Tími kominn á myndarlega lækkun stýrivaxta Óli Kristján Ármannsson skrifar 18. mars 2009 08:00 Skuggabankastjórn á rökstólum. Ásgeir Jónsson, Ólafur Ísleifsson, Þórður Friðjónsson og Edda Rós Karlsdóttir bera saman bækur sínar um hvaða stefnu væri skynsamlegast fyrir Seðlabankann að taka í ákvörðun um stýrivexti á morgun, fimmtudag. Á næstu vikum ætti að lækka hér stýrivexti um allt að 400 punkta (fjögur prósentustig), samkvæmt áliti skuggabankastjórnar Markaðarins. Seðlabanki Íslands tilkynnir á morgun, fimmtudag, um stýrivaxtaákvörðun sína, þá fyrstu eftir að ný lög um Seðlabankann tóku gildi og þar voru gerðar breytingar á yfirstjórn. Skuggabankastjórnin leggur til hratt vaxtalækkunarferli með umtalsverðri lækkun strax í upphafi. Um leið er lögð áhersla á markvissa efnahagsstjórn sem miði að því að koma í veg fyrir að ríkið lendi í skuldakreppu. Þá sé mikilvægt fyrir Seðlabanka Íslands að láta af því að horfa til verðbólgu síðustu 12 mánaða þegar teknar eru ákvarðanir um stýrivexti, enda sé hér nú allt annað hagkerfi en var þá. Bankinn eigi fremur að nota eigin verðbólguspá sem grunn í spá um raunstýrivexti. Jafnframt telur skuggabankastjórnin að ný peningastefnunefnd megi ekki fara of varfærnislega af stað í lækkunarferlinu. Hér hafi áður gengið vel á tímum þjóðarsáttarinnar að keyra í gegn hraða lækkun stýrivaxta og hratt lækkunarferli sé mjög mikilvægt. Hættan sé sú að í umhverfi þar sem vextir séu mjög háir og almennt sé búist við lækkun verði uppi almenn biðstaða meðan beðið er lækkunarinnar. Hratt vaxtalækkunarferli sé þannig ein af forsendum þess að kerfið fari aftur af stað. Um leið telur skuggabankastjórnin að sem allra fyrst þurfi að finna framtíðarlausn í gjaldmiðlamálum þjóðarinnar, ekki verði til lengdar búið við það óvissuástand sem uppi sé í gjaldeyris- og peningamálum. Verja þarf raunhagkerfiðEdda Rós Karlsdóttir„Ég tel forsendur til að lækka vexti nú - og vaxtalækkunin eigi að vera umtalsverð. Það er svo matsatriði hver lækkunin á nákvæmlega að vera í tölum. Að öllu athuguðu er mín skoðun sú að stýrivextina eigi að lækka um fjögur prósentustig, úr 18 prósentum í 14 prósent," segir Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar. Hann segir rökin fyrir umtalsverðri lækkun nú felast í gjörbreyttum aðstæðum í efnahagslífinu. „Kreppa hefur tekið við af þenslu. Umsvif og velta í efnahagslífinu hafa snarminnkað. Í því sambandi nægir að benda á kortaveltu, innflutning og húsnæðismarkaðinn. Þá hefur mikill vöruskiptahalli snúist í verulegan afgang, atvinnuleysi hefur margfaldast og rauntekjur heimila dregist meira saman en dæmi eru um. Loks sækja að atvinnulífi og fyrirtækjum meiri erfiðleikar en frá því á kreppuárunum á fjórða áratug síðustu aldar. Við þessar aðstæður er verðbólga engin ógn heldur hættan á því að framleiðslugeta hagkerfisins skaðist til langframa. Brýnasta verkefnið er því að verja raunhagkerfið, á því hvíla lífskjörin til framtíðar. Háir vextir áfram geta að mínu viti teflt í tvísýnu framleiðslugetu hagkerfisins og torveldað mjög endurreisn þess." Þórður segist ekki í nokkrum vafa um að vaxtalækkun við þessar aðstæður