Fleiri fréttir Sjónvarpið í símann hjá Vodafone Vodafone á Íslandi kynntu í dag glænýja þjónustu á íslenskum farsímamarkaði - sjónvarp í síma. Nú geta viðskiptavinir Vodafone nálgast fréttir Stöðvar 2, Ísland í dag, Kompás, Silfur Egils, veðurfréttir og íþróttir þegar þeim hentar. Eins geta notendur fylgst með fréttum Sky News í beinni útsendingu allan sólarhringinn. 9.3.2007 15:37 Industria meðal 50 framsæknustu fyrirtækja Evrópu Viðskiptatímaritið CNBC European Business hefur í viðamikilli úttekt sem birt er í marshefti tímaritsins útnefnt íslenska fyrirtækið Industria sem eitt af 50 framsæknustu fyrirtækjum í Evrópu ásamt fyrirtækjum á borð við netsímafyrirtækið Skype Technologies. Í umsögn blaðsins segir að Industria geti reynst eitt mikilvægasta fyrirtækið í samruna sjónvarps og stafrænna miðla í Evrópu. 9.3.2007 13:49 365 hækka hlutafé og kaupa Innn 365 hf hefur keypt allt hlutafé Innn hf af Fons Eignarhaldsfélagi hf. Stjórn 365 ákvað í gær að hækka hlutafé í félaginu um rúmar 60 milljónir. Hækkunin var nýtt til að kaupa allt hlutafé Innn. Með hækkun hlutafjárins er heimild til hækkunar nýtt að hluta og verður heildarhlutafé þá orðið rúmlega 3,4 milljarðar. 9.3.2007 10:16 Straumur-Burðarás hugsanlega úr landi Straumur-Burðarás verður hugsanlega færður til Bretlands eða Írlands. Þetta kom fram í ræðu Björgólfs Thors Björgólfssonar, stjórnarformanns Straums-Burðaráss, á aðalfundi bankans í gær. 9.3.2007 06:15 Peningaskápurinn ... Viðræður standa enn milli stjórna VBS fjárfestingarbanka og fjárfestingafélagsins FSP en þær hófust um miðjan febrúar. Jón Þórisson, framkvæmdastjóri VBS, býst við að niðurstöður liggi fyrir öðru hvorum megin við helgina og er frekar bjartsýnn þótt ekkert liggi enn fyrir í þeim efnum. FSP, sem er í eigu flestra sparisjóðanna og Icebank, á um 36 prósent hlutafjár í VBS. Hagnaður VBS nam 192 milljónum króna í fyrra en ætla má að hagnaður FSP hafi verið um 550 milljónir króna. 9.3.2007 06:00 Horft framhjá lækkandi vaxtamun í þjóðfélagsumræðunni SPRON fengi 4 milljarða í vexti ef hlutabréf yrðu seld og fjárhæðin lögð inn í SÍ. 9.3.2007 05:15 Gætu aukið eigið fé um 150 milljarða Fjárfestingargeta Kaupþings færi í 300-400 milljarða. 9.3.2007 05:00 Methagnaður SPRON Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis, SPRON hagnaðist um 9 milljarða króna eftir skatt á síðasta ári. Þetta kom fram þegar endurskoðaðir árskreikningar Sparisjóðsins voru lagðir fram á aðalfundi sem haldinn var í Borgarleikhúsinu í dag. Afkoma SPRON hefur aldrei verið betri og jókst hagnaður um 120% á milli ára. 8.3.2007 17:56 Erlend lántaka eykst milli ára Gengisbundin lán til íslenskra heimila hafa aukist verulega á síðastliðnum tveimur árum. Þá eru vísbendingar uppi um að fasteignalán í erlendri mynt hafi aukist að undanförnu til viðbótar við gengisbundin bílalán eftir að krónan veiktist og innlendir vextir á íbúðalánum hækkuðu. Upphæð lána í erlendri mynt jókst um 150 prósent frá janúarlokum í fyrra til sama tíma á þessu ári. 8.3.2007 16:50 Björgólfur hótar að flytja Straum úr landi Björgólfur Thor Björgólfsson, stjórnarformaður Straums-Burðaráss Fjárfestingabanka, gagnrýndi íslensk stjórnvöld í aðalfundi