Viðskipti innlent

Ekki útilokað að lánakjör versni vegna nýjustu tíðinda í fjármálaheiminum

MYND/Hari

Ekki er útilokað að lánskjör versni í millibankaviðskiptum og það skili sér í enn erfiðari aðgengi að lánsfjármagni fyrir almenning.

Tilkynningin um greiðslustöðvun Lehman Brothers hefur haft víðtæk áhrif á hlutabréfamörkuðum í morgun þar sem helstu hlutabréfavísitölur í Evrópu hafa lækkað frá opnun markaða. Svo gæti verið að þetta hefði óbein áhrif á íslensku viðskiptabankanna þar sem staðan á lánsfjármörkuðum gæti orðið enn erfiðari en hún er nú. Bankar munu hætta að treysta hver öðrum og þar með munu lánskjör versna.

Skuldatryggingarálag hefur hækkað víða um heim í dag, þar með talið á Íslandi. Álag íslenska ríkisins hefur jafnframt hækkað um 45 punkta frá því fyrir helgi og stendur nú í 325 punktum.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×