Viðskipti innlent

Skuldatryggingarálag íslensku bankanna hækkar mikið

Skuldatryggingarálag íslensku bankanna hækkaði mikið í morgun miðað við stöðuna fyrir helgi. Hlutfallslega hækkar álagið mest hjá Landsbankanum eða um 40%.

Álagið hjá Landsbankanum hefur hækkað um 195 púnkta og er komið í 650 púnkta. Hjá Glitni er álagið komið í rúmlega 1.000 púnkta og hefur hækkað um tæplega 200 púnkta.

Skuldatrygginarálag Kaupþings hefur hækkað um 148 púnkta og er komið í 800 púnkta. Þá er álagið hjá ríkissjóði komið í rúmlega 300 púnkta.

Itraxx-vísitalan, sem mælir álagið, hefur hækkað mikið í morgun í kjölfar gjaldþrotsins hjá Lehman Brothers. Hækkunin nemur nær 40 púnktum og stendur vísitalan í 126 púnktum þessa stundina.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×