sé besta leiðin til að örva hagkerfið. „Vara verður við almennum aðgerðum í ríkisfjármálum í þessu skyni. Þeim mun veikari sem staða ríkissjóðs verður gerð þeim mun meiri líkur eru á því að við festumst í sjálfheldu hárra vaxta um langa hríð." Þórður segir þá sem vilja halda vöxtum óbreyttum eða fara varlega í vaxtalækkun einkum benda á tvennt. Annars vegar að veruleg lækkun vaxta kunni að veikja krónuna og fyrir vikið valda aukinni verðbólgu. „Ég hygg að þessi hætta sé ofmetin - og þótt krónan veiktist eitthvað tímabundið væri skaðinn sem af því leiddi sennilega miklu minni en af áframhaldandi hávaxtastefnu," segir hann. Hins vegar sé gjarnan bent á að tólf mánaða verðbólga sé nú 17,6 prósent og ekki gangi að hafa raunvexti neikvæða. „Þetta er bábilja að mínu viti. Það er fráleitt að miða við verðbólgu tólf mánuði aftur í tímann þegar aðstæður eru jafn ólíkar og dagur og nótt," segir Þórður Friðjónsson og telur að öllu samanlögðu brýnt að stýrivextir verði lækkaðir umtalsvert við núverandi aðstæður og þær horfur sem blasi við í efnahagslífinu. Gjaldeyris- og peningamálum komið í varanlega skipanÞórður FriðjónssonÓlafur Ísleifsson, lektor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík, bendir á að vaxtaákvörðunin á morgun sé hin fyrsta frá því ný lög um Seðlabankann tóku gildi. „Samkvæmt þeim skal opinberlega birta fundargerðir peningastefnunefndar og gera grein fyrir ákvörðunum nefndarinnar og forsendum þeirra. Vænta verður að upplýsingagjöf í þessu efni verði hin vandaðasta," segir hann og kveður meginverkefni peningastefnunefndar vera að ákveða myndarlega lækkun stýrivaxta nú þegar og leggja fram áætlun um frekari lækkun vaxta á komandi tíð. „Engar forsendur eru fyrir hinum ofurháu vöxtum sem hvergi eru hærri innan OECD en hér á landi. Naumast þarf 18 prósenta stýrivexti til að styðja við gengi krónunnar þegar hún liggur í gjaldeyrishafti. Ekki verður séð að 18 prósenta stýrivexti þurfi til að halda aftur af verðbólgu þegar eldsneyti hennar virðist þrotið. Verðbólgan kann og að vera ofmetin í ljósi þess að makaskipti og falskt verð á fasteignamarkaði koma í veg fyrir að verðbólgan mælist rétt í þessu tilliti. Önnur lönd hafa beitt sér gegn kreppunni með verulegri lækkun stýrivaxta sem víðast hvar liggja á bilinu núll til tvö prósent." Um leið bendir Ólafur á að enda þótt vextirnir hér séu út úr korti og þurfi að lækka umtalsvert sé Seðlabankinn í þeirri aðstöðu að þurfa að endurvinna sér trúverðugleika. Þetta kunni að setja honum hömlur í að ganga jafn fast fram við vaxtalækkanir og tilefni væri til. Hann segir þess jafnframt að vænta að Seðlabankinn eigi hlut að viðræðum við eigendur krónubréfa með það að markmiði að viðunandi jafnvægi ríki milli hagsmuna þessara aðila og innlends gjaldeyrismarkaðar. „Nýr bankastjóri Seðlabankans lýsti því sem meginmarkmiði að styrkja gengi krónunnar og slíkar viðræður sýnast nauðsynlegar til að skapa skilyrði fyrir því að svo verði. Um leið fælu þær í sér nauðsynlegan undirbúning á afnámi gjaldeyrishafta," segir Ólafur Ísleifsson og kveður nýja peningastefnunefnd Seðlabankans hljóta að leggja fram greinargerð um aðgerðir á starfssviði sínu til að tryggja að atvinnulífið búi við viðunandi starfsskilyrði í krónuhagkerfinu og þangað til takist að koma á nýrri varanlegri skipan gjaldeyris- og peningamála. Skortur á skýrri sýn um þá framtíðarskipan segir hann vera akkillesarhæl þeirrar efnahagsstefnu sem unnið sé eftir í samstarfi ríkisins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Nauðsyn á ábyrgri efnahagsstjórnÓlafur ÍsleifssonEdda Rós Karlsdóttir, hagfræðingur í Nýja-Landsbankanum, segir að vegna gjaldeyris- og bankakreppunnar þurfi vaxtaákvörðunin nú annars vegar að taka mið af mjög versnandi efnahagshorfum, og hins vegar af hættunni á fjármagnsflótta úr landi - en slíkur flótti gæti magnað efnahagskreppuna enn meira. „Hingað til hafa þessir tveir þættir togast á í vaxtaákvörðunum Seðlabankans - en það hefur nú breyst," segir hún. Umfang efnahagskreppunnar segir Edda Rós hins vegar slíkt að vaxtalækkun sé nauðsynleg. „Atvinnulífið ræður ekki við núverandi vaxtastig og störf munu glatast að óþörfu auk þess sem háir innlendir vextir tefja fyrir því að skuldir heimila og fyrirtækja verði færðar úr erlendri mynt yfir í íslenskar krónur. Gjaldeyrisáhættan í kerfinu er gríðarleg og nauðsynlegt er að ráðast í umfangsmiklar skuldbreytingar til að draga úr henni." Hröð lækkun verðbólgunnar og tiltölulega stöðugt gengi krónunnar segir Edda Rós valda því að hægt sé að lækka stýrivexti án þess að raunvextir lækki niður fyrir raunvexti í viðskiptalöndunum. „Hættan á fjármagnsflótta er því ekki söm og áður, jafnvel þótt vextir verði lækkaðir töluvert. Samkomulag Seðlabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um að viðhalda gjaldeyrishöftum dregur auk þess úr líkum á fjármagnsflótta í bráð, en ég vara eindregið við að í stjórn efnahagsmála styðji Seðlabankinn sig við höftin til lengdar. Haftabúskapur er að mínu mati fullreyndur, bæði hér á landi og í gömlu ráðstjórnarríkjunum, en hann skaðar efnahagslífið stórkostlega til lengri tíma." Edda Rós segir því meðal mikilvægustu verkefna Seðlabankans að útfæra tillögur um afnám hafta í áföngum. Ábyrg stjórn ríkisfjármála sé óaðskiljanlegur hluti af þeirri vegferð. „Ég legg til að vextir verði lækkaðir um 150 punkta á fimmtudaginn. Ef gengi krónunnar helst tiltölulega stöðugt og vísitala neysluverðs hækkar lítið í mars, þá kemur til greina að lækka vexti um 150 til 200 punkta til viðbótar strax um næstu mánaðamót og taka mjög stór skref eftir það. Hraði og stærð vaxtalækkana mun þó meðal annars ráðast af aðgerðum í ríkisfjármálum og efnahagsmálum almennt. Ábyrg efnahagsstjórn er nauðsynleg til að koma í veg fyrir óbærilega skuldasöfnun ríkissjóðs og flótta einstaklinga og fyrirtækja úr landi. Umsókn um aðild að Evrópusambandinu mun auka trúverðugleika ábyrgrar efnahagsáætlunar, greiða fyrir vaxtalækkunum og viðreisn efnahagslífsins," segir Edda Rós Karlsdóttir. Ríkið í sjálfskaparvítiÁsgeir JónssonÁsgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar Nýja-Kaupþings, segist vilja hverfa með stýrivexti aftur í það stig sem þeir voru í fyrir bankahrun og áætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Vextir