Líkur á dómsmáli kröfuhafa bankanna Ingimar Karl Helgason skrifar 17. desember 2008 00:01 „Kröfuhafarnir hafa verið óánægðir yfir því að eignir skyldu vera teknar úr gömlu bönkunum og eingöngu innlán á móti. Síðan eigi að meta eignirnar nú, þegar verðið er með lægsta móti og gefa út handa þeim skuldabréf. En það er í raun eins og lögin eru í augnablikinu," segir Árni Tómasson, formaður skilanefndar Glitnis. Hann ræddi við kröfuhafa í gamla Glitni á dögunum. Þar var meðal annars rætt um að kröfuhafarnir fengju eignarhlut í nýju bönkunum á móti kröfum sínum. „Þá yrðu þeir eigendur og enda þótt verðmatið yrði ekki rétt í upphafi, þá leiðréttist það síðar í gegnum eignarhlut þeirra," segir Árni. Hann bætir því við að ríkisvaldið þurfi að ákveða hvað gert verði. „Hættan er sú að ef þeir fá engan eignarhlut, eða eiga ekki kost á því, hvort sem þeir vilja það eða ekki, þá eru meiri líkur á að þeir láti reyna á lagasetninguna." Fram hefur komið að leggja þurfi nýju bönkunum til 385 milljarða króna í eigið fé. Ekki hefur enn komið fram nákvæmlega hvaðan þeir peningar eiga að koma, en í bréfi til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins kemur fram að gefa eigi út ríkisskuldabréf sem verði lagt fram fyrir febrúar á næsta ári. Síðan sé áformað að selja eiginfjárframlag ríkisins um leið og jafnvægi kemst á og markaðsskilyrði leyfa. Úr fjármálaráðuneytinu fást þær upplýsingar að óvíst sé að ríkið þurfi að fara í sérstakar aðgerðir til að láta bönkunum í té nýtt eigið fé. Ríkið eigi „digra sjóði í Seðlabankanum" eins og heimildarmaður orðar það. Þá sé ekki útilokað að erlendir kröfuhafar eignist hluta í bönkunum og leggi þeim þannig til eigið fé. Samkvæmt yfirliti Seðlabankans átti ríkið ríflega 163 milljarða króna á viðskiptareikningi í bankanum um síðustu mánaðamót. „Kröfuhafarnir hafa sýnt takamarkaðan áhuga á að koma inn með nýja peninga," segir Árni Tómasson. „Ég geri ráð fyrir að ríkið vilji reyna að takmarka eins og unnt er þá fjármuni sem það þarf að setja inn í nýju bankana, með hliðsjón af öllum öðrum skuldbindingum ríkissjóðs um þessar mundir. Ef núverandi lánardrottnar eða nýir aðilar eru reiðubúnir að setja nýja fjármuni inn í nýju bankana, myndi ég ætla að ríkið skoðaði slíka aðkomu mjög vel." Markaðir Viðskipti Mest lesið Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
„Kröfuhafarnir hafa verið óánægðir yfir því að eignir skyldu vera teknar úr gömlu bönkunum og eingöngu innlán á móti. Síðan eigi að meta eignirnar nú, þegar verðið er með lægsta móti og gefa út handa þeim skuldabréf. En það er í raun eins og lögin eru í augnablikinu," segir Árni Tómasson, formaður skilanefndar Glitnis. Hann ræddi við kröfuhafa í gamla Glitni á dögunum. Þar var meðal annars rætt um að kröfuhafarnir fengju eignarhlut í nýju bönkunum á móti kröfum sínum. „Þá yrðu þeir eigendur og enda þótt verðmatið yrði ekki rétt í upphafi, þá leiðréttist það síðar í gegnum eignarhlut þeirra," segir Árni. Hann bætir því við að ríkisvaldið þurfi að ákveða hvað gert verði. „Hættan er sú að ef þeir fá engan eignarhlut, eða eiga ekki kost á því, hvort sem þeir vilja það eða ekki, þá eru meiri líkur á að þeir láti reyna á lagasetninguna." Fram hefur komið að leggja þurfi nýju bönkunum til 385 milljarða króna í eigið fé. Ekki hefur enn komið fram nákvæmlega hvaðan þeir peningar eiga að koma, en í bréfi til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins kemur fram að gefa eigi út ríkisskuldabréf sem verði lagt fram fyrir febrúar á næsta ári. Síðan sé áformað að selja eiginfjárframlag ríkisins um leið og jafnvægi kemst á og markaðsskilyrði leyfa. Úr fjármálaráðuneytinu fást þær upplýsingar að óvíst sé að ríkið þurfi að fara í sérstakar aðgerðir til að láta bönkunum í té nýtt eigið fé. Ríkið eigi „digra sjóði í Seðlabankanum" eins og heimildarmaður orðar það. Þá sé ekki útilokað að erlendir kröfuhafar eignist hluta í bönkunum og leggi þeim þannig til eigið fé. Samkvæmt yfirliti Seðlabankans átti ríkið ríflega 163 milljarða króna á viðskiptareikningi í bankanum um síðustu mánaðamót. „Kröfuhafarnir hafa sýnt takamarkaðan áhuga á að koma inn með nýja peninga," segir Árni Tómasson. „Ég geri ráð fyrir að ríkið vilji reyna að takmarka eins og unnt er þá fjármuni sem það þarf að setja inn í nýju bankana, með hliðsjón af öllum öðrum skuldbindingum ríkissjóðs um þessar mundir. Ef núverandi lánardrottnar eða nýir aðilar eru reiðubúnir að setja nýja fjármuni inn í nýju bankana, myndi ég ætla að ríkið skoðaði slíka aðkomu mjög vel."
Markaðir Viðskipti Mest lesið Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira