Viðskipti innlent

Evrufylgi eykst

MYND/365

Rösklega 55 prósent segjast vera mjög eða frekar hlynnt upptöku evru í stað krónunnar, samkvæmt könnun sem Gallup gerði fyrir Samtök iðnaðarins í ágúst. Liðlega 30 prósent eru mjög eða frekar andvíg því og rúm 14 prósent eru hvorki hlynnt né andvíg.

Fylgi við upptöku evru í stað krónunnar hefur aukist talsvert frá sambærilegri könnun í janúar og mun fleiri karlar eru því fylgjandi en konur. Athygli vekur að rétt tæpur helmingur Sjálfstæðismanna er því fylgjandi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×