Viðskipti innlent

Ólíklegt að hluthafar fái skaðabætur vegna meintra bókhaldssvika

Ólíklegt er að hluthafar í Eimskipafélaginu geti gert kröfu um skaðabætur vegna meintra bókhaldssvika Excel Airways, sem síðar varð XL Leisure Group.

Fjármálaeftirlitið rannsakaði ábendingar þess efnis á síðasta ári án þess að finna göng sem kölluðu á frekari aðgerðir.

Skýrt var frá því í fréttum í gær að endurkoðunarfyrirtækið KPMG í Bretlandi sætti sig ekki við að excel airways, sem síðar varð XL leisure group, seinkaði stórri greiðslu til þjónustuaðila í flugveitingum og rifti því samningi sínum við félagið.

Bókhaldið hafi þar með verið fegrað áður en tilkynnt var að Avion group, móðurfélag XL, sem nú heitir Eimskip yrði skráð á markað í byrjun árs 2006. Í kjölfarið skoðaði fjármálaeftirlitið meint bókhaldsbrot XL og snéri athugunin að vitneskju eða aðkomu Avion að málinu.

Leitað var eftir samvinnu breska fjármálaeftirlitsins og lauk athuguninni í lok síðasta árs þar sem ekki komu fram gögn í málinu sem sýndu fram á vitneskju stjórnenda Avion um málið né að þeir hefðu haft áhrif á framkvæmd samningagerðarinnar.

Fjármálaeftirlitið segir að ef nýjar vísbendingar komi fram varðandi þetta mál verða þær skoðaðar. Komi fram ný gögn koma í málinu sem benda til þess að stjórn Avion hafi vitað af málinu gætu kaupendur á hlutabréfum í Avion átt skaðabótarétta gegn fyrirtækinu.

Fréttastofa reyndi að ná samtali af Baldri Guðnasyni fyrrverandi forstjóra Eimskips og Magnúsi Þorsteinssyni, fyrrverandi stjórnarformann Avion án árangurs. Þá báðust Prófessorar við lagadeild háskóla Íslands og Fjármálaeftirlitið undan viðtölum.

Gengi bréfa í Eimskip féllu um 21 prósent í dag. Frá áramótum hefur gengið fallið um rúm 80 prósent. En það þýðir að markaðsvirði félagsins hefur rýrnað um fjóra fimmtu frá áramótum. Björgólfsfeðgar, sem nýlegar gengu í ábyrgð á 27 milljarða króna láni sem féll á Eimskip við gjaldþrot xl, vildu ekki tjá sig um þá stöðu sem upp er komin í félaginu.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×