Fleiri fréttir

Lánshæfismat ríkisins fer hríðversnandi

Lánshæfismat ríkisins hefur nú hríðversnað á undaförnum vikum sem er til marks um gjörbreytta stöðu ríkissjóðs sem hefur á skömmum tíma farið frá því að vera nánast skuldlaus í að vera einn sá skuldugasti meðal OECD ríkja.

Krónan veikist um 0,7 prósent

Gengi krónunnar hefur veikst um 0,7 prósent frá því gjaldeyrisviðskipti hófust í morgun og stendur gengisvísitalan nú í 204,5 stigum, samkvæmt gjaldeyrisborði Kaupþings. Gengisskráning krónunnar hefur verið nokkuð á reiki eftir að gjaldeyrishöft voru samþykkt á Alþingi fyrir hálfum mánuði og nokkur gengi í gangi á gjaldeyrismörkuðum.

Moody´s lækkar lánshæfi Orkuveitunnar

Matsfyrirtækið Moody's hefur gefið Orkuveitu Reykjavíkur lánshæfiseinkunnina Baa1. Það er lækkun frá fyrri einkunn Orkuveitu Reykjavíkur og er hún í samræmi við breytingu Moody's á lánshæfismati ríkissjóðs. Horfur eru taldar neikvæðar.

Century Aluminum fellur um rúm sjö prósent

Gengi hlutabréfa í Century Aluminum, móðurfélagi Norðuráls, skall niður um 7,62 prósent við upphaf viðskipta í Kauphöllinni í dag og stendur gengi bréfa í félaginu í 1.030 krónum á hlut. Á eftir fylgdir gengi bréfa í Bakkavör, sem féll um 4,79 prósent og í Straumi, sem féll um 4,76 prósent.

Landsframleiðslan dróst saman um 0,8% að raungildi

Landsframleiðsla er talin hafa dregist saman um 0,8% að raungildi á 3. fjórðungi ársins 2008 frá sama fjórðungi árið áður. Á sama tíma má ætla að þjóðarútgjöld hafi dregist saman um tæplega 10% þar sem einkaneysla dróst saman um tæplega 7% og fjárfesting um tæplega 28%.

Áldrifin endurreisn Íslands gæti tafist að mati Fitch

Matsfyrirtækið Fitch Ratings telur að áætlanir íslenskra stjórnvalda um áldrifna endurreisn Íslands muni líklega taka lengri tíma en stjórnvöld telja. Hækkandi álverð og þar með útflutningsverðmæti landsins eru lykilatriði í áætlunum stjórnvalda en raunveruleikinn verður annar.

Fasteignaverð fjarri jafnvægi

Til þess að fasteignaverð nái hér jafnvægi á ný þarf það að lækka um 25 til 30 prósent á næstu þremur árum. Er þá miðað við að laun hækki á sama tíma um 10 til 15 prósent.

Exista hækkaði um 20 prósent

Gengi hlutabréfa í Existu endaði í tuttugu prósenta plús og sex aurum á hlut eftir nokkrar sveiflur. Þegar best lét í byrjun dags rauk það upp um 100 prósent, úr fimm aurum í tíu.

Finna lausnir á lausafjárvanda

Einar Sigurðsson forstjóri Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, segir að félagið sé núna að móta það vinnulag sem haft verður á því að leita eftir nýju hlutafé á næstu dögum og vikum. Eins og komið hefur fram í fréttum er staða félagins erfið. Unnið er að því nú að fá nýtt hlutafé inn í félagið og hefur töluverður hópur fólks sýnt félaginu áhuga.

Al-Thani lítur á fjárfestingu sína í Kaupþingi sem glatað fé

Sheik Mohammed Bin Khalifa Al-Thani lítur á 25,5 milljarða kr. fjárfestingu sína í Kaupþingi sem glatað fé. Að sögn Telmu Halldórsdóttur talsmanns Q Iceland Finance mun Al-Thani hafa greitt fyrir 5% eignarhlut sinn í Kaupþingi með reiðufé og mjög tryggum veðum í eignum sínum erlendis.

Ríkissjóður þarf að greiða út 50 milljarða kr. á morgun

Ríkissjóður þarf að öllum líkindum að greiða út yfir 50 milljarða kr. á morgun vegna gjalddaga ríkisbréfa. Erlendir fjárfestar geta væntanlega á sama tíma keypt gjaldeyri fyrir upphæð sem samsvarar vaxtagreiðslum til þeirra, og gætu þau kaup hlaupið á 6-8 milljörðum króna.

Björn Bjarnason segir gagnsæi skorta í störfum FME

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segir að gagnsæi skorti í störfum Fjármálaeftirlitsins (FME). Þetta kemur fram á vefsíðu Björns í dag. Þar er ráðherran að fjalla um frumvarp sitt um sérstakan saksóknara til að rannsaka bankahrunið.

Exista hækkar um 100 prósent

Gengi hlutabréfa í Existu rauk úr fimm aurum í tíu í tveimur viðskiptum upp á 50 þúsund krónur í fyrstu viðskiptunum í Kauphöllinni í dag. Það jafngildir 100 prósenta hækkun. Þá hækkaði gengi bréfa í Century Aluminum um 8,78 prósent, Straums um 1,75 prósent og Bakkavarar um 0,56 prósent.

Dræm þátttaka í útboði ríkisbréfa

Tilboðum að upphæð 11,5 milljörðum króna að nafnverði var tekið í útboði á nýjum flokki ríkisbréfa sem fram fór í gærdag hjá Seðlabanka Íslands. Fyrirfram var búist við meiri þátttöku.

Bjarni hættur hjá N1 til að einbeita sér að stjórnmálum

Bjarni Benediktsson hefur látið af stjórnarformennsku í félögunum N1 og BNT til að geta helgað stjórnmálunum krafta sína. Þetta kemur fram í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Bjarni hefur verið orðaður við framboð til forystu í Sjálfstæðisflokknum á landsfundi flokksins í janúar.

Exista fallið í fimm aura á hlut

Gengi hlutabréfa í Existu féll um 64,29 prósent í dag og endaði í fimm aurum á hlut. Gengi bréfa í félaginu, sem fór úr níu vikna salti Fjármálaeftirlitsins í gær og verður tekið af markaði á föstudag, hefur aldrei verið lægra.

Ernst & Young taki við Glitni

Eins og greint var frá fyrr í dag hefur endurskoðunarfyrirtækið KPMG sagt sig frá úttekt á framkvæmd reglna um innra eftirlit í tengslum við yfirtöku ríkisins á Glitni. Í tilkynningu frá skilanefnd Glitnis banka hf., segir að tekin hafi verið ákvörðun, í samráði við Fjármálaeftirlitið, um að taka upp viðræður við endurskoðunarfyrirtækið Ernst & Young hf. um að þeir taki verkið yfir og ljúki því eins fljótt og verða má.

KPMG segir sig frá rannsókn á Glitni

Endurskoðunarfyrirtækið KPMG hefur óskað eftir því við skilanefnd Glitnis að það verði leyst undan því verkefni að rannsaka gamla Glitni í aðdraganda bankahrunsins. Gagnrýni hefur komið fram um að KPMG sé vanhæft í rannsókninni þar sem margir af helstu eigendum Glitnis hafi verið í viðskiptum við KPMG. Þessu hafnar fyrirtækið en segir ljóst að vinnufriður verði aldrei nægjanlegur og hætta sé á að allar niðurstöður verði gerðar tortryggilegar.

Vatn Jóns í evrópskar einkaþotur

Fyrirtæki Jóns Ólafssonar, Icelandic Water Holdings, hefur gert þriggja ára samning við þotuleiguna NetJets Europe, um sölu á Iceland Glacial vatni sínu í vélar félagsins.

Bakkavör hækkar - Exista fellur

Gengi hlutabréfa í Bakkavör hækkaði um 2,27 prósent í byrjun dags í Kauphöllinni og Straums um 0,68 prósent. Á sama tíma féll verðmæti bréfa í Existu úr 14 aurum í 10, eða um rúm 28 prósent.

Lánuðu sjálfum sér

Nítján svonefndar stórar áhættuskuldbindingar voru hjá stóru bönkunum þremur, um síðustu áramót. Heildarfjárhæð þessara skuldbindinga var ríflega 930 milljarðar króna og um 95 prósent af eiginfjárgrunni bankanna.

Miðlað af reynslu Svía

„Lærdómur Svía af fjármálakreppu tíunda áratugarins – byrðunum dreift og nýjar vonir vaktar,“ nefnist fyrirlestur sem Göran Persson fyrrum forsætisráðherra Svíþjóðar, heldur í hátíðasal Háskóla Íslands klukkan 12 í dag.

Innlausn sjóða enn frestað

„Þar sem tímabundin stöðvun viðskipta með alla fjármálagerninga útgefna af SPRON er enn í gildi, er innlausnum hlutdeildarskírteina í tveimur sjóðum gamla Glitnis áfram frestað,“ segir í tilkynningu bankans.

Alþingi samþykkti upprunalega áætlun um Icesave

Alþingi samþykkti á föstudag þingsályktun sem heimilar ríkisstjórninni að ganga til samninga um Icesave málið. Forsenda þeirra viðræðna er að Íslendingar ábyrgist innistæður á reikningum upp að 20.887 evrum á hvern reikning. Málið tengist náið efnahagsaðstoð frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og ýmsum þjóðum. En sem kunnugt er fékkst sú aðstoð ekki fyrr en Icesave málinu var landað.

Bakkabræður forðuðu þroti Existu

Allir núverandi hluthafar Existu fá að vera með í forgangsréttarútboði félagsins á næsta ári. Heimild til hlutafjáraukningar verður lögð fyrir hluthafafund félagsins fyrir áramót.

Heilræði Schraders eiga sérstakt erindi nú

Þýskættaður Bandaríkjamaður að nafni George H. F. Schrader eyddi hér síðustu þremur árum ævi sinnar áður en hann fyrirfór sér árið 1915, aðeins 57 ára gamall. Schrader bjó á Akureyri og sinnti margvíslegu menningar- og uppbyggingarstarfi. Hann skrifaði bók um hesta og aðra þar sem hann deildi fróðleik sínum úr heimi viðskiptanna í Bandaríkjunum. Sú bók heitir „Heilræði fyrir unga menn í verzlun og viðskiftum“ og er nýkomin út í þriðju útgáfu.

Stendur sterkt og á 140 milljónir punda hjá Nýja Kaupþingi

Bakkavör á 140 milljónir punda hjá Nýja Kaupþingi banka og stendur sterkt samkvæmt tilkynningu frá stjórn Bakkavör Group. Þar kemur fram að rekstur félagsins sé arðbær, sjóðsmyndun sterk og félagið njóti góðra tengsla við bæði viðskiptavini og birgja og viðskiptakjör milli aðila séu eðlileg.

Sjá næstu 50 fréttir