Viðskipti innlent

deCODE féll um 19 prósent

Gengi á hlutabréfum í deCode, móðurfélagi Íslenskrar erfðagreiningar, féll um 19 prósent á mörkuðum vestanhafs í gær og endaði í 69 sentum á hlut. Það hefur aldrei verið lægra en núna.

Gengi bréfa í fyrirtækinu fór um og yfir 60 dollara á hlut á gráa markaðnum, áður en þau voru skráð í kauphallir, þannig að hrunið er mikið. Fyrir tæpu ári var gengið um fjórir og hálfur dollar á hlut.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×