Straums í dag og sagðist hóta að flytja bankann úr landi vegna aðgerða stjórnvalda, sem hafi fyrirvaralaust breytt og þrengt reglur varðandi uppgjör fjármálafyrirtækja í erlendri mynt. 8.3.2007 16:24 Viðsnúningur hjá HB Granda Útgerðafélagið HB Grandi skilaði tapi upp á 1.980 milljónir króna í fyrra samanborið við 549,3 milljóna króna hagnað árið áður. 8.3.2007 16:07 Sýningin Tækni og vit opnuð í dag Stórsýningin Tækni og vit 2007 verður formlega opnuð í Fífunni í Kópavogi síðdegis í dag. Þetta er stærsta fagsýning tækni- og þekkingariðnaðarins sem haldinn hefur verið á Íslandi á þessu sviði. Geir H. Haarde forsætisráðherra setur sýninguna við hátíðlega athöfn en hún opnar fyrir gestum klukkan 18:00. 8.3.2007 10:48 Tap hjá Orkuveitu Reykjavíkur Orkuveita Reykjavíkur (OR) tapaði 1.756 milljónum króna á síðasta árið samanborið við 4.359 milljóna króna hagnað árið 2005. Helsta skýringin á muninum er gengistap vegna langtímaskuldbindinga. 8.3.2007 09:44 Hagnaður hjá Hitaveitu Rangæinga Hitaveita Rangæinga skilaði 51,1 milljóna króna hagnaði í fyrra samanborið við 38,8 milljóna tap árið 2005. Hitaveita Rangæinga sameinaðist Orkuveitu Reykjavíkur við upphaf þessa árs. 8.3.2007 09:35 Tölvunotkun mest á Íslandi Tölvunotkun og aðgangur að interneti er mest á Íslandi miðað við aðildarlönd Evrópusambandsins og nýta Íslendingar sér tæknina í mun meira mæli en þeir. Níutíu prósent Íslendinga á aldrinum 16-74 ára notuðu tölvu árið 2006, og 88 prósent þeirra notuðu internetið. Á sama tíma notuðu 61 prósent íbúa Evrópusambandsins tölvu og rúmur helmingur þarlendra heimila hafði aðgang að interneti. 8.3.2007 09:33 Einfölduð sýn fyrir stjórnendur Tölvubankinn hefur kynnt til sögunnar nýja hugbúnaðarlausn fyrir stjórnendur fyrirtækja og sveitarfélaga sem kallast BizVision. Hugbúnaðurinn verður kynntur á sýningunni Tækni og vit sem hefst á morgun. 8.3.2007 06:15 Glitnir hækkar verðmiðann á Kaupþingi Greining Glitnis hefur hækkað verðmat sitt á Kaupþingi í 1.171 krónu á hlut úr 968 samkvæmt verðmatsgengi sem sent var út til viðskiptavina Glitnis í gær. Glitnir metur markaðsvirði Kaupþings á 860 milljarða króna og mælir með kaupum í bankanum. Markgengi Kaupþings til sex mánaða stendur í 1.200 krónum og hækkar úr eitt þúsund krónum. 8.3.2007 06:00 Securitas kaupir 30 prósenta hlut í ND á Íslandi Öryggisfyrirtækið Securitas hf. hefur keypt 30 prósenta hlut í þekkingar- og tæknifyrirtækinu ND á Íslandi, sem hefur fundið upp, þróað og selt tæki til sjálfvirkrar skráningar á aksturslagi bíla með sérstökum ökurita. Kaupverð er trúnaðarmál en með kaupunum er Securitas orðinn stærsti hluthafinn í ND á Íslandi. 7.3.2007 22:15 Glitnir uppfærir verðmat á Kaupþingi Glitnir hefur gefið út nýtt og uppfært verðmat á Kaupþingi. Fyrra verðmat Glitnis hljóðaði upp á 968 krónur á hlut. Nýja matið hljóðar hins vegar upp á 1.171 krónu á hlut. Í mati Glitnis segir að uppgjör Kaupþings á fjórða ársfjórðungi í fyrra hafi verið verulega yfir væntingum. 7.3.2007 11:44 Atorka og Straumborg í 3X Fjárfestingafélögin Atorka Group hf., móðurfélag fyrirtækja á borð við Promens og Jarðboranir, og Staumborg ehf., sem er í eigu Jóns Helga Guðmundssonar, og fjölskyldu, hefur keypt meirihluta hlutafjár, 50,1 prósent, í fyrirtækinu 3X Stál á Ísafirði. Samfara kaupunum hefur nafni félagsins verið breytt í 3X Technology ehf. 7.3.2007 09:36 Litbrigði arðsins Breska blaðið Sunday Times hefur um langt skeið efnt til virtrar keppni í vatnslitamálun. Slíkum keppnum hefur farið fækkandi og vígi hinnar hárnákvæmu og hófstilltu listar vatnslitamálunar falla hvert af öðru. Það eru fleiri vígi sem falla, því kepppnin heitir ekki lengur The Sunday Times Watercolour Competition, heldur The Kaupthing Singer and Friedlander/Sunday Times Watercolour Competition. 7.3.2007 09:36 Mjúk eða hörð stjórnun Fyrirtæki eru í auknum mæli að ganga í gegnum breytingar, s.s. alþjóðavæðingu, tækninýjungar og aukna samkeppni. Margir líta í því sambandi á mannauð sem lykilþátt í samkeppnishæfni fyrirtækja og stofnana og leggja áherslu á að breyta hefðbundnum starfsmannadeildum úr deildum sem sjá um skipulag og eftirlit í mannauðsdeildir sem skapa augljóst virði innan fyrirtækja. 7.3.2007 09:36 Jarðvegur Indlands nærir forystu Actavis Kaup á lyfjaverksmiðju Sanmar í Suður-Indlandi í síðasta mánuði mörkuðu þáttaskil í starfsemi Actavis á Indlandi. Með þeim hafði Actavis náð tökum á allri virðiskeðju sinni, allt frá þróun á lyfjaefnum, framleiðslu þeirra og fullbúinna lyfja og aðstöðu til þróunar og klínískra prófana. Actavis getur því í raun sinnt öllum stigum þróunar og framleiðslu lyfja í Indlandi án þess að aðrir komi þar að máli. 7.3.2007 09:36 Byggjum réttlátt samfélag Hrun á alþjóðlegum fjármálamörkuðum undanfarnar vikur kemur Aurasálinni ekki á óvart. Um árabil hefur hún haft áhyggjur af gegndarlausum hækkunum verðbréfapappír um víða veröld. Sérstaklega hefur Aurasálin áhyggjur af þeim búsifjum sem ofsagróðinn veldur almennum borgurum. 7.3.2007 09:36 BYRjunar-örðugleikar Eitthvað virðist nafnbreyting sameinaðra sparisjóða Hafnfirðinga og vélstjóra hafa farið fram hjá sumum viðskiptavinum. Á laugardaginn var nýtt nafn, Byr - sparisjóður, og merki kynnt. Á mánudegi heyrðist hins vegar af viðskiptavini sem kom inn í sinn gamla sparisjóð og stoppaði hissa við. „E... er þetta ekki ennþá banki?“ spurði sá og fékk frekar þreytulegt tilsvar um að víst væri það svo. 7.3.2007 09:36 Kínverskar púðurkerlingar Kunningi minn hringdi í mig í vikunni alveg að fara á límingunum. „Er þetta allt að hrynja?“ spurði hann æstur. Ég geispaði letilega í símann og spurði hvað væri eiginlega í gangi. Það kom náttúrulega í ljós að vinurinn sem er snarmanískur andskoti, hleypur maraþon og þarf alltaf að vera að gera eitthvað, hafði náttúrulega rifið sig upp fyrir allar aldir og séð ástandið á kínverska markaðnum. 7.3.2007 09:36 Sjálfkjörið í stjórn Straums Sjálfkjörið verður í stjórn Straums-Burðaráss fjárfestingar-banka. Þeir sem hafa boðið sig fram sem aðalmenn eru eftirtaldir: Björgólfur Thor Björgólfsson, Birgir Már Ragnarsson, Guðmundur Kristjánsson, Friðrik Hallbjörn Karlsson og James Leitner. Leitner er forstjóri bandaríska fjárfestingarsjóðsins Falcon Management Corporation í New Jersey. 