Fleiri fréttir Enn einn rauður dagur í kauphöllinni Dagurinn varð enn einn rauður dagur í kauphöllinni. Úrvalsvísitalan lækkaði um 1,27% og stendur nú í rúmum 3.801 stigi. 17.9.2008 16:08 Krónan aldrei veikari Gengi krónunnar hefur fallið um tæp tvö prósent í dag og hefur hún aldrei nokkru sinni verið veikari. 17.9.2008 12:31 Geir töluvert bjartsýnni á verðbólguþróun en greiningardeildir Geir Haarde forsætisráðherra er töluvert bjartsýnni á verðbólguþróunina á næsta ári en greiningardeildir Landsbankans og Glitnis. Geir segir í samtali við Reuters í London í gær að hann telji að verðbólgan verði komin nálægt 2,5% um mitt næsta ár. 17.9.2008 11:05 Enn sekkur Eimskip Gengi hlutabréfa í Eimskipafélaginu hefur fallið um 6,7 prósent í dag og hljóðar nú verðmiðinn á bréf félagsins upp á 5,66 krónur á hlut. Bréfin hafa fallið um 35 prósent í vikunni. 17.9.2008 10:42 Century Aluminum hækkar mest í byrjun dags Gengi hlutabréfa í Century Aluminum, móðurfélagi álversins á Grundartanga, rauk upp um 8,5 prósent í fyrstu viðskiptum dagsins í Kauphöllinni. Á eftir fylgir gengi bréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum, sem fór upp um 5,95 prósent, og Spron, sem stökk upp um 3,33 prósent. 17.9.2008 10:10 Krónan næsta óbreytt Gengi íslensku krónunnar hefur veikst um 0,09 prósent í morgun og stendur gengisvísitalan í 171,5 stigum. Vísitalan endaði í 171,7 stigum í gær og hafði krónan aldrei verið veikari. 17.9.2008 09:52 Ár sameininga í íslensku fjármálalífi „Það er runnið upp ár samvinnu og sameininga í íslensku fármálalífi,“ sagði Ingólfur Bender forstöðumaður Greiningar Glitnis á opnum fundi um efnahagsmál í morgun. Ingólfur sagði að slík þróun væri hvoru tveggja eitthvað sem þörf væri á að ganga í gengnum og eitthvað sem væri að gerast í öllum umheiminum. Ingólfur sagði ólíklegt að stóru bankarnir þrír myndu sameinast. Það kallaði á fjármögnun sem væri ekki í boði. Hins vegar mætti vænta sameininga smærri fjármálafyrirtækja. 17.9.2008 09:27 Niðursveiflan verður út næsta ár að mati Glitnis Greiningardeild Glitnis gerir ráð fyrir að niðursveilfan hér á landi muni standa út næsta ár en að hagkerfið taki aftur við sér árið 2010. 17.9.2008 08:58 „Það tapaði enginn meiri peningum á þessu en ég“ 17.9.2008 00:01 XL Leisure hafnaði endurfjármögnun „XL fékk tilboð í endurfjármögnun um mitt síðasta sumar, en því var ekki tekið af því að menn töldu að betri kjör gætu fengist annars staðar. Skömmu síðar lokuðust allir lánsfjármagnsmarkaðir,“ segir Magnús Þorsteinsson, stjórnarformaður XL Leisure Group og fyrrverandi stjórnarformaður Eimskips. 17.9.2008 00:01 Nýsislán tekin að falla í gjalddaga Skuldbindingar Nýsis eru byrjaðar að falla í gjalddaga en fjárhagslegri endurskipulagningu er enn ólokið. 17.9.2008 00:01 „Persónulegar ástæður“ „Björgólfur Guðmundsson hefur aldrei komið nálægt flugrekstri,“ segir Ásgeir Friðgeirsson, talsmaður Björgólfsfeðga, í samtali við Markaðinn. Ásgeir bendir á að Björgólfur Guðmundsson hafi verið stór hluthafi í Eimskip frá árinu 2003 og til þess dags að félagið var selt Avion Group. 