færu þá í 15 prósentustig, myndu lækka um 300 punkta. „Ég sé engin rök fyrir því að halda vöxtum háum. Miðað við allan þann samdrátt sem væntanlegur er í kerfinu þarf að lækka stýrivexti strax og í samræmi við það sem er í öðrum löndum. Gjaldeyrismarkaðurinn er í höftum og engin rök að finna þar fyrir háu vaxtastigi." Að auki bendir Ásgeir á að ekki sé hægt að ráðast í alvöru aðgerðir til að bregðast hér við skuldum heimila og fyrirtækja fyrr en við lægra stýrivaxtastig. „Lægri vextir eru algjör forsenda þess að hægt sé að taka á þeim málum og lækka greiðslubyrðina. Fyrir mér er í raun óskiljanlegt af hverju er ekki þegar búið að lækka vextina." Í annan stað segir Ásgeir fjármálastjórnun ríkisins koma til með að verða mun auðveldari við lægra stýrivaxtastig. „Stóran hluta af vaxtakostnaði ríkissjóðs má að stórum hluta til rekja til sjálfskaparvítis vegna þess ríkið ákvað að hækka vexti upp í núverandi hæðir. Þar með talið vaxtagreiðslur af erlendum innstæðum sem hér eru í kerfinu." Mjög hröð vaxtalækkun segir Ásgeir að muni létta á þeim þrýstingi sem ríkið finnur fyrir. „Fyrst ekki var tekin ákvörðun um að opna fyrir gjaldeyrishöftin er ekkert annað í spilunum en lækka vexti mjög hratt." Ásgeir kveðst jafnframt taka undir sjónarmið í þá veru að þegar horft sé til raunvaxtastigs sé eðlilegast að miða við væntingar um verðbólgu, en ekki verðbólgu liðinna tíma. Trúverðugleika Seðlabankans segir hann minna mál við þessar aðstæður þegar Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sé í raun við stýrið við stjórn efnahagsmála. „Auk þess á ég bágt með að skilja hvaða trúverðugleiki fengist með því að lækka ekki vexti hratt." Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira
Á næstu vikum ætti að lækka hér stýrivexti um allt að 400 punkta (fjögur prósentustig), samkvæmt áliti skuggabankastjórnar Markaðarins. Seðlabanki Íslands tilkynnir á morgun, fimmtudag, um stýrivaxtaákvörðun sína, þá fyrstu eftir að ný lög um Seðlabankann tóku gildi og þar voru gerðar breytingar á yfirstjórn. Skuggabankastjórnin leggur til hratt vaxtalækkunarferli með umtalsverðri lækkun strax í upphafi. Um leið er lögð áhersla á markvissa efnahagsstjórn sem miði að því að koma í veg fyrir að ríkið lendi í skuldakreppu. Þá sé mikilvægt fyrir Seðlabanka Íslands að láta af því að horfa til verðbólgu síðustu 12 mánaða þegar teknar eru ákvarðanir um stýrivexti, enda sé hér nú allt annað hagkerfi en var þá. Bankinn eigi fremur að nota eigin verðbólguspá sem grunn í spá um raunstýrivexti. Jafnframt telur skuggabankastjórnin að ný peningastefnunefnd megi ekki fara of varfærnislega af stað í lækkunarferlinu. Hér hafi áður gengið vel á tímum þjóðarsáttarinnar að keyra í gegn hraða lækkun stýrivaxta og hratt lækkunarferli sé mjög mikilvægt. Hættan sé sú að í umhverfi þar sem vextir séu mjög háir og almennt sé búist við lækkun verði uppi almenn biðstaða meðan beðið er lækkunarinnar. Hratt vaxtalækkunarferli sé þannig ein af forsendum þess að kerfið fari aftur af stað. Um leið telur skuggabankastjórnin að sem allra fyrst þurfi að finna framtíðarlausn í gjaldmiðlamálum