Viðskipti innlent

Verðlækkun á fjölbýliseignum

Verð á fjölbýliseignum lækkaði um 0,6 prósent milli maí og júní. Í Morgunkorni Glitnis er það sögð athyglisverð þróun í ljósi þess að júní hefur verið einn mesti veltumánuður með íbúðarhúsnæði undanfarin ár á höfuðborgarsvæðinu, sé miðað við fjölda þinglýstra kaupsamninga.

Í heildina hækkaði íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu um 0,5 prósent milli maí og júní. Hækkunina má að öllu leyti rekja til verðhækkana á sérbýliseignum. Þær hækkuðu um 3,7 prósent á milli mánaða.

Það sem af er ári hefur verð íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu hækkað um ríflega tíu prósent samanborið við fimm prósenta hækkun allt árið í fyrra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×