17.9.2008 00:01 Sjö hundruð manns sækja fund Glitnis um efnahagsmál Um 700 manns hafa skráð sig á fund Greiningar Glitnis um efnahagsmál, sem fer fram á Hilton Reykjavík Nordica í fyrramálið. Á fundinum mun Jón Bjarki Bentsson, hagfræðingur hjá Glitni, kynna nýja þjóðhagsspá bankans fyrir árin 2008-2011. 16.9.2008 17:23 Spáir því að stýrivextir verði 9-10% í lok næsta árs Greining Kaupþings spáir því að stýrivextir standi í 9-10% í lok ársins 2009. 16.9.2008 16:45 Greining Landsbankans spáir lítilsháttar lækkun á verðbólgu Greining Landsbankans spáir því að 12 mánaða verðbólga muni lækka í 14,3% í september samanborið við 14,5% í ágúst. 16.9.2008 16:40 Krónan veiktist minna en aðrar hávaxtamyntir „Mjög mikið rót hefur verið á fjármálamörkuðum. Gengi annarra hávaxtamynta hefur sömuleiðis lækkað mikið í gær og í dag, jafnvel ívið meira en krónan,“ segir Hjördís Vilhjálmsdóttir, hagfræðingur hjá Greiningu Glitnis. 16.9.2008 16:07 Atlantic Petroleum féll um rúm átta prósent Gengi hlutabréfa í Atlantic Petroleum féll um 8,5 prósent í Kauphöllinni í dag. Á eftir fylgdu Exista, sem fór niður um 7,1 prósent og Century Aluminum, móðurfélag álversins á Grundartanga, sem féll um 6,78 prósent. 16.9.2008 15:40 Segir Kaupþing ekki gera ráð fyrir að tapa á sænsku lánunum Jónas Sigurgeirsson, framkvæmdastjóri samskiptasviðs Kaupþings segir að Kaupþing gerir ekki ráð fyrir að tapa á útlánum sínum til sænskra sparifjáreigenda sem fjárfestu í skuldabréfum Lehman Brothers gegnum norska fjárfestingarfélagið Acta Kapitalförvalting. 16.9.2008 15:18 Gjaldþrot Lehman óþægilegt fyrir Milestone en breytir engu Gjaldþrot Lehman Brothers mun ekki hafa áhrif á skráningu Moderna á markað í Svíþjóð. Guðmundur Ólason forstjóri Milestone sem á Moderna segir að þótt málið sé óþægilegt fyrir þá, enda Lehman ráðgjafi við skráningu Moderna, standist allar áætlanir að öllu óbreyttu. 16.9.2008 14:44 Kaupþing lánaði fyrir Lehman-bréfum í Svíþjóð Kaupþing í Svíþjóð lánaði sparifjáreigendum þar í landi fyrir kaupum á skuldabréfum í Lehman Brothers. Að sögn sænskra fjölmiðla gætu sænskir sparifjáreigendur tapað einum milljarði skr. á bréfunum eða sem nemur tæpum 14 milljörðum kr. 16.9.2008 13:15 Stoðir draga sig að fullu út úr flugrekstri Stoðir, sem áður hét FL Group, hafa gengið frá sölu á nærri 35 prósenta eignarhlut sínum í Northern Travel Holding til Fons, eignarhaldsfélags Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Kristinssonar 16.9.2008 13:09 Hlutabréf í Eimskip lækka um nærri 50 prósent á þremur dögum Gengi hlutabréfa í Eimskipafélagi Íslands héldu áfram að falla í morgun. Hlutabréfin hafa lækkað um tæp 50 prósent frá því á föstudag. Staðan er alvarleg segir fyrrverandi stjórnarformaður. 16.9.2008 12:00 Verð sjávarafurða er í sögulegu hámarki Verð sjávarafurða hefur haldist hátt það sem af er ári og er nú í sögulegu hámarki, mælt í erlendri mynt . Hækkun síðustu tólf mánaða nemur 4,2% samkvæmt tölum Hagstofunnar. 16.9.2008 11:20 Verulega hefur dregið úr neyslu íslenskra heimila Verulega hefur dregið úr neyslu íslenskra heimila að undanförnu. Velta debetkorta í innlendri verslun að viðbættri kreditkortaveltu dróst saman um 14% í ágúst frá sama mánuði í fyrra, ef veltan er raunvirt með vísitölu neysluverðs án húsnæðis og gengisvísitölu, og fyrirtækjakort frátalin. 16.9.2008 11:12 Bakkavör lækkar mest í byrjun dags Gengi hlutabréfa í Bakkavör féll um 2,5 prósent þegar viðskiptadagurinn rann upp í Kauphöllinni í dag. Þetta er mesta lækkun dagsins. Á eftir fylgdu Straumur, sem fór niður um 1,59 prósent, Eimskipafélagið sem lækkaði um 1,42 prósent og Glitnir sem lækkaði um 1,18 prósent. Þá lækkaði gengi bréfa í Kaupþingi um 1,17 prósent og í Existu um 1,1 prósent. 16.9.2008 10:12 Gengisvísitala krónunnar í nýjum hæðum Gengi íslensku krónunnar hefur lækkað um rétt rúmt prósent í dag og stendur gengisvísitalan í 171,1 stigum. Vísitalan hefur aldrei verið hærri. 16.9.2008 09:20 deCODE féll um 19 prósent Gengi á hlutabréfum í deCode, móðurfélagi Íslenskrar erfðagreiningar, féll um 19 prósent á mörkuðum vestanhafs í gær og endaði í 69 sentum á hlut. Það hefur aldrei verið lægra en núna. 16.9.2008 07:54 Evrufylgi eykst Rösklega 55 prósent segjast vera mjög eða frekar hlynnt upptöku evru í stað krónunnar, samkvæmt könnun sem Gallup gerði fyrir Samtök iðnaðarins í ágúst. Liðlega 30 prósent eru mjög eða frekar andvíg því og rúm 14 prósent eru hvorki hlynnt né andvíg. 16.9.2008 07:51 Flýta viðræðum um samruna bankanna Erfiðleikar í rekstri margra af stærstu fjármálafyrirtækjum heims eru líklegir til að flýta fyrir því sem ýmsir telja nauðsynlegan samruna íslenskra fjármálafyrirtækja. 16.9.2008 04:00 Ólíklegt að hluthafar fái skaðabætur vegna meintra bókhaldssvika Ólíklegt er að hluthafar í Eimskipafélaginu geti gert kröfu um skaðabætur vegna meintra bókhaldssvika Excel Airways, sem síðar varð XL Leisure Group. 15.9.2008 18:39 Eimskipafélagið leiddi lækkun dagsins Gengi hlutabréfa í Eimskipafélaginu hafði fallið um 21 prósent þegar viðskiptadeginum lauk í Kauphöllinni lauk í dag. Þetta er mesta fall dagsins. Þá féll gengi bréfa í færeyska olíuleitarfélaginu 8,44 prósent og í löndum þeirra, Eik banka, um 6,86 prósent. 15.9.2008 15:36 Magnús Stephensen: Ömurleg lífsreynsla að lenda í svona gjaldþroti Magnús Stephensen hluthafi og stjórnarmaður í XL Leisure Group , sem varð gjaldþrota í síðustu viku, segist ekki óska neinum þess að ganga í gegnum gjaldþrot af þessari stærðargráðu því það sé ömurleg lífsreynsla. 15.9.2008 15:30 Gengi DeCode aldrei lægra Gengi hlutabréfa í DeCode, móðurfélagi Íslenskrar erfðagreiningar, hefur fallið um 20 prósent í þeim ólgusjó sem riðið hefur yfir bandaríska hlutabréfamarkaði í dag og situr nú í 68 sentum á hlut. Það hefur aldrei verið lægra. 15.9.2008 14:11 Úrvalsvísitalan fallin um 39 prósent frá áramótum Úrvalsvísitalan hefur fallið um rúm 39 prósent frá áramótum og hefur ekki verið lægri síðan um miðjan mars 2005. Þetta merkir að tveggja og hálfs árs gengishækkun er horfin úr Kauphöllinni. 15.9.2008 12:14 Ekki útilokað að lánakjör versni vegna nýjustu tíðinda í fjármálaheiminum Ekki er útilokað að lánskjör versni í millibankaviðskiptum og það skili sér í enn erfiðari aðgengi að lánsfjármagni fyrir almenning. 15.9.2008 12:10 Spáir áframhaldandi sviptingum á verðbréfamörkuðum Hlutabréf í Kauphöllinni hafa fallið um 3,5 prósent í dag eftir að tilkynnt var um gjaldþrot bandaríska fjárfestingabankans Lehman Brothers. Viðskiptabankarnir hafa allir fallið í verði og þá lækkuðu hlutabréf í Eimskipafélaginu um 25 prósent við opnun markaðar. Krónan hefur veikst um 2 prósent. Forstjóri Kauphallarinnar spáir áframhaldandi sviptingum á verðbréfamörkuðum. 15.9.2008 12:06 Fallhraðinn jókst í Kauphöllinni Fall hlutabréfa í Kauphöllinni jókst verulega þegar nær dró hádegi í dag. Gengi bréfa í Eimskipafélaginu hefur fallið um 18,75 prósent, Spron um 6,54 prósent, Exista um 5,23 prósent og gengi bréfa í Atlantic Petroleum um 5,2 prósent. 15.9.2008 12:04 Skuldatryggingarálag íslensku bankanna hækkar mikið Skuldatryggingarálag íslensku bankanna hækkaði mikið í morgun miðað við stöðuna fyrir helgi. Hlutfallslega hækkar álagið mest hjá Landsbankanum eða um 40%. 15.9.2008 10:59 Krónan rýfur 170 stiga múrinn Gengi krónunnar hefur fallið um rétt tæp tvö prósent í dag og stendur gengisvísitalan í 170,9 stigum. Vísitalan náði síðast viðlíka hæðum seint í júní. 15.9.2008 10:54 Eimskip fellur um 25 prósent Gengi hlutabréfa í Eimskipafélaginu féll um 25 prósent á fyrstu mínútunum í Kauphöllinni í dag. Hlutabréf í félaginu hefur fallið um rúm 58 prósent frá mánaðamótum. 15.9.2008 10:13 Straumur leiðir lækkanahrinu í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa í Straumi-Burðarási féll um 3,87 prósent í upphafi viðskiptadagsins í Kauphöllinni í dag. Þetta er mesta fall dagsins í þeirri alþjóðlegu niðursveiflu sem hefur einkennt gengi fjármálafyrirtækja á hlutabréfamarkaði í dag. 15.9.2008 10:06 Stjórn Eimskips tjáir sig ekki um málefni félagsins að sinni Stjórn Eimskips mun ekki tjá sig um málefni félagsins að sinni eða þar til innanhúsrannsókn þeirra er lokið. 15.9.2008 09:59 Gengisvísitalan svífur við methæðir Gengi krónunnar hefur lækkað um rétt rúm 1,3 prósent í dag og stendur gengisvísitalan í 169,8 stigum. 15.9.2008 09:44 Íslenskar eignir falla á Norðurlöndunum Verð hlutabréfa í Kaupþingi, sem skráð eru á markað í Nasdaq-OMX kauphöllina í Stokkhólmi í Svíþjóð, hefur fallið um fjögur prósent í dag. Þá hafa stórar eignir Kaupþings og Existu á Norðurlöndunum lækkað nokkuð í verði. 15.9.2008 09:24 Síminn hækkar verðið í dag Síminn hækkar gjaldskrá sína í dag og hækka nær allir liðir hennar nema svonefndar sparileiðir, sem Síminn hefur kynnt í auglýsingaherferð að undanförnu. 15.9.2008 07:45 Sjá næstu 50 fréttir
