Fleiri fréttir Í austurvegi Eins og kemur annars staðar fram á síðunni meira en tvöfaldaðist hagnaður MP Fjárfestingarbanka á milli áranna 2005 og 2006. Bankinn hefur byggt upp víðtæka starfsemi í Eystrasaltsríkjunum og opnaði útibú í Vilnius, höfuðborg Litháens, í upphafi ársins. 17.3.2007 05:00 Glitnir eignast meirihluta í FIM Group Glitnir banki eignaðist í dag 68,1 prósenta hlut í finnska eignastýringafyrirtækinu FIM Group Corporation. Glitnir keypti hlutinn af 11 stærstu hluthöfum fyrirtækisins 5. febrúar síðastliðinn. Glitnir áætlar að gera yfirtökutilboð í eftirstandandi hluti í FIM í apríl. 16.3.2007 16:33 Metárhjá MP Fjárfestingarbanka MP Fjárfestingarbanki skilaði 1.315 milljóna króna hagnaði á síðasta ári samanborið við 613 milljóna króna hagnað ári fyrr. Þetta er methagnaður í sögu bankans. Lagt verður til á aðalfundi bankans í lok mars að greða 18 prósenta arð eða 192,6 milljónir króna. 16.3.2007 10:46 Vísitala byggingarkostnaðar hækkaði um 0,22% Vísitala byggingarkostnaðar, reiknuð eftir verðlagi um miðjan mars, hækkaði um 0,22 prósent frá fyrra mánuði, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Vísitalan hefur hækkað um 13,2 prósent síðastliðna tólf mánuði, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. 16.3.2007 09:09 Hlutafé Exista fært í evrur Þeim fyrirtækjum fjölgar nú hratt sem tilkynna að þau hyggist skrá hlutafé sitt í evrum í stað íslenskra króna. Actavis reið á vaðið með að bera þá ósk undir hluthafa sína í febrúar. Síðan hafa Marel og Straumur-Burðarás bæst í hópinn og víst að ekki sér fyrir endann á þeirri þróun. 16.3.2007 00:01 Greiningardeildir segja mat Fitch ekki koma á óvart Matsfyrirtækið Fitch Ratings greindi frá því í dag að það hefði lækkað lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs Íslands í erlendri og innlendri mynt. Greiningardeildir bankanna segja matið ekki koma á óvart. 15.3.2007 18:43 Fitch staðfestir lánshæfismat Landsbankans Alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch Ratings hefur staðfest óbreyttar lánshæfismatseinkunnir Landsbankans sem A / F1 ( B/C með stöðugum horfum. Staðfestingin kemur í kjölfar lækkunar á lánshæfi íslenska ríkisins, að því er segir í tilkynningu frá Kauphöll Íslands. 15.3.2007 16:13 Fitch lækkar lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs Alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch Ratings lækkaði í dag lánshæfiseinkunni ríkissjóðs í erlendri og innlendri mynt úr AA- og AAA í A+ og AA+. Horfur eru stöðugar fyrir báðar einkunnir. Gengi hlutabréfa tók að lækka hratt í Kauphöll Íslands í kjölfar birtingar matsins. 15.3.2007 15:40 Refresco kaupir í Bretlandi Drykkjarvörufyrirtækið Refresco, sem er í meirihlutaeigu FL Group, Vífilfells og Kaupþings og með starfsemi á 13 stöðum í Evrópu, hefur fest kaup á breska drykkjarvöruframleiðandanum Histogram. Þetta eru fyrstu kaup Refresco í Bretlandi. 15.3.2007 14:22 Stjórn Existu með heimild til hlutafjárútgáfu í evrum Samþykkt var á aðalfundi Existu í gær að veita stjórn félagsins heimild til að gefa út hlutafé í evrum í stað íslenskra króna telji stjórnin slíkt fýsilegt. 15.3.2007 10:13 Tekjuafgangur hins opinbera 60,1 milljarður í fyrra Tekjuafgangur hins opinbera nam 20 milljörðum króna á fjórða ársfjórðungi síðasta árs. Þetta er 1,4 milljörðum krónum betri afkoma en ári fyrr. Tekjuafgangur alls síðasta árs nam 60,7 milljörðum króna samanborið við 53,6 milljarða krónur árið á undan, að því er fram kemur í Hagtíðindum Hagstofunnar í dag. 15.3.2007 09:37 Landsframleiðsla jókst um 2,5 prósent Landsframleiðsla er talin hafa vaxið um 2,5 prósent að raungildi á síðasta ársfjórðungi 2006 frá sama fjórðungi árið áður. Þjóðarútgjöld jukust hins vegar meira, eða um 3,2 prósent með tilheyrandi halla á viðskiptum við útlönd. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í nýjustu Hagtíðindum Hagstofu Íslands. 14.3.2007 09:20 Sir Tom Hunter stærstur í Jötni Jötunn Holding, sem er eignarhaldsfélag að stærstum hluta í eigu Baugs Group og Sir Toms Hunter, ríkasta manns Skotlands, eignaðist 4,5 prósent hlutafjár í Glitni í síðustu viku. 14.3.2007 06:15 Tékkheftið á grafarbakkanum Plastið hefur vinninginn víða, í það minnsta gildir það þegar kemur að vali fólks á greiðslumiðli. Í nýjasta tölublaði fjármálarits Sunday Telegraph er fjallað um andlát ávísanaheftisins og talað um að útförin kunni að vera í nánd. 14.3.2007 06:00 Seljendur fyrirtækja telja sig ekki fá nóg Ný alþjóðleg könnun KPMG sýnir að seljendur telja sig ekki ná að hámarka hagnað sinn. Fagleg vinnubrögð sækja á. 14.3.2007 06:00 Síminn í fallegt hjónaband Síminn hefur keypt að fullu breska símafélagið Aerofone með það fyrir augum að efla þjónustuna við viðskiptavini Símans í Bretlandi. Hjá Aerofone, sem var stofnað árið 1985, starfa um 50 manns og nemur velta félagsins um 1,6 milljörðum íslenskra króna, samkvæmt upplýsingum frá Símanum. 14.3.2007 06:00 Sautján útskrifast úr skóla SÞ Í síðustu viku útskrifuðust sautján nemendur úr Sjávarútvegs-skóla Sameinuðu þjóðanna sem starfræktur er hér á landi. Nemendurnir í ár voru frá Kenía, Tansaníu, Srí Lanka, Úganda, Grænhöfðaeyjum, Íran, Kína, Malasíu, Kúbu, Vanúatú, Tonga, Namibíu og Máritíus. Allir hafa þeir dvalið hér frá því í september en snúa nú hver af öðrum aftur til starfa í heimalöndum sínum. 14.3.2007 06:00 Nýr vefur um netöryggi Á vefnum Netöryggi.is, nýendurbættum vef Póst- og fjarskiptastofnunar, er fjallað um margvísleg öryggismál internetsins. Vefurinn var fyrst settur í loftið fyrir um ári, en hefur nú verið endurbættur. 14.3.2007 06:00 Aðlögunarhæfni í farteskinu Öll él birtir upp um síðir, segir máltækið. Óveðrið í íslensku fjármálalífi, sem hófst fyrir rúmu ári með endurskoðaðri einkunnagjöf Fitch Ratings vegna ríkissjóðs Íslands, gekk yfir á skömmum tíma. 14.3.2007 06:00 Flaga úr tapi í hagnað Flaga skilaði tæplega 661 þúsund dala hagnaði eftir skatta á fjórða ársfjórðungi sem eru tæplega 45 milljónir íslenskra króna. Félagið tapaði 1.445 þúsund bandaríkjadölum á sama tíma árið 2005 (98 milljónum króna). 14.3.2007 05:45 Horft til samruna þriggja sparisjóða Verið er að leggja lokahönd á sameiningu Sparisjóðs Ólafsfjarðar og Sparisjóðs Siglufjarðar í einn sparisjóð og er beðið eftir bréfi frá FME. Þetta segir Gísli Kjartansson, sparissjóðsstjóri Sparisjóðs Mýrasýslu (SPM) sem á sparisjóðina tvo að langstærstum hluta. Ekki liggur fyrir hvert nafn hins nýja sparisjóðs verður. Samanlagt högnuðust nágrannasparisjóðirnir um áttatíu milljónir króna í fyrra. 14.3.2007 05:30 Lífeyrissjóðurinn Stapi verður til við sameiningu Lífeyrissjóður Austurlands og Lífeyrissjóður Norðurlands verða sameinaðir, fáist samþykki Fjármálaráðuneytisins fyrir því. Nýi sjóðurinn fær nafnið Stapi og verður fimmti stærsti lífeyrissjóður landsins. 14.3.2007 05:30 Ýmsar nýjungar í læknisfræði Breska ráðgjafarfyrirtækið Team vinnur að því að hanna nýstárleg tæki fyrir líftækni- og heilbrigðisgeirann. 