Viðskipti innlent

Íslendingur stjórnar viðræðum um aðild Rússa að WTO

Stefán Jóhannesson sendiherra Íslands hjá Evrópusambandinu mun stjórna viðræðum um aðild Rússlands að WTO, Alþjóðaviðskiptastofnuninni, síðar í mánuðinum.

Í viðtali Reuters við Stefán kemur fram að Stefán hafi boðað sérstakan vinnuhóp á vegum ESB til fundar um aðild Rússlands þann 27. mars n.k. en Rússar vinni áfram að því að verða fullguildir meðlimir WTO.

Stefán segir að hann voni að fundur vinnuhópsins muni leiða til frekari samninga við Rússa um málið. Stefán gegnir formennsku í vinnuhópnum þessa stundina.

Á þessum fundi munum við fara yfir stöðuna og ákveða næstu skref í málinu," segir Stefán. "Rússland hefur átt í óformlegum viðræðum við nokkra meðlimi WTO á síðustu vikum, þar á meðal ESB og Bandaríkin. Samingar hafa skilað takmörkuðum en jákvæðum niðurstöðum."

Í máli Stefáns kemur fram að allir aðilar vilji sjá raunverulegan árangur en eftir eigi að koma í ljós hvort vinnuhópurinn geti mælt með efnismeiri viðræðum strax eftir fundirnn.

Rússland hefur í meir en áratug reynt að gerast meðlimur WTO en án árangurs. ESB er hlynnt aðild Rússa að stofnuninni en langtímadeilur um útflutningsgjöld á rússnesku timbri og nýir tollar á innflutning bifreiða til Rússlands auk hótana um fleiri tolla hafa sett strik í reikninginn á síðustu mánuðum.

Bandaríkjamenn hafi lengi verið mótfallnir aðild Rússa að WTO og settu samningaviðræður í biðstöðu síðast í fyrra er Rússar sendu herlið inn í Georgíu.

Vonir standa til að afstaða Bandaríkjamanna hafi breyst með nýrri stjórn þar í landi.

 


















Fleiri fréttir

Sjá meira


×