Enn einn rauður dagur í kauphöllinni Dagurinn varð enn einn rauður dagur í kauphöllinni. Úrvalsvísitalan lækkaði um 1,27% og stendur nú í rúmum 3.801 stigi. 17.9.2008 16:08
Krónan aldrei veikari Gengi krónunnar hefur fallið um tæp tvö prósent í dag og hefur hún aldrei nokkru sinni verið veikari. 17.9.2008 12:31
Geir töluvert bjartsýnni á verðbólguþróun en greiningardeildir Geir Haarde forsætisráðherra er töluvert bjartsýnni á verðbólguþróunina á næsta ári en greiningardeildir Landsbankans og Glitnis. Geir segir í samtali við Reuters í London í gær að hann telji að verðbólgan verði komin nálægt 2,5% um mitt næsta ár. 17.9.2008 11:05
Enn sekkur Eimskip Gengi hlutabréfa í Eimskipafélaginu hefur fallið um 6,7 prósent í dag og hljóðar nú verðmiðinn á bréf félagsins upp á 5,66 krónur á hlut. Bréfin hafa fallið um 35 prósent í vikunni. 17.9.2008 10:42
Century Aluminum hækkar mest í byrjun dags Gengi hlutabréfa í Century Aluminum, móðurfélagi álversins á Grundartanga, rauk upp um 8,5 prósent í fyrstu viðskiptum dagsins í Kauphöllinni. Á eftir fylgir gengi bréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum, sem fór upp um 5,95 prósent, og Spron, sem stökk upp um 3,33 prósent. 17.9.2008 10:10
Krónan næsta óbreytt Gengi íslensku krónunnar hefur veikst um 0,09 prósent í morgun og stendur gengisvísitalan í 171,5 stigum. Vísitalan endaði í 171,7 stigum í gær og hafði krónan aldrei verið veikari. 17.9.2008 09:52
Ár sameininga í íslensku fjármálalífi „Það er runnið upp ár samvinnu og sameininga í íslensku fármálalífi,“ sagði Ingólfur Bender forstöðumaður Greiningar Glitnis á opnum fundi um efnahagsmál í morgun. Ingólfur sagði að slík þróun væri hvoru tveggja eitthvað sem þörf væri á að ganga í gengnum og eitthvað sem væri að gerast í öllum umheiminum. Ingólfur sagði ólíklegt að stóru bankarnir þrír myndu sameinast. Það kallaði á fjármögnun sem væri ekki í boði. Hins vegar mætti vænta sameininga smærri fjármálafyrirtækja. 17.9.2008 09:27
Niðursveiflan verður út næsta ár að mati Glitnis Greiningardeild Glitnis gerir ráð fyrir að niðursveilfan hér á landi muni standa út næsta ár en að hagkerfið taki aftur við sér árið 2010. 17.9.2008 08:58
XL Leisure hafnaði endurfjármögnun „XL fékk tilboð í endurfjármögnun um mitt síðasta sumar, en því var ekki tekið af því að menn töldu að betri kjör gætu fengist annars staðar. Skömmu síðar lokuðust allir lánsfjármagnsmarkaðir,“ segir Magnús Þorsteinsson, stjórnarformaður XL Leisure Group og fyrrverandi stjórnarformaður Eimskips. 17.9.2008 00:01
Nýsislán tekin að falla í gjalddaga Skuldbindingar Nýsis eru byrjaðar að falla í gjalddaga en fjárhagslegri endurskipulagningu er enn ólokið. 17.9.2008 00:01
„Persónulegar ástæður“ „Björgólfur Guðmundsson hefur aldrei komið nálægt flugrekstri,“ segir Ásgeir Friðgeirsson, talsmaður Björgólfsfeðga, í samtali við Markaðinn. Ásgeir bendir á að Björgólfur Guðmundsson hafi verið stór hluthafi í Eimskip frá árinu 2003 og til þess dags að félagið var selt Avion Group. 17.9.2008 00:01
