Viðskipti innlent

Framkvæmdarstjóri lífeyrissjóðanna lét af störfum á föstudag

Sjóðirnir voru í rekstri hjá eignastýringu Landsbankans
Sjóðirnir voru í rekstri hjá eignastýringu Landsbankans

Framkvæmdarstjóri fjögurra af þeim fimm lífeyrissjóðum sem sérstakur saksóknari hefur nú til skoðunar lét af störfum á föstudaginn síðasta. Fjármálaeftirlitið vísaði málum fimm lífeyrissjóða sem hafa verið í rekstri hjá eignastýringu Landsbankans til saksóknara í dag. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa málefni sjóðanna verið lengi í skoðun hjá fjármálaeftirlitinu en meint brot eiga að hafa átt sér stað á fyrri hluta árs 2008.

Davíð Harðarson var framkvæmdarstjóri Lífeyrissjóðs Tannlæknafélagsins, Eftirlaunasjóðs FÍA og Kjalar lífeyrissjóðs. Lífeyrissjóður Eimskipafélags Íslands sem einnig var vísað til saksóknara sameinaðist Kili í nóvember árið 2007 ásamt öðrum lífeyrissjóðum. Davíð var einnig sjóðsstjóri í íslenska lífeyrissjóðnum sem er fimmti sjóðurinn.

Davíð vildi ekki tjá sig um málið í samtali við fréttastofu enda hafi hann einungis frétt af því í gegnum fjölmiðla. Ekki hafi enn verið haft samband við sig vegna þess. Hann segist þó hafa látið af störfum síðast liðinn föstudag.

Í fréttum Sjónvarpsins í kvöld var sagt að samkvæmt heimildum snéri rannsóknin að fjárfestingum sjóðanna í félögum tengdum Landsbanka Íslands.




Tengdar fréttir

Sérstakur saksóknari hefur fengið fimm mál frá FME

Fjámálaeftirlitið hefur vísað samtals fimm málum til frekari rannsóknar hjá sérstökum saksóknara, eitt þeirra tengistt lífeyrissjóðum sem eru í rekstri og eignastýringu Landsbankans. Fréttastofa sendi FME fyrirspurn í framhaldi af því að eftirlitið og sérstakur saksóknari hafa gert með sér samkomulag um verklagsreglur sín í millum en vangaveltur hafa verið um hvort bankaleynd sem FME telur á skýrslum sínum sé aflétt að hluta með fyrrgreindu samkomulagi.

Fjárfest fyrir hundruð milljóna umfram heimildir

Málefni fimm lífeyrissjóða eru til rannsóknar hjá Sérstökum saksóknara bankahrunsins. Grunur leikur á um að farið hafi verið út fyrir ramma laga um fjárfestingar. Fjárfest hafi verið fyrir hundruð milljóna króna umfram heimildir.

FME vísar málum fimm lífeyrissjóða til saksóknara

Fjármálaeftirlitið hefur vísað málum fimm lífeyrissjóða sem eru í rekstri og eignastýringu Landsbankans til frekari rannsóknar sérstaks saksóknara sem í dag hóf opinbera rannsókn á meintum brotum þeirra á fyrri hluta árs 2008.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×