14.3.2007 05:15 Tveir milljarðar í tap en framlegð hækkar HB Grandi skilaði 1.980 milljóna króna tapi í fyrra samanborið við 549 milljóna króna hagnað árið áður. Á fjórða ársfjórðungi tapaði félagið 943 milljónum á móti 387 milljóna króna tapi árið 2005. 14.3.2007 05:00 Rafræn skilríki tekin í gagnið Fyrsta rafræna skilríkið var tekið í notkun á ráðstefnu forsætis- og fjármálaráðuneytis „Nýtum tímann – notum tæknina“ fyrir helgi. Er því spáð að á næsta ári verði meirihluti landsmanna kominn með rafræn skilríki. 14.3.2007 04:30 Viðskiptavinir SPRON ánægðastir Viðskiptavinir SPRON eru sáttir við sitt ef marka má niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar sem kynntar voru í gær. Stjórnendur SPRON geta litið björtum augum til framtíðar því mikil fylgni er milli ánægju og tryggðar viðskiptavina annars vegar og tryggðar og afkomu hins vegar. 14.3.2007 04:15 Minni aukning Hrein eign lífeyrissjóðanna jókst um 0,8 prósent í janúar. Nam aukningin 11,5 milljörðum króna. Eignir sjóðanna stóðu í 1.508 milljörðum króna í lok mánaðarins. Þetta kemur fram í tölum frá Seðlabankanum. 14.3.2007 04:00 Sumarfrí blaðamanna Fyrir þá sem hafa áhuga á að hitta og spalla við danska blaðamenn er sumarið fínt tækifæri. Dönsku fríblöðin ráðgera að leggja niður útgáfu í tvær til fimm vikur í sumar. 14.3.2007 04:00 Áhugi að auka stofnfé SPM Áhugi er fyrir hendi hjá Borgarbyggð að auka stofnfé Sparisjóðs Mýrasýslu (SPM) en sveitarfélagið er eini stofnfjáreigandi sparisjóðsins. 14.3.2007 03:45 Arður í sekkjum Ég þarf að fara að gæta mín þegar ég sest niður og set fram kenningar. Þannig varð spekúlasjón mín um Kaupþing og Glitni til þess að Mogginn lagði undir mig forsíðuna. Geri aðrir betur. Þegar fréttin birtist var ég reyndar farinn að hafa talsverðar efasemdir um eigin kenningu. Þetta er samt fín kenning og engin ástæða til að kasta henni alveg frá sér. 14.3.2007 03:15 Breytingar í Holtagörðum Nýir og gjörbreyttir Holtagarðar verða opnaðir í nóvemberlok. Fjöldi verslana verður í húsinu á tveimur hæðum. 14.3.2007 03:00 Línur skarast í Bretlandi Þó svo að fjarskiptaheimurinn sé stór á heimsvísu eru ef til vill ekki svo ýkja mörg fyrirtæki sem bjóða þjónustu í mörgum löndum. 14.3.2007 03:00 Neyslan fjármögnuð með kreditkortum Kortavelta í febrúar nam 53,6 milljörðum króna. Þar af nemur velta debertkosta 31,6 milljörðum króna en velta kreditkorta 22,1 milljarði. Kreditkortavelta jókst um 12 prósent frá sama tíma fyrir ári en greiningardeild Kaupþings segir það benda til að neysla heimila sé í auknum mæli fjármögnuð með kreditkortum. 13.3.2007 16:53 Launakostnaður jókst um allt að 9,4 prósent Launakostnaður atvinnurekenda fyrir hverja vinnustund jókst um 2,2 til 9,4 prósent frá fjórða ársfjórðungi 2005 til sama tíma fyrir. Mest var hækkunin í iðnaði og minnst í verslun og þjónustu, samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar. 13.3.2007 16:48 Minni hagnaður hjá Félagsbústöðum Talsvert minni hagnaður var af rekstri Félagsbústaða í fyrra en árið á undan. Hagnaðurinn í fyrra nam 836 milljónum króna samanborið við rúma 4,6 milljarða krónum árið á undan. Félagsbústaðir eru hlutafélag í eigu Reykjavíkurborgar og á og rekur félagslegt leiguhúsnæði sem úthlutað er af Velferðarsviði Reykjavíkurborgar. 13.3.2007 16:32 Síminn kaupir breskt símafyrirtæki Síminn hefur keypt öll hlutabréf í breska farsímafyrirtækinu Aerofone. Fyrirtækið er öflugt þjónustufyrirtæki á breska farsímamarkaðnum. Í tilkynningu frá Símanum segir að markmiðið með kaupunum sé að efla þjónustuna við viðskiptavini félagsins í Bretlandi. 13.3.2007 10:26 Sjálfkjörið í stjórn Existu Sjálfkjörið er í næstu stjórn Existu, sem tekur til starfa eftir aðalfund félagsins sem haldinn verður á morgun. Ágúst Guðmundsson, Bogi Óskar Pálsson, Guðmundur Hauksson, Lýður Guðmundsson, Robert Tchenguiz og Sigurjón Rúnar Rafnsson hafa gefið kost á sér til stjórnarsetu. 13.3.2007 09:15 Telja fasteignaverð á uppleið Greiningardeild Kaupþings segir svo virðast sem líf sé að færast í fasteignamarkaðinn og bendir á að fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hafi tekið kipp um janúar og hækkað um 2,3 prósent á milli mánaða. Bendi allt til áframhaldandi hækkunar á fasteignaverði í febrúar, einkum á fjölbýli, að sögn deildarinnar. 12.3.2007 16:41 Liv Bergþórsdóttir ráðin framkvæmdastjóri Nova Liv Bergþórsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri hins nýja fjarskiptafyrirtækis Björgólfs Thors Björgólfssonar, Nova. Skýrt var frá þessu á fréttamannafundi eftir hádegið í dag. Lív var áður framkvæmdastjóri farsímafyrirtækisins Sko en þar áður gegndi hún starfi ramkvæmdastjóra sölu- og markaðssviðs smásölu hjá Og Vodafone. 12.3.2007 14:31 Verðbólgan meiri en spáð var Verðbólga mældist 5,9 prósent í síðasta mánuði. Þetta er meiri verðbólga en greinendur gerðu ráð fyrir og að minnsta kosti þriðja verðbólgumælingin í röð þar sem verðbólga er yfir spám. Margt bendir til að fjárfestar telji líkur á að stýrivextir haldist háir lengur en gert hafði verið ráð fyrir. 12.3.2007 13:29 Þrjú fjarskiptafyrirtæki sóttu um þriðju kynslóðina Þrjú fjarskiptafyrirtæki uppfylla skilyrði fyrir uppbyggingu þriðju kynslóðar í farsímatækni á Íslandi. Tilboð voru opnuð frá fjarskiptafélaginu Nova, Símanum og Vodafone hjá Póst- og fjarskiptastofnun klukkan 11 í morgun. 12.3.2007 11:28 Penninn kaupir Tamore í Finnlandi Penninn hefur keypt allt hlutafé í finnska fyrirtækinu Tamore, sem sérhæfir sig í sölu og dreifingu á skrifstofuvörum. 12.3.2007 11:16 Samruni Fjárfestingarfélags sparisjóðanna og VBS fjárfestingarbanka Lagt hefur verið til af stjórnum Fjárfestingarfélags sparisjóðanna FSP hf og VSB fjárfestingarbanka hf að félögin verði sameinuð. Fáist til þess samþykki Fjármálaeftirlitsins munu félögin sameinast undir nafni og kennitölu VBS. Með samrunanum yrði til öflugur fjárfestingarbanki með tæplega 17 milljarða króna eignir og sex milljarða í eigið fé. 12.3.2007 11:11 Úthluta tíðni fyrir þriðju kynslóð farsíma Þrjú fjarskiptafyrirtæki uppfylla skilyrði fyrir uppbyggingu þriðju kynslóðar í farsímatækni á Íslandi. Tilboð voru opnuð frá fjarskiptafélaginu Nova, fjarskiptafélags í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, Símanum og Vodafone hjá Póst- og fjarskiptastofnun klukkan 11 í morgun. Stofnunin áætlar að úthluta tíðnileyfum fyrir 1. apríl næstkomandi. Þriðja kynslóð farsíma býður upp á meiri möguleika í gagnaflutningum en GSM-símar hafa hingað til. Með tilkomu þriðju kynslóðar farsíma munu GSM-símar fara að líkjast litlum fartölvum með miklum möguleikum til samskipta, upplýsingamiðlunar og afþreyingar. 12.3.2007 10:01 Heildarútlán Íbúðalánasjóðs 4,4 milljarðar króna Heildarútlán Íbúðalánasjóðs námu 4,4 milljörðum króna í febrúar. Þar af voru 960 milljónir króna vegna leiguíbúðalána en almenn útlán sjóðsins námu 3,5 milljörðum króna. Meðallán almennra útlána námu 9,2 milljónum króna, að því er segir í mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs. Íbúðalánasjóður segir brunabótamat fasteigna á höfuðborgarsvæðinu og víðar enn langt undir markaðsvirði. 12.3.2007 09:57 Sjá næstu 50 fréttir
Í austurvegi Eins og kemur annars staðar fram á síðunni meira en tvöfaldaðist hagnaður MP Fjárfestingarbanka á milli áranna 2005 og 2006. Bankinn hefur byggt upp víðtæka starfsemi í Eystrasaltsríkjunum og opnaði útibú í Vilnius, höfuðborg Litháens, í upphafi ársins. 17.3.2007 05:00
Glitnir eignast meirihluta í FIM Group Glitnir banki eignaðist í dag 68,1 prósenta hlut í finnska eignastýringafyrirtækinu FIM Group Corporation. Glitnir keypti hlutinn af 11 stærstu hluthöfum fyrirtækisins 5. febrúar síðastliðinn. Glitnir áætlar að gera yfirtökutilboð í eftirstandandi hluti í FIM í apríl. 16.3.2007 16:33
Metárhjá MP Fjárfestingarbanka MP Fjárfestingarbanki skilaði 1.315 milljóna króna hagnaði á síðasta ári samanborið við 613 milljóna króna hagnað ári fyrr. Þetta er methagnaður í sögu bankans. Lagt verður til á aðalfundi bankans í lok mars að greða 18 prósenta arð eða 192,6 milljónir króna. 16.3.2007 10:46
Vísitala byggingarkostnaðar hækkaði um 0,22% Vísitala byggingarkostnaðar, reiknuð eftir verðlagi um miðjan mars, hækkaði um 0,22 prósent frá fyrra mánuði, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Vísitalan hefur hækkað um 13,2 prósent síðastliðna tólf mánuði, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. 16.3.2007 09:09
Hlutafé Exista fært í evrur Þeim fyrirtækjum fjölgar nú hratt sem tilkynna að þau hyggist skrá hlutafé sitt í evrum í stað íslenskra króna. Actavis reið á vaðið með að bera þá ósk undir hluthafa sína í febrúar. Síðan hafa Marel og Straumur-Burðarás bæst í hópinn og víst að ekki sér fyrir endann á þeirri þróun. 16.3.2007 00:01
Greiningardeildir segja mat Fitch ekki koma á óvart Matsfyrirtækið Fitch Ratings greindi frá því í dag að það hefði lækkað lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs Íslands í erlendri og innlendri mynt. Greiningardeildir bankanna segja matið ekki koma á óvart. 15.3.2007 18:43
Fitch staðfestir lánshæfismat Landsbankans Alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch Ratings hefur staðfest óbreyttar lánshæfismatseinkunnir Landsbankans sem A / F1 ( B/C með stöðugum horfum. Staðfestingin kemur í kjölfar lækkunar á lánshæfi íslenska ríkisins, að því er segir í tilkynningu frá Kauphöll Íslands. 15.3.2007 16:13
Fitch lækkar lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs Alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch Ratings lækkaði í dag lánshæfiseinkunni ríkissjóðs í erlendri og innlendri mynt úr AA- og AAA í A+ og AA+. Horfur eru stöðugar fyrir báðar einkunnir. Gengi hlutabréfa tók að lækka hratt í Kauphöll Íslands í kjölfar birtingar matsins. 15.3.2007 15:40
Refresco kaupir í Bretlandi Drykkjarvörufyrirtækið Refresco, sem er í meirihlutaeigu FL Group, Vífilfells og Kaupþings og með starfsemi á 13 stöðum í Evrópu, hefur fest kaup á breska drykkjarvöruframleiðandanum Histogram. Þetta eru fyrstu kaup Refresco í Bretlandi. 15.3.2007 14:22
Stjórn Existu með heimild til hlutafjárútgáfu í evrum Samþykkt var á aðalfundi Existu í gær að veita stjórn félagsins heimild til að gefa út hlutafé í evrum í stað íslenskra króna telji stjórnin slíkt fýsilegt. 15.3.2007 10:13
Tekjuafgangur hins opinbera 60,1 milljarður í fyrra Tekjuafgangur hins opinbera nam 20 milljörðum króna á fjórða ársfjórðungi síðasta árs. Þetta er 1,4 milljörðum krónum betri afkoma en ári fyrr. Tekjuafgangur alls síðasta árs nam 60,7 milljörðum króna samanborið við 53,6 milljarða krónur árið á undan, að því er fram kemur í Hagtíðindum Hagstofunnar í dag. 15.3.2007 09:37