Sjö hundruð manns sækja fund Glitnis um efnahagsmál Um 700 manns hafa skráð sig á fund Greiningar Glitnis um efnahagsmál, sem fer fram á Hilton Reykjavík Nordica í fyrramálið. Á fundinum mun Jón Bjarki Bentsson, hagfræðingur hjá Glitni, kynna nýja þjóðhagsspá bankans fyrir árin 2008-2011. 16.9.2008 17:23
Spáir því að stýrivextir verði 9-10% í lok næsta árs Greining Kaupþings spáir því að stýrivextir standi í 9-10% í lok ársins 2009. 16.9.2008 16:45
Greining Landsbankans spáir lítilsháttar lækkun á verðbólgu Greining Landsbankans spáir því að 12 mánaða verðbólga muni lækka í 14,3% í september samanborið við 14,5% í ágúst. 16.9.2008 16:40
Krónan veiktist minna en aðrar hávaxtamyntir „Mjög mikið rót hefur verið á fjármálamörkuðum. Gengi annarra hávaxtamynta hefur sömuleiðis lækkað mikið í gær og í dag, jafnvel ívið meira en krónan,“ segir Hjördís Vilhjálmsdóttir, hagfræðingur hjá Greiningu Glitnis. 16.9.2008 16:07
Atlantic Petroleum féll um rúm átta prósent Gengi hlutabréfa í Atlantic Petroleum féll um 8,5 prósent í Kauphöllinni í dag. Á eftir fylgdu Exista, sem fór niður um 7,1 prósent og Century Aluminum, móðurfélag álversins á Grundartanga, sem féll um 6,78 prósent. 16.9.2008 15:40
Segir Kaupþing ekki gera ráð fyrir að tapa á sænsku lánunum Jónas Sigurgeirsson, framkvæmdastjóri samskiptasviðs Kaupþings segir að Kaupþing gerir ekki ráð fyrir að tapa á útlánum sínum til sænskra sparifjáreigenda sem fjárfestu í skuldabréfum Lehman Brothers gegnum norska fjárfestingarfélagið Acta Kapitalförvalting. 16.9.2008 15:18
Gjaldþrot Lehman óþægilegt fyrir Milestone en breytir engu Gjaldþrot Lehman Brothers mun ekki hafa áhrif á skráningu Moderna á markað í Svíþjóð. Guðmundur Ólason forstjóri Milestone sem á Moderna segir að þótt málið sé óþægilegt fyrir þá, enda Lehman ráðgjafi við skráningu Moderna, standist allar áætlanir að öllu óbreyttu. 16.9.2008 14:44
Kaupþing lánaði fyrir Lehman-bréfum í Svíþjóð Kaupþing í Svíþjóð lánaði sparifjáreigendum þar í landi fyrir kaupum á skuldabréfum í Lehman Brothers. Að sögn sænskra fjölmiðla gætu sænskir sparifjáreigendur tapað einum milljarði skr. á bréfunum eða sem nemur tæpum 14 milljörðum kr. 16.9.2008 13:15
Stoðir draga sig að fullu út úr flugrekstri Stoðir, sem áður hét FL Group, hafa gengið frá sölu á nærri 35 prósenta eignarhlut sínum í Northern Travel Holding til Fons, eignarhaldsfélags Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Kristinssonar 16.9.2008 13:09
Hlutabréf í Eimskip lækka um nærri 50 prósent á þremur dögum Gengi hlutabréfa í Eimskipafélagi Íslands héldu áfram að falla í morgun. Hlutabréfin hafa lækkað um tæp 50 prósent frá því á föstudag. Staðan er alvarleg segir fyrrverandi stjórnarformaður. 16.9.2008 12:00
Verð sjávarafurða er í sögulegu hámarki Verð sjávarafurða hefur haldist hátt það sem af er ári og er nú í sögulegu hámarki, mælt í erlendri mynt . Hækkun síðustu tólf mánaða nemur 4,2% samkvæmt tölum Hagstofunnar. 16.9.2008 11:20
