Viðskipti innlent

Skiptastjóri Baugs skráði húsið á konuna rétt eftir hrun

Erlendur Gíslason, lögmaður hjá Logos.
Erlendur Gíslason, lögmaður hjá Logos.

Erlendur Gíslason, lögmaður á Logos og nýskipaður skiptastjóri þrotabús Baugs, skráði einbýlishús sitt á Seltjarnarnesi á eiginkonu sína Kristjönu Skúladóttur 10. nóvember síðastliðinn. Þau höfðu þá verið skráð saman fyrir húsinu í hartnær tíu ár eftir því sem fram kemur hjá Fasteignamati ríkisins.

Erlendur og Kristjana keyptu einbýlishúsið að Bollagörðum 24 í júnímánuði 1998. Ekki hefur náðst í Erlend Gíslason þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.

Erlendur er ekki eini Íslendingurinn sem skráð hefur hús sitt á eiginkonu sína á þeim mánuðum sem liðnir eru frá bankahruninu. Sjö Kaupþingsforkólfar skráðu hús sín á eiginkonur sínar, bæði rétt fyrir og eftir bankahrunið. Forstjórar á borð við Sigurð Valtýsson og Erlend Hjaltason hjá Exista gerðu slíkt hið sama sem og Matthias Johannessen, fjármálastjóri Salt Investments og nágrannni Erlends Gíslasonar í Bollagörðum.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×