Landsframleiðsla jókst um 2,5 prósent Landsframleiðsla er talin hafa vaxið um 2,5 prósent að raungildi á síðasta ársfjórðungi 2006 frá sama fjórðungi árið áður. Þjóðarútgjöld jukust hins vegar meira, eða um 3,2 prósent með tilheyrandi halla á viðskiptum við útlönd. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í nýjustu Hagtíðindum Hagstofu Íslands. 14.3.2007 09:20
Sir Tom Hunter stærstur í Jötni Jötunn Holding, sem er eignarhaldsfélag að stærstum hluta í eigu Baugs Group og Sir Toms Hunter, ríkasta manns Skotlands, eignaðist 4,5 prósent hlutafjár í Glitni í síðustu viku. 14.3.2007 06:15
Tékkheftið á grafarbakkanum Plastið hefur vinninginn víða, í það minnsta gildir það þegar kemur að vali fólks á greiðslumiðli. Í nýjasta tölublaði fjármálarits Sunday Telegraph er fjallað um andlát ávísanaheftisins og talað um að útförin kunni að vera í nánd. 14.3.2007 06:00
Seljendur fyrirtækja telja sig ekki fá nóg Ný alþjóðleg könnun KPMG sýnir að seljendur telja sig ekki ná að hámarka hagnað sinn. Fagleg vinnubrögð sækja á. 14.3.2007 06:00
Síminn í fallegt hjónaband Síminn hefur keypt að fullu breska símafélagið Aerofone með það fyrir augum að efla þjónustuna við viðskiptavini Símans í Bretlandi. Hjá Aerofone, sem var stofnað árið 1985, starfa um 50 manns og nemur velta félagsins um 1,6 milljörðum íslenskra króna, samkvæmt upplýsingum frá Símanum. 14.3.2007 06:00
Sautján útskrifast úr skóla SÞ Í síðustu viku útskrifuðust sautján nemendur úr Sjávarútvegs-skóla Sameinuðu þjóðanna sem starfræktur er hér á landi. Nemendurnir í ár voru frá Kenía, Tansaníu, Srí Lanka, Úganda, Grænhöfðaeyjum, Íran, Kína, Malasíu, Kúbu, Vanúatú, Tonga, Namibíu og Máritíus. Allir hafa þeir dvalið hér frá því í september en snúa nú hver af öðrum aftur til starfa í heimalöndum sínum. 14.3.2007 06:00
Nýr vefur um netöryggi Á vefnum Netöryggi.is, nýendurbættum vef Póst- og fjarskiptastofnunar, er fjallað um margvísleg öryggismál internetsins. Vefurinn var fyrst settur í loftið fyrir um ári, en hefur nú verið endurbættur. 14.3.2007 06:00
Aðlögunarhæfni í farteskinu Öll él birtir upp um síðir, segir máltækið. Óveðrið í íslensku fjármálalífi, sem hófst fyrir rúmu ári með endurskoðaðri einkunnagjöf Fitch Ratings vegna ríkissjóðs Íslands, gekk yfir á skömmum tíma. 14.3.2007 06:00
Flaga úr tapi í hagnað Flaga skilaði tæplega 661 þúsund dala hagnaði eftir skatta á fjórða ársfjórðungi sem eru tæplega 45 milljónir íslenskra króna. Félagið tapaði 1.445 þúsund bandaríkjadölum á sama tíma árið 2005 (98 milljónum króna). 14.3.2007 05:45
Horft til samruna þriggja sparisjóða Verið er að leggja lokahönd á sameiningu Sparisjóðs Ólafsfjarðar og Sparisjóðs Siglufjarðar í einn sparisjóð og er beðið eftir bréfi frá FME. Þetta segir Gísli Kjartansson, sparissjóðsstjóri Sparisjóðs Mýrasýslu (SPM) sem á sparisjóðina tvo að langstærstum hluta. Ekki liggur fyrir hvert nafn hins nýja sparisjóðs verður. Samanlagt högnuðust nágrannasparisjóðirnir um áttatíu milljónir króna í fyrra. 14.3.2007 05:30
Lífeyrissjóðurinn Stapi verður til við sameiningu Lífeyrissjóður Austurlands og Lífeyrissjóður Norðurlands verða sameinaðir, fáist samþykki Fjármálaráðuneytisins fyrir því. Nýi sjóðurinn fær nafnið Stapi og verður fimmti stærsti lífeyrissjóður landsins. 14.3.2007 05:30
Ýmsar nýjungar í læknisfræði Breska ráðgjafarfyrirtækið Team vinnur að því að hanna nýstárleg tæki fyrir líftækni- og heilbrigðisgeirann. 14.3.2007 05:15
Tveir milljarðar í tap en framlegð hækkar HB Grandi skilaði 1.980 milljóna króna tapi í fyrra samanborið við 549 milljóna króna hagnað árið áður. Á fjórða ársfjórðungi tapaði félagið 943 milljónum á móti 387 milljóna króna tapi árið 2005. 14.3.2007 05:00
Rafræn skilríki tekin í gagnið Fyrsta rafræna skilríkið var tekið í notkun á ráðstefnu forsætis- og fjármálaráðuneytis „Nýtum tímann – notum tæknina“ fyrir helgi. Er því spáð að á næsta ári verði meirihluti landsmanna kominn með rafræn skilríki. 14.3.2007 04:30
Viðskiptavinir SPRON ánægðastir Viðskiptavinir SPRON eru sáttir við sitt ef marka má niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar sem kynntar voru í gær. Stjórnendur SPRON geta litið björtum augum til framtíðar því mikil fylgni er milli ánægju og tryggðar viðskiptavina annars vegar og tryggðar og afkomu hins vegar. 14.3.2007 04:15
Minni aukning Hrein eign lífeyrissjóðanna jókst um 0,8 prósent í janúar. Nam aukningin 11,5 milljörðum króna. Eignir sjóðanna stóðu í 1.508 milljörðum króna í lok mánaðarins. Þetta kemur fram í tölum frá Seðlabankanum. 14.3.2007 04:00
Sumarfrí blaðamanna Fyrir þá sem hafa áhuga á að hitta og spalla við danska blaðamenn er sumarið fínt tækifæri. Dönsku fríblöðin ráðgera að leggja niður útgáfu í tvær til fimm vikur í sumar. 14.3.2007 04:00
Áhugi að auka stofnfé SPM Áhugi er fyrir hendi hjá Borgarbyggð að auka stofnfé Sparisjóðs Mýrasýslu (SPM) en sveitarfélagið er eini stofnfjáreigandi sparisjóðsins. 14.3.2007 03:45
Arður í sekkjum Ég þarf að fara að gæta mín þegar ég sest niður og set fram kenningar. Þannig varð spekúlasjón mín um Kaupþing og Glitni til þess að Mogginn lagði undir mig forsíðuna. Geri aðrir betur. Þegar fréttin birtist var ég reyndar farinn að hafa talsverðar efasemdir um eigin kenningu. Þetta er samt fín kenning og engin ástæða til að kasta henni alveg frá sér. 14.3.2007 03:15
Breytingar í Holtagörðum Nýir og gjörbreyttir Holtagarðar verða opnaðir í nóvemberlok. Fjöldi verslana verður í húsinu á tveimur hæðum. 14.3.2007 03:00
Línur skarast í Bretlandi Þó svo að fjarskiptaheimurinn sé stór á heimsvísu eru ef til vill ekki svo ýkja mörg fyrirtæki sem bjóða þjónustu í mörgum löndum. 14.3.2007 03:00
Neyslan fjármögnuð með kreditkortum Kortavelta í febrúar nam 53,6 milljörðum króna. Þar af nemur velta debertkosta 31,6 milljörðum króna en velta kreditkorta 22,1 milljarði. Kreditkortavelta jókst um 12 prósent frá sama tíma fyrir ári en greiningardeild Kaupþings segir það benda til að neysla heimila sé í auknum mæli fjármögnuð með kreditkortum. 13.3.2007 16:53
Launakostnaður jókst um allt að 9,4 prósent Launakostnaður atvinnurekenda fyrir hverja vinnustund jókst um 2,2 til 9,4 prósent frá fjórða ársfjórðungi 2005 til sama tíma fyrir. Mest var hækkunin í iðnaði og minnst í verslun og þjónustu, samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar. 13.3.2007 16:48
Minni hagnaður hjá Félagsbústöðum Talsvert minni hagnaður var af rekstri Félagsbústaða í fyrra en árið á undan. Hagnaðurinn í fyrra nam 836 milljónum króna samanborið við rúma 4,6 milljarða krónum árið á undan. Félagsbústaðir eru hlutafélag í eigu Reykjavíkurborgar og á og rekur félagslegt leiguhúsnæði sem úthlutað er af Velferðarsviði Reykjavíkurborgar. 13.3.2007 16:32
Síminn kaupir breskt símafyrirtæki Síminn hefur keypt öll hlutabréf í breska farsímafyrirtækinu Aerofone. Fyrirtækið er öflugt þjónustufyrirtæki á breska farsímamarkaðnum. Í tilkynningu frá Símanum segir að markmiðið með kaupunum sé að efla þjónustuna við viðskiptavini félagsins í Bretlandi. 13.3.2007 10:26
Sjálfkjörið í stjórn Existu Sjálfkjörið er í næstu stjórn Existu, sem tekur til starfa eftir aðalfund félagsins sem haldinn verður á morgun. Ágúst Guðmundsson, Bogi Óskar Pálsson, Guðmundur Hauksson, Lýður Guðmundsson, Robert Tchenguiz og Sigurjón Rúnar Rafnsson hafa gefið kost á sér til stjórnarsetu. 13.3.2007 09:15
Telja fasteignaverð á uppleið Greiningardeild Kaupþings segir svo virðast sem líf sé að færast í fasteignamarkaðinn og bendir á að fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hafi tekið kipp um janúar og hækkað um 2,3 prósent á milli mánaða. Bendi allt til áframhaldandi hækkunar á fasteignaverði í febrúar, einkum á fjölbýli, að sögn deildarinnar. 12.3.2007 16:41
Liv Bergþórsdóttir ráðin framkvæmdastjóri Nova Liv Bergþórsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri hins nýja fjarskiptafyrirtækis Björgólfs Thors Björgólfssonar, Nova. Skýrt var frá þessu á fréttamannafundi eftir hádegið í dag. Lív var áður framkvæmdastjóri farsímafyrirtækisins Sko en þar áður gegndi hún starfi ramkvæmdastjóra sölu- og markaðssviðs smásölu hjá Og Vodafone. 12.3.2007 14:31
Verðbólgan meiri en spáð var Verðbólga mældist 5,9 prósent í síðasta mánuði. Þetta er meiri verðbólga en greinendur gerðu ráð fyrir og að minnsta kosti þriðja verðbólgumælingin í röð þar sem verðbólga er yfir spám. Margt bendir til að fjárfestar telji líkur á að stýrivextir haldist háir lengur en gert hafði verið ráð fyrir. 12.3.2007 13:29
Þrjú fjarskiptafyrirtæki sóttu um þriðju kynslóðina Þrjú fjarskiptafyrirtæki uppfylla skilyrði fyrir uppbyggingu þriðju kynslóðar í farsímatækni á Íslandi. Tilboð voru opnuð frá fjarskiptafélaginu Nova, Símanum og Vodafone hjá Póst- og fjarskiptastofnun klukkan 11 í morgun. 12.3.2007 11:28
Penninn kaupir Tamore í Finnlandi Penninn hefur keypt allt hlutafé í finnska fyrirtækinu Tamore, sem sérhæfir sig í sölu og dreifingu á skrifstofuvörum. 12.3.2007 11:16
Samruni Fjárfestingarfélags sparisjóðanna og VBS fjárfestingarbanka Lagt hefur verið til af stjórnum Fjárfestingarfélags sparisjóðanna FSP hf og VSB fjárfestingarbanka hf að félögin verði sameinuð. Fáist til þess samþykki Fjármálaeftirlitsins munu félögin sameinast undir nafni og kennitölu VBS. Með samrunanum yrði til öflugur fjárfestingarbanki með tæplega 17 milljarða króna eignir og sex milljarða í eigið fé. 12.3.2007 11:11
Úthluta tíðni fyrir þriðju kynslóð farsíma Þrjú fjarskiptafyrirtæki uppfylla skilyrði fyrir uppbyggingu þriðju kynslóðar í farsímatækni á Íslandi. Tilboð voru opnuð frá fjarskiptafélaginu Nova, fjarskiptafélags í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, Símanum og Vodafone hjá Póst- og fjarskiptastofnun klukkan 11 í morgun. Stofnunin áætlar að úthluta tíðnileyfum fyrir 1. apríl næstkomandi. Þriðja kynslóð farsíma býður upp á meiri möguleika í gagnaflutningum en GSM-símar hafa hingað til. Með tilkomu þriðju kynslóðar farsíma munu GSM-símar fara að líkjast litlum fartölvum með miklum möguleikum til samskipta, upplýsingamiðlunar og afþreyingar. 12.3.2007 10:01
Heildarútlán Íbúðalánasjóðs 4,4 milljarðar króna Heildarútlán Íbúðalánasjóðs námu 4,4 milljörðum króna í febrúar. Þar af voru 960 milljónir króna vegna leiguíbúðalána en almenn útlán sjóðsins námu 3,5 milljörðum króna. Meðallán almennra útlána námu 9,2 milljónum króna, að því er segir í mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs. Íbúðalánasjóður segir brunabótamat fasteigna á höfuðborgarsvæðinu og víðar enn langt undir markaðsvirði. 12.3.2007 09:57