Verulega hefur dregið úr neyslu íslenskra heimila Verulega hefur dregið úr neyslu íslenskra heimila að undanförnu. Velta debetkorta í innlendri verslun að viðbættri kreditkortaveltu dróst saman um 14% í ágúst frá sama mánuði í fyrra, ef veltan er raunvirt með vísitölu neysluverðs án húsnæðis og gengisvísitölu, og fyrirtækjakort frátalin. 16.9.2008 11:12
Bakkavör lækkar mest í byrjun dags Gengi hlutabréfa í Bakkavör féll um 2,5 prósent þegar viðskiptadagurinn rann upp í Kauphöllinni í dag. Þetta er mesta lækkun dagsins. Á eftir fylgdu Straumur, sem fór niður um 1,59 prósent, Eimskipafélagið sem lækkaði um 1,42 prósent og Glitnir sem lækkaði um 1,18 prósent. Þá lækkaði gengi bréfa í Kaupþingi um 1,17 prósent og í Existu um 1,1 prósent. 16.9.2008 10:12
Gengisvísitala krónunnar í nýjum hæðum Gengi íslensku krónunnar hefur lækkað um rétt rúmt prósent í dag og stendur gengisvísitalan í 171,1 stigum. Vísitalan hefur aldrei verið hærri. 16.9.2008 09:20
deCODE féll um 19 prósent Gengi á hlutabréfum í deCode, móðurfélagi Íslenskrar erfðagreiningar, féll um 19 prósent á mörkuðum vestanhafs í gær og endaði í 69 sentum á hlut. Það hefur aldrei verið lægra en núna. 16.9.2008 07:54
Evrufylgi eykst Rösklega 55 prósent segjast vera mjög eða frekar hlynnt upptöku evru í stað krónunnar, samkvæmt könnun sem Gallup gerði fyrir Samtök iðnaðarins í ágúst. Liðlega 30 prósent eru mjög eða frekar andvíg því og rúm 14 prósent eru hvorki hlynnt né andvíg. 16.9.2008 07:51
Flýta viðræðum um samruna bankanna Erfiðleikar í rekstri margra af stærstu fjármálafyrirtækjum heims eru líklegir til að flýta fyrir því sem ýmsir telja nauðsynlegan samruna íslenskra fjármálafyrirtækja. 16.9.2008 04:00
Ólíklegt að hluthafar fái skaðabætur vegna meintra bókhaldssvika Ólíklegt er að hluthafar í Eimskipafélaginu geti gert kröfu um skaðabætur vegna meintra bókhaldssvika Excel Airways, sem síðar varð XL Leisure Group. 15.9.2008 18:39
Eimskipafélagið leiddi lækkun dagsins Gengi hlutabréfa í Eimskipafélaginu hafði fallið um 21 prósent þegar viðskiptadeginum lauk í Kauphöllinni lauk í dag. Þetta er mesta fall dagsins. Þá féll gengi bréfa í færeyska olíuleitarfélaginu 8,44 prósent og í löndum þeirra, Eik banka, um 6,86 prósent. 15.9.2008 15:36
Magnús Stephensen: Ömurleg lífsreynsla að lenda í svona gjaldþroti Magnús Stephensen hluthafi og stjórnarmaður í XL Leisure Group , sem varð gjaldþrota í síðustu viku, segist ekki óska neinum þess að ganga í gegnum gjaldþrot af þessari stærðargráðu því það sé ömurleg lífsreynsla. 15.9.2008 15:30
Gengi DeCode aldrei lægra Gengi hlutabréfa í DeCode, móðurfélagi Íslenskrar erfðagreiningar, hefur fallið um 20 prósent í þeim ólgusjó sem riðið hefur yfir bandaríska hlutabréfamarkaði í dag og situr nú í 68 sentum á hlut. Það hefur aldrei verið lægra. 15.9.2008 14:11
