Viðskipti innlent

Stoðir draga sig að fullu út úr flugrekstri

Jón Sigurðsson er forstjóri Stoða.
Jón Sigurðsson er forstjóri Stoða. MYND/AP

Stoðir, sem áður hét FL Group, hafa gengið frá sölu á nærri 35 prósenta eignarhlut sínum í Northern Travel Holding til Fons, eignarhaldsfélags Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Kristinssonar.

Northern rekur meðal annars flugfélögin Sterling og Iceland Express. Samhliða sölu eignarhlutarins hefur farið fram uppgjör á hluthafaláni Stoða til Northern Travel Holding og eru því engin fjárhagsleg tengsl milli félaganna tveggna eins og segir í tilkynningu Stoða.

Segir félagið að í ljósi þess að verðmæti Northern Travel Holding hafi verið endurmetið í hálfsársuppgjöri Stoða hafi viðskiptin engin áhrif á afkomu Stoða á seinni helmingi ársins. Með þessari sölu hafa Stoðir dregið sig að fullu út úr fjárfestingum í flugrekstri en þegar það hét FL Group átti það meðal annars hluti í American Airlines og Finnair.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×