Viðskipti innlent

Verð sjávarafurða er í sögulegu hámarki

Verð sjávarafurða hefur haldist hátt það sem af er ári og er nú í sögulegu hámarki, mælt í erlendri mynt . Hækkun síðustu tólf mánaða nemur 4,2% samkvæmt tölum Hagstofunnar.

Greining Glitnis fjallar um málið í Morgunkorni sínu. Þar segir að sjávarútvegurinn búi við blendnar ytri aðstæður um þessar mundir. Hátt afurðaverð í erlendri mynt og veiking krónunnar hefur orðið til þess að framlegð sjávarútvegsfyrirtækja er góð þrátt fyrir þorskkvótaniðurskurð.

Þá hefur veiking krónunnar orðið til þess að erlendar skuldir sjávarútvegsins hafa hækkað hratt undanfarið og vaxtakostnaður aukist. Á móti kemur að olíuverð hefur lækkað síðustu vikur og þá hefur mikill makrílafli uppsjávarfiskiskipanna í sumar komið sem óvænt búbót.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×