þjóðarinnar, ekki verði til lengdar búið við það óvissuástand sem uppi sé í gjaldeyris- og peningamálum. Verja þarf raunhagkerfiðEdda Rós Karlsdóttir„Ég tel forsendur til að lækka vexti nú - og vaxtalækkunin eigi að vera umtalsverð. Það er svo matsatriði hver lækkunin á nákvæmlega að vera í tölum. Að öllu athuguðu er mín skoðun sú að stýrivextina eigi að lækka um fjögur prósentustig, úr 18 prósentum í 14 prósent," segir Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar. Hann segir rökin fyrir umtalsverðri lækkun nú felast í gjörbreyttum aðstæðum í efnahagslífinu. „Kreppa hefur tekið við af þenslu. Umsvif og velta í efnahagslífinu hafa snarminnkað. Í því sambandi nægir að benda á kortaveltu, innflutning og húsnæðismarkaðinn. Þá hefur mikill vöruskiptahalli snúist í verulegan afgang, atvinnuleysi hefur margfaldast og rauntekjur heimila dregist meira saman en dæmi eru um. Loks sækja að atvinnulífi og fyrirtækjum meiri erfiðleikar en frá því á kreppuárunum á fjórða áratug síðustu aldar. Við þessar aðstæður er verðbólga engin ógn heldur hættan á því að framleiðslugeta hagkerfisins skaðist til langframa. Brýnasta verkefnið er því að verja raunhagkerfið, á því hvíla lífskjörin til framtíðar. Háir vextir áfram geta að mínu viti teflt í tvísýnu framleiðslugetu hagkerfisins og torveldað mjög endurreisn þess." Þórður segist ekki í nokkrum vafa um að vaxtalækkun við þessar aðstæður sé besta leiðin til að örva hagkerfið. „Vara verður við almennum aðgerðum í ríkisfjármálum í þessu skyni. Þeim mun veikari sem staða ríkissjóðs verður gerð þeim mun meiri líkur eru á því að við festumst í sjálfheldu hárra vaxta um langa hríð." Þórður segir þá sem vilja halda vöxtum óbreyttum eða fara varlega í vaxtalækkun einkum benda á tvennt. Annars vegar að veruleg lækkun vaxta kunni að veikja krónuna og fyrir vikið valda aukinni verðbólgu. „Ég hygg að þessi hætta sé ofmetin - og þótt krónan veiktist eitthvað tímabundið væri skaðinn sem af því leiddi sennilega miklu minni en af áframhaldandi hávaxtastefnu," segir hann. Hins vegar sé gjarnan bent á að tólf mánaða verðbólga sé nú 17,6 prósent og ekki gangi að hafa raunvexti neikvæða. „Þetta er bábilja að mínu viti. Það er fráleitt að miða við verðbólgu tólf mánuði aftur í tímann þegar aðstæður eru jafn ólíkar og dagur og nótt," segir Þórður Friðjónsson og telur að öllu samanlögðu brýnt að stýrivextir verði lækkaðir umtalsvert við núverandi aðstæður og þær horfur sem blasi við í efnahagslífinu. Gjaldeyris- og peningamálum komið í varanlega skipanÞórður FriðjónssonÓlafur Ísleifsson, lektor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík, bendir á að vaxtaákvörðunin á morgun sé hin fyrsta frá því ný lög um Seðlabankann tóku gildi. „Samkvæmt þeim skal opinberlega birta fundargerðir peningastefnunefndar og gera grein fyrir ákvörðunum nefndarinnar og forsendum þeirra. Vænta verður að upplýsingagjöf í þessu efni verði hin vandaðasta," segir hann og kveður meginverkefni peningastefnunefndar vera að ákveða myndarlega lækkun stýrivaxta nú þegar og leggja fram áætlun um frekari lækkun vaxta á komandi tíð. „Engar forsendur eru fyrir hinum ofurháu