Viðskipti innlent

Konur í nýsköpun tengjast böndum

Stofnfundur KVENN, tengslanets uppfinninga- og frumkvöðlakvenna, var haldinn í síðustu viku.
Stofnfundur KVENN, tengslanets uppfinninga- og frumkvöðlakvenna, var haldinn í síðustu viku.

Stofnfundur KVENN, tengslanets uppfinninga- og frumkvöðlakvenna, var haldinn í Perlunni í síðustu viku. Viðstaddar voru konur sem fást við nýsköpun á hinum ýmsu sviðum.



Í fréttatilkynningu frá KVENN segir að tengslanetinu sé ætlað að gera konur sýnilegri á sviði uppfinninga og frumkvöðlastarfsemi. Félagið muni taka þátt í norrænu og alþjóðlegu samstarfi við að vekja athygli á nýsköpun kvenna. Leitast verði við að vera í samstarfi við hin ýmsu félög, skóla og atvinnulíf, til að ná því markmiði að gera konur sýnilegri og afkastameiri á sviði uppfinninga og í frumkvöðlastarfsemi.



Á fundinum var stjórn félagsins kjörin. Í henni sitja þær Ágústína Ingvarsdóttir, Dórótea H. Sigurðardóttir, Kolbrún Hjörleifs, María Ragnarsdóttir, Svanborg R. Jónsdóttir og Þuríður Guðmundsdóttir. Elinóra Inga Sigurðardóttir var kjörin formaður KVENN. Hún hefur verið fulltrúi Íslands í norrænu tengslaneti uppfinninga og frumkvöðlakvenna, QUIN, frá árinu 1996.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×