækkað um 42 milljarða kr. eða 2,5%. 12.3.2009 12:02 Gjaldþrotabeiðni Baugs frestast Til stóð að taka gjalþrotabeiðni á hendur Baugi fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan hálf tólf í dag. Málinu var hins vegar frestað þar til síðar í dag. Ekki er ljóst af hvaða ástæðum málinu var frestað og tímasetning á málinu hefur ekki verið ákveðin. Þegar gjalþrotabeiðni verður tekin fyrir verður skiptastjóri skipaður. 12.3.2009 11:36 Færeyjabanki einn á uppleið í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa í Færeyjabanka hefur hækkað um 0,98 prósent í Kauphöllinni og er það jafnframt eina félagið sem hefur hækkað frá því viðskipti hófust í dag. 12.3.2009 10:27 Reiknar með 9,5-10% atvinnuleysi í mars Hagfræðideild Landsbankans reiknar með því að atvinnuleysi í mars muni verða 9,5-10% þrátt fyrir að teikn séu um að aðeins sé að draga úr fjölda þeirra sem skrá sig atvinnulausa. 12.3.2009 10:24 Rektor HÍ flutti erindi í Harvard háskólanum Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands heimsótti í vikunni Harvard háskóla í Boston í Bandaríkjunum. Kristínu var boðið að flytja erindi í Menntavísindaskóla Harvard (Harvard Graduate School of Education) þar sem hún ræddi um hlutverk og ábyrgð háskóla á tímum endurreisnar efnahagslífs. 12.3.2009 10:06 Lánið sem Straumur fékk hjá Seðlabanka var 7,1 milljarður Lánið sem Straumur fékk hjá Seðlabankanum í desember nam 50 milljónum evra eða rúmlega 7,1 milljarði kr. Kom það til viðbótar því 133 milljón evra láni sem Straumur sagðist hafa fengið frá erlendum bönkum. 12.3.2009 09:55 Mentis Cura hlaut Nýsköpunarverðlaunin 2009 Sprotafyrirtækið Mentis Cura hlaut Nýsköpunarverðlaun Rannís, Nýsköpunarmiðstöðvar og Útflutningsráðs, sem afhent voru á þéttsetnu Nýsköpunarþingi í morgun. 12.3.2009 09:34 Mikil aukning á notkun erlendra manna á vef Hagstofunnar Vefur Hagstofu Íslands hefur aldrei verið jafn vel sóttur og á síðustu mánuðum. Sérstaklega hefur áhugi á efnahagstölum á enskum hluta vefsins aukist eða yfir 200% milli ára. 12.3.2009 09:14 Atlantsolía lækkar olíuna enn Atlantsolía lækkaði verð á dísilolíu i morgun um tvær krónur á lítrann og hefur þá lækkað olíuna um 12 krónur frá áramótum. Að sögn félagsins hefur styrking krónunnar skapað svigrúm til lækkunar. Ekki hafa borist fregnir af lækkun frá öðrum olíufélögum í morgun. 12.3.2009 08:07 Sjá næstu 50 fréttir
Færeyjabanki einn á uppleið Gengi hlutabréfa í Færeyjabanka hefur hækkað um 0,96 prósent í dag. Þetta er jafnframt eina hækkun dagsins. Á sama tíma hefur gengi bréfa í Marel Food Systems lækkað um 0,71 prósent og í Össur um 0,41 prósent. 16.3.2009 10:22
Engin skerðing hjá Frjálsa lífeyrisjóðnum Frjálsi lífeyrissjóðurinn þarf ekki að skerða réttindi og lífeyri sjóðfélaga í tryggingadeild sjóðsins þrátt fyrir þann ólgusjó sem ríkti á verðbréfamörkuðum árið 2008. 16.3.2009 09:40
Reiknar með að stýrivextir lækki um 1-1,5 prósentustig Hagfræðideild Landsbankans reiknar með því að Seðlabankinn muni lækka stýrivexti um 1 til 1,5 prósentustig á fimmtudaginn kemur en þá verður ákvörðun tekin um stýtivexti. 16.3.2009 09:32
Töluverð aukning á aflaverðmæti milli ára Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 99 milljörðum króna á árinu 2008 samanborið við 80 milljarða yfir árið 2007. Aflaverðmæti hefur aukist um 18,8 milljarða eða 23,5% á milli ára. Aflaverðmæti í desember nam tæpum 8 milljörðum miðað við rúma 5 milljarða í desember 2007. 16.3.2009 09:20
Arðgreiðslur HB Granda afar hófsamar Stjórnarformaður og forstjóri HB Granda segja arðgreiðslur félagsins afar hófsamar. Þeir fagna að félagið hafi tekist að halda uppi fullri starfsemi. 15.3.2009 12:59
Jón Ásgeir selur einkaflugvél og snekkju Jón Ásgeir Jóhannesson athafnamaður hefur selt einkaþotu sína og 50 metra langa snekkju. ,,Það er ágætt að eiga þessa hluti en það er pottþétt hægt að lifa án þeirra," segir Jón í viðtali við Sunday Times. 15.3.2009 10:54
Fjöldi atvinnulausra nálgast 17 þúsund Atvinnuleysi heldur áfram að aukast hröðum skrefum og nú eru 16.878 manns atvinnulausir á landinu öllu. Vinnumálastofnun gerir ráð fyrir að skráð atvinnuleysi í vor verði komið upp í 10% en nú eru líkur á að það hlutfall komi jafnvel fyrr á árinu. 14.3.2009 16:30
Byr mun lifa af með hjálp ríkisins „Byr mun standa af sér óveðrið sem verið hefur í efnahagslífinu að undanförnu," segir Ragnar Z. Guðjónsson sparisjóðsstjóri. Hann segir að árið 2008 hafi vissulega verið erfitt en samkvæmt ársuppgjöri tapaði Byr tæpum 29 milljörðum. 13.3.2009 20:17
Útrásarvíkingar þurfa að svara fyrir greiðslukortanotkun Hinir svokölluðu útrásarvíkingar eru meðal þeirra sem fá sent bréf frá Ríkisskattstjóra í næstu viku þar sem þeir eru beðnir um að gera grein fyrir notkun á erlendum kreditkortum hér á landi. 13.3.2009 18:40
Byr tapaði tæpum 29 milljörðum króna Byr sparisjóður tapaði um 28.881 milljónum króna eftir skatta á árinu 2008. Í fréttatilkynningu frá Byr segir að þar sé um verulegan viðsnúning að ræða frá fyrra ári, þegar hagnaður eftir skatta nam 7.929 milljónum króna Virðisrýrnun útlána, krafna og óefnislegra eigna nam 29.202 milljónum króna. 13.3.2009 17:00
Siv spyr utanríkisráðherra um lán til Icelandic Glacial Siv Friðleifsdóttur þingmaður Framsóknarflokksins hefur beint skriflegri fyrirspurn á alþingi til utanríkisráðherra um hvort hann hafi haft áhrif á að fyrirtækið Icelandic Glacial fékk 450 milljón kr. lán í lok síðasta árs eða síðar. 13.3.2009 16:40
Hlutabréfaverð hækkar í vikulokin Gengi hlutabréfa í Century Aluminum, móðurfélagi Norðuráls, rauk upp um 12,39 prósent í Kauphöllinni í dag. Á eftir fylgdi gengi bréfa í Össuri, sem hækkaði um 3,43 prósent, Færeyjabanka, sem hækkaði um 0,97 prósent, og Marel Food Systems, sem hækkaði um 0,61 prósent. 13.3.2009 16:34
HS Orka tapaði 11,7 milljörðum í fyrra Tap HS Orku (Hitaveitu Suðurnesja) á síðasta ári nam tæplega 11,7 milljörðum kr. Árið áður nam hagnaður af rekstri félagsins tæpum 3,5 milljörðum kr. 13.3.2009 16:08
Segir Kaupþing hafa brotið gegn lögum um neytendalán Neytendastofa hefur tekið þá ákvörðun að Kaupþing banki hf. hafi brotið gegn ákvæðum laga um neytendalán, vegna skilmála bankans á lánum í erlendri mynt með því að tilgreina ekki í skilmálum myntkörfulánssamnings með hvaða hætti vextirnir eru breytilegir og við hvaða aðstæður þeir breytist. 13.3.2009 14:45
Kaupþing fær leyfi dómstóls til að kanna ákvörðun Breta Dómstóll í Bretlandi (High Court) hefur heimilað Kaupþingi banka hf. að fylgja eftir kröfu sinni um að fram fari lögfræðileg endurskoðun á réttmæti ákvörðunar breskra stjórnvalda um að framselja til þriðja aðila, án bóta, innstæður á Kaupthing Edge reikningum hjá dótturfélagi bankans í Bretlandi, Kaupthing Singer & Friedlander, þann 8. október 2008. 13.3.2009 14:23
Fréttaskýring: Stýrivaxtalækkun og afnám gjaldeyrishafta Tveir mjög jákvæðir punktar komu fram í máli fulltrúa Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) nú fyrir hádegið á blaðamannafundi í Seðlabankanum. Annarsvegar var um að ræða að svigrúm hefur myndast fyrir stýrivaxtalækkun og hinsvegar að fyrstu skrefin í afnámi gjaldeyrishaftanna eru í sjónmáli. 13.3.2009 14:18
Fallið frá ákæru á Baug vegna gjaldþrots Ákveðið var að falla frá ákærum á hendur Baugi Group í ljósi þess að félagið hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta. 13.3.2009 13:28
Hansa í greiðslustöðvun til 8. júní Hansa ehf. hefur verið veitt áframhaldandi greiðslustöðvun til 8. júní næstkomandi. Hansa er í eigu Björgólfs Guðmundssonar og er helsta eign þess breska knattspyrnuliðið West Ham United. MP banki, sem er á meðal kröfuhafa í félagið lagðist hart gegn því að Hansa fengi framlengingu á greiðslustöðvun, féll frá þeim kröfum í síðustu viku. 13.3.2009 13:11
Leiðbeinir íslenskum fyrirtækjum um samfélagsábyrgð Steve Rochlin, einn fremsti alþjóðlegi sérfræðingurinn hvað varðar samfélagsábyrgð fyrirtækja, mun leiðbeina íslenskum fyrirtækjum um hvernig þau geta innleitt samfélagsábyrgð í daglegum rekstri. Þetta er í fyrsta skipti sem að hópur íslenskra fyrirtækja kemur saman hér á landi til þess að efla sig á þessu sviði. 13.3.2009 12:58
Samdráttur í verslun allt að 53% þar sem mest er Mikill samdráttur er nú í verslun. Í febrúar dróst dagvöruverslun saman um 14% á föstu verðlagi frá sama mánuði í fyrra, velta í sölu á áfengi dróst saman um 16%, velta í skóverslun um 19%, velta í fataverslun um 24%, velta í húsgagnaverslun um 41% og velta í raftækjaverslun um 53%. 13.3.2009 12:27
Almenni lífeyrissjóðurinn hættur við að rukka fyrir séreignarsparnaðinn Almenni lífeyrissjóðurinn hefur fallið frá því að innheimta kostnað vegna útborgunar séreignarsjóðs við sérstakar aðstæður. Þóknunin átti að nota til að mæta kostnaði við útborgunina sem felst m.a. í breytingu á tölvukerfum og þóknunar við sölu verðbréfa að því er framkvæmdastjóri sjóðsins segir. 13.3.2009 12:21
Mikill munur á skráningu krónunnar erlendis og hérlendis Þróun gengis krónu gagnvart evru á erlendum mörkuðum hefur verið talsvert önnur en á innlendum markaði síðustu daga. . 13.3.2009 12:14
AGS segir svigrúm til stýrivaxtalækkunar Mark Flanagan formaður sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á Íslandi segir að svigrúm sé að skapast fyrir lækkun stýrivaxta. Þetta kom fram í máli hans á blaðamannafundi nú fyrir hádegið. 13.3.2009 12:07
AGS segir skilyrði að skapast fyrir afnámi gjaldeyrishafta Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) segir að skilyrði séu að skapast fyrir afnámi gjaldeyrishafta hérlendis. Þetta kemur fram í tilkynningu sem sjóðurinn sendi frá sér núna fyrir hádegið. 13.3.2009 11:50