vöxtum sem hvergi eru hærri innan OECD en hér á landi. Naumast þarf 18 prósenta stýrivexti til að styðja við gengi krónunnar þegar hún liggur í gjaldeyrishafti. Ekki verður séð að 18 prósenta stýrivexti þurfi til að halda aftur af verðbólgu þegar eldsneyti hennar virðist þrotið. Verðbólgan kann og að vera ofmetin í ljósi þess að makaskipti og falskt verð á fasteignamarkaði koma í veg fyrir að verðbólgan mælist rétt í þessu tilliti. Önnur lönd hafa beitt sér gegn kreppunni með verulegri lækkun stýrivaxta sem víðast hvar liggja á bilinu núll til tvö prósent." Um leið bendir Ólafur á að enda þótt vextirnir hér séu út úr korti og þurfi að lækka umtalsvert sé Seðlabankinn í þeirri aðstöðu að þurfa að endurvinna sér trúverðugleika. Þetta kunni að setja honum hömlur í að ganga jafn fast fram við vaxtalækkanir og tilefni væri til. Hann segir þess jafnframt að vænta að Seðlabankinn eigi hlut að viðræðum við eigendur krónubréfa með það að markmiði að viðunandi jafnvægi ríki milli hagsmuna þessara aðila og innlends gjaldeyrismarkaðar. „Nýr bankastjóri Seðlabankans lýsti því sem meginmarkmiði að styrkja gengi krónunnar og slíkar viðræður sýnast nauðsynlegar til að skapa skilyrði fyrir því að svo verði. Um leið fælu þær í sér nauðsynlegan undirbúning á afnámi gjaldeyrishafta," segir Ólafur Ísleifsson og kveður nýja peningastefnunefnd Seðlabankans hljóta að leggja fram greinargerð um aðgerðir á starfssviði sínu til að tryggja að atvinnulífið búi við viðunandi starfsskilyrði í krónuhagkerfinu og þangað til takist að koma á nýrri varanlegri skipan gjaldeyris- og peningamála. Skortur á skýrri sýn um þá framtíðarskipan segir hann vera akkillesarhæl þeirrar efnahagsstefnu sem unnið sé eftir í samstarfi ríkisins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Nauðsyn á ábyrgri efnahagsstjórnÓlafur ÍsleifssonEdda Rós Karlsdóttir, hagfræðingur í Nýja-Landsbankanum, segir að vegna gjaldeyris- og bankakreppunnar þurfi vaxtaákvörðunin nú annars vegar að taka mið af mjög versnandi efnahagshorfum, og hins vegar af hættunni á fjármagnsflótta úr landi - en slíkur flótti gæti magnað efnahagskreppuna enn meira. „Hingað til hafa þessir tveir þættir togast á í vaxtaákvörðunum Seðlabankans - en það hefur nú breyst," segir hún. Umfang efnahagskreppunnar segir Edda Rós hins vegar slíkt að vaxtalækkun sé nauðsynleg. „Atvinnulífið ræður ekki við núverandi vaxtastig og störf munu glatast að óþörfu auk þess sem háir innlendir vextir tefja fyrir því að skuldir heimila og fyrirtækja verði færðar úr erlendri mynt yfir í íslenskar krónur. Gjaldeyrisáhættan í kerfinu er gríðarleg og nauðsynlegt er að ráðast í umfangsmiklar skuldbreytingar til að draga úr henni." Hröð lækkun verðbólgunnar og tiltölulega stöðugt gengi krónunnar segir Edda Rós valda því að hægt sé að lækka stýrivexti án þess að raunvextir lækki niður fyrir raunvexti í viðskiptalöndunum. „Hættan á fjármagnsflótta er því ekki söm og áður, jafnvel þótt vextir verði lækkaðir töluvert. Samkomulag Seðlabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um að viðhalda gjaldeyrishöftum dregur auk þess úr líkum á fjármagnsflótta í bráð, en ég vara eindregið við að í stjórn efnahagsmála styðji Seðlabankinn sig við höftin til lengdar. Haftabúskapur er að mínu mati fullreyndur, bæði hér á landi og í gömlu ráðstjórnarríkjunum, en hann skaðar efnahagslífið stórkostlega til lengri tíma." Edda Rós segir því meðal mikilvægustu verkefna Seðlabankans að útfæra tillögur um afnám hafta í áföngum. Ábyrg stjórn ríkisfjármála sé óaðskiljanlegur hluti af þeirri vegferð. „Ég legg til að vextir verði lækkaðir um 150 punkta á fimmtudaginn. Ef gengi krónunnar helst tiltölulega stöðugt og vísitala neysluverðs hækkar lítið í mars, þá kemur til greina að lækka vexti um 150 til 200 punkta til viðbótar strax um næstu mánaðamót og taka mjög stór skref eftir það. Hraði og stærð vaxtalækkana mun þó meðal annars ráðast af aðgerðum í ríkisfjármálum og efnahagsmálum almennt. Ábyrg efnahagsstjórn er nauðsynleg til að koma í veg fyrir óbærilega skuldasöfnun ríkissjóðs og flótta einstaklinga og fyrirtækja úr landi. Umsókn um aðild að Evrópusambandinu mun auka trúverðugleika ábyrgrar efnahagsáætlunar, greiða fyrir vaxtalækkunum og viðreisn efnahagslífsins," segir Edda Rós Karlsdóttir. Ríkið í sjálfskaparvítiÁsgeir JónssonÁsgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar Nýja-Kaupþings, segist vilja hverfa með stýrivexti aftur í það stig sem þeir voru í fyrir bankahrun og áætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Vextir færu þá í 15 prósentustig, myndu lækka um 300 punkta. „Ég sé engin rök fyrir því að halda vöxtum háum. Miðað við allan þann samdrátt sem væntanlegur er í kerfinu þarf að lækka stýrivexti strax og í samræmi við það sem er í öðrum löndum. Gjaldeyrismarkaðurinn er í höftum og engin rök að finna þar fyrir háu vaxtastigi." Að auki bendir Ásgeir á að ekki sé hægt að ráðast í alvöru aðgerðir til að bregðast hér við skuldum heimila og fyrirtækja fyrr en við lægra stýrivaxtastig. „Lægri vextir eru algjör forsenda þess að hægt sé að taka á þeim málum og lækka greiðslubyrðina. Fyrir mér er í raun óskiljanlegt af hverju er ekki þegar búið að lækka vextina." Í annan stað segir Ásgeir fjármálastjórnun ríkisins koma til með að verða mun auðveldari við lægra stýrivaxtastig. „Stóran hluta af vaxtakostnaði ríkissjóðs má að stórum hluta til rekja til sjálfskaparvítis vegna þess ríkið ákvað að hækka vexti upp í núverandi hæðir. Þar með talið vaxtagreiðslur af erlendum innstæðum sem hér eru í kerfinu." Mjög hröð vaxtalækkun segir Ásgeir að muni létta á þeim þrýstingi sem ríkið finnur fyrir. „Fyrst ekki var tekin ákvörðun um að opna fyrir gjaldeyrishöftin er ekkert annað í spilunum en lækka vexti mjög hratt." Ásgeir kveðst jafnframt taka undir sjónarmið í þá veru að þegar horft sé til raunvaxtastigs sé eðlilegast að miða við væntingar um verðbólgu, en ekki verðbólgu liðinna tíma. Trúverðugleika Seðlabankans segir hann minna mál við þessar aðstæður þegar Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sé í raun við stýrið við stjórn efnahagsmála. „Auk þess á ég bágt með að skilja hvaða trúverðugleiki fengist með því að lækka ekki vexti hratt."
Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira