Viðskipti innlent

Sjö hundruð manns sækja fund Glitnis um efnahagsmál

Ingólfur Bender er forstöðumaður Greiningar Glitnis.
Ingólfur Bender er forstöðumaður Greiningar Glitnis.
Um 700 manns hafa skráð sig á fund Greiningar Glitnis um efnahagsmál, sem fer fram á Hilton Reykjavík Nordica í fyrramálið. Á fundinum mun Jón Bjarki Bentsson, hagfræðingur hjá Glitni, kynna nýja þjóðhagsspá bankans fyrir árin 2008-2011. Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar Glitnis, fjallar um alþjóðlegu bankakrísuna og Ragnhildur Jónsdóttir hagfræðingur mun fjalla um krónuna og þróun húsnæðisverðs.

„Ég held að þetta endurspegli það að fólk hefur mikinn áhuga á efnahagsmálum um þessar mundir. Ég átti von á góðri þátttöku en þetta er nú fram úr björtunstu vonum," segir Már Másson, forstöðumaður Samskiptasviðs Glitnis. Hann segir að það sé breiður hópur fólks sem muni sækja fundinn. Bæði fólk úr fjármálalífinu og atvinnulífinu almennt, en líka viðskiptavinir sem eru áskrifendur af morgunpunktum Glitnis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×