Sérfræðiaðstoð AGS hefur komið að góðu gagni Sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) hefur undanfarnar rúmar tvær vikur unnið með íslenskum stjórnvöldum að fyrstu endurskoðunar efnahagsáætlunar stjórnvalda vegna lánafyrirgreiðslu sjóðsins. Sendinefndin, undir stjórn Mark Flanagans, hefur einnig átt fundi með fjölda hagsmunaðila til þess að kynna sér þróun íslensks efnahagslífs og áhrif efnahagshrunsins og hélt nefndin blaðamannafund í Seðlabankanum í dag. 13.3.2009 11:36
Ætla að auka eftirlit með bönkum og lánastofnunum Neytendastofa og norrænar systurstofnanir hennar, sem fara með eftirlit og framkvæmd laga á sviði neytendamála á Norðurlöndunum, hafa markað sér þá sameiginlegu stefnu fyrir næsta ár að auka eftirlit með bönkum og lánastofnunum með það að markmiði að réttindi neytenda séu að fullu virt. 13.3.2009 11:02
Viðskipti með bréf Össurar halda uppi hlutabréfaveltunni Gengi hlutabréfa í Century Aluminum hækkaði um sjö prósent eftir fremur dapurt upphafi í Kauphöllinni í morgun. Gengi bréfa Össurar hefur sömuleiðis hækkað, eða um 0,28 prósent. 13.3.2009 10:24
Helmingur gjaldeyrisforðans á gjalddaga innan 30 daga Helmingur af gjaldeyrisforða Seðlabankans, eða um 180 milljarðar kr., er á gjalddaga innan næstu 30 daga. Um er að ræða skammtímalán sem bankinn rúllar á undan sér en þau hafa farið vaxandi sem hlutfall af gjaldeyrisforðanum frá því á miðju síðasta ári. 13.3.2009 09:49
Heildarlaunakostnaður eykst Heildarlaunakostnaður á greidda stund jókst um 8,1prósent frá fyrri ársfjórðungi í samgöngum og flutningum, 6,1prósent í iðnaði, 5,7 prósent í verslun og ýmissi viðgerðarþjónustu og 5,3 prósent í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð. Á heimasíðu Hagstofunnar segir að þessi aukning sé tilkomin meðal annars vegna óreglulegra greiðslna sem féllu til á tímabilinu og vegna breytinga á samsetningu vinnuafls þar sem starfsfólki í neðri þrepum launastigans hefur fækkað hlutfallslega meira en öðrum. 13.3.2009 09:36
Jón telur sig hafa forkaupsrétt á Senu Athafnamaðurinn Jón Ólafsson telur sig hafa átt forkaupsrétt á Senu, sem seld var á dögunum og hefur falið lögfræðingum sínum að skoða málið. 12.3.2009 18:29
Nova kærir Tal Farsímafyrirtæið Nova hefur ákveðið að kæra samkeppnisaðila sinn Tal fyrir meiðandi ummæli. Sigmar Vilhjálmsson, forstöðumaður sölu- og markaðssviðs Tals, staðhæfði í grein í Morgunblaðinu í dag að sá sem hringir í Nova símanúmer þurfi að greiða fyrir símtalið þó ekki sé svarað í símann. 12.3.2009 17:07
Alfesca lækkaði mest Íslenska úrvalsvísitalan lækkaði um 1,76%. Alfesca lækkaði um 12,5%, Bakkavör Group lækkaði um 9,38%, Marel lækkaði um 4,48 og Össur lækkaði um 3,19. Century Aluminum Company hækkaði um 3,20 12.3.2009 17:07
Gengi krónunnar aftur að veikjast Gengi krónunnar hefur veikst töluvert í dag eða um tæplega 2,4%. Er gengisvísitalan komin aftur yfir 190 stig en hún fór lægst í tæp 186 stig í vikunni. 12.3.2009 14:35
Actavis hefur starfsemi í Japan í apríl Actavis og japanska lyfjafyrirtækið ASKA Pharmaceutical skrifuðu í vikunni undir formlegan samning um stofnun sameiginlegs samheitalyfjafyrirtækis í Japan. Starfsemi fyrirtækisins, Actavis ASKA K.K., hefst í næsta mánuði. Actavis mun eiga 45% hlut en Aska 55%. 12.3.2009 13:52