Úrvalsvísitalan fallin um 39 prósent frá áramótum Úrvalsvísitalan hefur fallið um rúm 39 prósent frá áramótum og hefur ekki verið lægri síðan um miðjan mars 2005. Þetta merkir að tveggja og hálfs árs gengishækkun er horfin úr Kauphöllinni. 15.9.2008 12:14
Ekki útilokað að lánakjör versni vegna nýjustu tíðinda í fjármálaheiminum Ekki er útilokað að lánskjör versni í millibankaviðskiptum og það skili sér í enn erfiðari aðgengi að lánsfjármagni fyrir almenning. 15.9.2008 12:10
Spáir áframhaldandi sviptingum á verðbréfamörkuðum Hlutabréf í Kauphöllinni hafa fallið um 3,5 prósent í dag eftir að tilkynnt var um gjaldþrot bandaríska fjárfestingabankans Lehman Brothers. Viðskiptabankarnir hafa allir fallið í verði og þá lækkuðu hlutabréf í Eimskipafélaginu um 25 prósent við opnun markaðar. Krónan hefur veikst um 2 prósent. Forstjóri Kauphallarinnar spáir áframhaldandi sviptingum á verðbréfamörkuðum. 15.9.2008 12:06
Fallhraðinn jókst í Kauphöllinni Fall hlutabréfa í Kauphöllinni jókst verulega þegar nær dró hádegi í dag. Gengi bréfa í Eimskipafélaginu hefur fallið um 18,75 prósent, Spron um 6,54 prósent, Exista um 5,23 prósent og gengi bréfa í Atlantic Petroleum um 5,2 prósent. 15.9.2008 12:04
Skuldatryggingarálag íslensku bankanna hækkar mikið Skuldatryggingarálag íslensku bankanna hækkaði mikið í morgun miðað við stöðuna fyrir helgi. Hlutfallslega hækkar álagið mest hjá Landsbankanum eða um 40%. 15.9.2008 10:59
Krónan rýfur 170 stiga múrinn Gengi krónunnar hefur fallið um rétt tæp tvö prósent í dag og stendur gengisvísitalan í 170,9 stigum. Vísitalan náði síðast viðlíka hæðum seint í júní. 15.9.2008 10:54
Eimskip fellur um 25 prósent Gengi hlutabréfa í Eimskipafélaginu féll um 25 prósent á fyrstu mínútunum í Kauphöllinni í dag. Hlutabréf í félaginu hefur fallið um rúm 58 prósent frá mánaðamótum. 15.9.2008 10:13
Straumur leiðir lækkanahrinu í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa í Straumi-Burðarási féll um 3,87 prósent í upphafi viðskiptadagsins í Kauphöllinni í dag. Þetta er mesta fall dagsins í þeirri alþjóðlegu niðursveiflu sem hefur einkennt gengi fjármálafyrirtækja á hlutabréfamarkaði í dag. 15.9.2008 10:06
Stjórn Eimskips tjáir sig ekki um málefni félagsins að sinni Stjórn Eimskips mun ekki tjá sig um málefni félagsins að sinni eða þar til innanhúsrannsókn þeirra er lokið. 15.9.2008 09:59
Gengisvísitalan svífur við methæðir Gengi krónunnar hefur lækkað um rétt rúm 1,3 prósent í dag og stendur gengisvísitalan í 169,8 stigum. 15.9.2008 09:44
Íslenskar eignir falla á Norðurlöndunum Verð hlutabréfa í Kaupþingi, sem skráð eru á markað í Nasdaq-OMX kauphöllina í Stokkhólmi í Svíþjóð, hefur fallið um fjögur prósent í dag. Þá hafa stórar eignir Kaupþings og Existu á Norðurlöndunum lækkað nokkuð í verði. 15.9.2008 09:24
Síminn hækkar verðið í dag Síminn hækkar gjaldskrá sína í dag og hækka nær allir liðir hennar nema svonefndar sparileiðir, sem Síminn hefur kynnt í auglýsingaherferð að undanförnu. 15.9.2008 07:45