Vilhjálmur tapaði í héraðsdómi Vilhjálmur Bjarnason lektor tapaði í dag dómsmáli sem hann og dætur hans höfðuðu á hendur stjórnarmönnum í Straumi fjárfestingabanka. Vilhjálmur krafðist alls þrjátíu þúsund króna í bætur en hann sakaði bankann um að hafa selt bréf í bankanum á undirverði. Salan átti sér stað í Salan átti sér stað í ágúst 2007 en þá seldi Straumur fimm prósenta hlut til Drake Capital Management en kaupandinn var ekki gefinn upp á þeim tíma. Vilhjálmur og dætur hans áttu hlutabréf í Straumi. 12.3.2009 13:11
Ríkið hefur greitt 90 milljónir vegna útflutnings bifreiða Á þeim tæpu þremur mánuðum sem lög um endurgreiðslur vörugjalds og virðisaukaskatts á ökutækjum hafa verið í gildi hefur verið sótt um endurgreiðslu af 190 ökutækjum. 12.3.2009 12:20
Hrein eign lífeyrissjóðanna lækkaði um 29 milljarða í janúar Hrein eign lífeyrissjóðanna var 1.615 milljarða kr. í lok janúar sl. og hafði lækkað um 29 milljarða kr. í mánuðinum. Sé miðað við janúar mánuð 2008 hefur hrein eign lækkað um 42 milljarða kr. eða 2,5%. 12.3.2009 12:02
Gjaldþrotabeiðni Baugs frestast Til stóð að taka gjalþrotabeiðni á hendur Baugi fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan hálf tólf í dag. Málinu var hins vegar frestað þar til síðar í dag. Ekki er ljóst af hvaða ástæðum málinu var frestað og tímasetning á málinu hefur ekki verið ákveðin. Þegar gjalþrotabeiðni verður tekin fyrir verður skiptastjóri skipaður. 12.3.2009 11:36
Færeyjabanki einn á uppleið í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa í Færeyjabanka hefur hækkað um 0,98 prósent í Kauphöllinni og er það jafnframt eina félagið sem hefur hækkað frá því viðskipti hófust í dag. 12.3.2009 10:27
Reiknar með 9,5-10% atvinnuleysi í mars Hagfræðideild Landsbankans reiknar með því að atvinnuleysi í mars muni verða 9,5-10% þrátt fyrir að teikn séu um að aðeins sé að draga úr fjölda þeirra sem skrá sig atvinnulausa. 12.3.2009 10:24
Rektor HÍ flutti erindi í Harvard háskólanum Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands heimsótti í vikunni Harvard háskóla í Boston í Bandaríkjunum. Kristínu var boðið að flytja erindi í Menntavísindaskóla Harvard (Harvard Graduate School of Education) þar sem hún ræddi um hlutverk og ábyrgð háskóla á tímum endurreisnar efnahagslífs. 12.3.2009 10:06
Lánið sem Straumur fékk hjá Seðlabanka var 7,1 milljarður Lánið sem Straumur fékk hjá Seðlabankanum í desember nam 50 milljónum evra eða rúmlega 7,1 milljarði kr. Kom það til viðbótar því 133 milljón evra láni sem Straumur sagðist hafa fengið frá erlendum bönkum. 12.3.2009 09:55
Mentis Cura hlaut Nýsköpunarverðlaunin 2009 Sprotafyrirtækið Mentis Cura hlaut Nýsköpunarverðlaun Rannís, Nýsköpunarmiðstöðvar og Útflutningsráðs, sem afhent voru á þéttsetnu Nýsköpunarþingi í morgun. 12.3.2009 09:34
Mikil aukning á notkun erlendra manna á vef Hagstofunnar Vefur Hagstofu Íslands hefur aldrei verið jafn vel sóttur og á síðustu mánuðum. Sérstaklega hefur áhugi á efnahagstölum á enskum hluta vefsins aukist eða yfir 200% milli ára. 12.3.2009 09:14
Atlantsolía lækkar olíuna enn Atlantsolía lækkaði verð á dísilolíu i morgun um tvær krónur á lítrann og hefur þá lækkað olíuna um 12 krónur frá áramótum. Að sögn félagsins hefur styrking krónunnar skapað svigrúm til lækkunar. Ekki hafa borist fregnir af lækkun frá öðrum olíufélögum í morgun. 12.3.2009 08:07