7.3.2007 09:36 Svo fæ ég vexti og vaxtavexti og vexti líka af þeim Fyrirsögnin er fengin úr söng Trölla fyrir hönd Útvegsbankans á árum áður. Þetta var auðvitað rétt hjá Trölla en bara hálf sagan og varla það. Á dögum Trölla máttu allir þessir vextir sín oftast lítils fyrir verðbólgunni og innstæður í bönkum rýrnuðu að raunvirði. 7.3.2007 09:36 MA-nám í alþjóðaviðskiptum Háskólinn í Reykjavík ætlar á næsta haustmisseri að bjóða nemendum upp á nýtt nám á meistarastigi í alþjóðaviðskiptum. Námið er sérsniðið fyrir metnaðarfulla nemendur sem vilja ná starfsframa á alþjóðavettvangi, að sögn forstöðumanna námsins. Sjónum er sérstaklega beint að sérstökum markaðssvæðum auk þess sem nemendur munu dvelja í eina önn á þriðja misseri námsins á erlendri grund í því skyni að víkka sjóndeildarhring þeirra enn frekar. 7.3.2007 09:36 Háskólapróf í nísku Á Deiglunni.com er oft að finna skemmtilegar greinar. Þar er samankominn hópur frjálslyndra og velmenntaðra ungmenna sem tekst oft á tíðum að bregða frjóu sjónarhorni á hin ýmsu málefni líðandi stundar í bland við hin sem glíma þarf við á skala eilífðarinnar. Á Deiglunni er að finna núna grein eftir Magnús Þór Torfason, doktorsnema við Columbia Business School. 7.3.2007 09:20 FL Group selur Kynnisferðir FL-Group seldi í gær allan hlut sinn í rútubílafyrirtækinu Kynnisferðum og hagnaðist um 450 milljónir á sölunni, samkvæmt tilkynningu frá félaginu. Kaupandi er hópur fjárfesta undir forystu Norðurleiðar og Hópbíla-Hagvagna og er þar með orðinn til nýr rísi á hópferðabílamarkaðnum. Með þessu hefur FL Group lokið sölu á öllum dótturfyrirtækjum sínum, sem tengdust gamla ferðaþjónustuhluta Flugleiða, eins og hann var áður en félagið fékk nafnið FL Group. 7.3.2007 07:34 Enn tapar DeCode Tap af rekstri DeCode, móðurfélagi Íslenskrar erfðagreiningar nam fimm komma átta milljörðum króna í fyrra, sem er talsvert verri afkoma en í hitteðfyrra, en þá var afkoman verri en árið þar áður. Í tilkynningu frá félaginu segir að aukið tap í fyrra megi rekja til fjárfestingar í lyfjarannsóknum og vaxandi þróunarkostnaðar. 7.3.2007 07:25 Margföldun stofnfjár lögð til Fyrir aðalfund Byrs verður lögð tillaga um heimild til stofnfjáraukningar úr 231 milljón í þrjátíu milljarða króna. Hagnaður Byrs í fyrra nam um 2,7 milljörðum króna. 7.3.2007 06:30 Íslandsprent bætir við sig Annabella Jósefsdóttir hefur verið ráðin til Íslandsprents sem nýr starfsmaður í söludeild til að sinna auknum verkefnum fyrirtækisins. Hún sér um samskipti við viðskiptavini, tilboðsgerð og öflun nýrra viðskiptavina. 7.3.2007 06:00 Actavis sjálft skotmark Svo gæti farið að Actavis verði sjálft yfirtökuskotmark takist félaginu ekki að yfirtaka samheitalyfjahluta þýska lyfjarisans Merck eins og það hefur lýst áhuga á. 7.3.2007 06:00 Vanskil einstaklinga og fyrirtækja ekki minni í sex ár Hlutfall vanskila af útlánum innlánsstofnanna lækkaði úr tæplega 0,7 prósentum í lok þriðja ársfjórðungs í fyrra í rúmlega 0,5 prósent í lok síðasta árs og hafa vanskil ekki verið jafn lítil í sex ár, samkvæmt upplýsingum frá Fjármálaeftirlitinu. 6.3.2007 14:00 Allt á uppleið í Kauphöllinni Hlutabréf í Kauphöll Íslands hafa hækkað í morgun en í gær lækkaði verð á nær öllum skráðum félögum. Straumur-Burðarás hefur hækkað mest, um 2,5% og hefur náð aftur því gengi sem var á bréfum félagsins fyrir helgi. Þá hefur Landsbankinn hækkað um 1,9%, Exista um 1,8% og Kaupþing um 1,75%. Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 1,19%. Engin félög hafa lækkað í Kauphöllinni í dag. Töluverð viðskipti hafa verið í kauphöllinni í morgun, eða fyrir 1,3 milljarða. 6.3.2007 10:43 Ríkisstofnanir fá endurgreiðslu Til stendur að endurgreiða ríkisstofnunum virðisaukaskatt af allri þjónustu sem þær kaupa af tölvu-og hugbúnaðarfyrirtækjum. Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra upplýsti um þetta á ráðstefnunni „Útvistun - allra hagur“ sem haldin var fyrir helgi af Samtökum UT-fyrirtækja, Samtökum iðnaðarins, Ríkiskaupum og ráðuneytum fjármála, iðnaðar og viðskipta. 6.3.2007 10:00 Ofurleiðni er næsta skrefið Hraðlestir sem snerta ekki jörðina, ofurrafgeymar og enn öflugri og kröftugri tölvur eru skammt undan. Efni sem nefnast háhita ofurleiðarar munu gera allt þetta að veruleika í framtíðinni. 5.3.2007 22:02 Minna tap hjá Atlantic Petroleum Færeyska olíuleitarfélagið Atlantic Petroleum skilaði tapi upp á rúma 8,1 milljón danskra króna, jafnvirði rétt rúmra 96 milljóna íslenskra króna, á síðasta ári. Þetta er nokkru minna tap en árið áður en þá tapaði félagið tæplega 10,4 milljónum danskra króna, sem jafngildir 123,3 milljónum íslenskra króna. Tap félagsins á fjórða ársfjórðungi í fyrra minnkaði talsvert á milli ára. 5.3.2007 15:57 Úrvalsvísitalan tók dýfu Úrvalsvísitala Kauphallarinnar tók dýfu við opnun markaða í morgun. Þá hafa vísitölur um allan heim lækkað. Danska viðskiptablaðið Börsen spáir blóðrauðum degi í dönsku kauphöllinni. 5.3.2007 12:26 Lækkanir í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa lækkaði nokkuð við opnun Kauphallar Íslands í dag en Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 2,07 prósent það sem af er dags. Þetta er nokkuð í samræmi við gengi á mörkuðum í Evrópu og í Asíu. Gengi kínversku hlutabréfavísitölunnar lækkaði um 3,5 prósent en gengi japönsku Nikkei-hlutabréfavísitölunnar lækkaði um 3,4 prósent í dag. Hún hefur ekki lækkað jafn mikið í níu mánuði. 5.3.2007 10:35 SPV og SH heita nú Byr - sparisjóður Sparisjóður vélstjóra og Sparisjóður Hafnarfjarðar hafa nú tekið sameiginlegt nafn; Byr - sparisjóður. Sparisjóðirnir sameinuðust formlega um áramót. Starfsmenn og fjölskyldur þeirra komu saman í Smárabíó í dag til að fagna nýja nafninu. Heildareignir hins nýja sparisjóðs nema rúmum 100 milljörðum króna og eiga um 50 þúsund einstaklingar í viðskiptum við hann. 3.3.2007 13:42 Langt undir spám Fjölmiðla- og afþreyingarfélagið 365 hf. tapaði 6,9 milljörðum króna á síðasta ári. Sé einungis horft á áframhaldandi starfsemi nemur tapið 1,2 milljörðum. Hagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta nam 1.552 milljónum króna. „Ljóst er að rekstrarniðurstaða félagsins er óásættanleg,“ segir forstjóri fyrirtækisins. 3.3.2007 10:13 Straumur-Burðarás tekur 35,3 milljarða sambankalán Straumur-Burðarás Fjárfestingabanki hf. hefur skrifað undir 400 milljóna evra sambankaláni. Þetta svarar til 35,3 milljarða íslenskra króna. Lánið er í tveimur hlutum með breytilegum vöxtum og til þriggja ára. Tuttugu og níu bankar í 13 löndum tóku þátt í láninu. 2.3.2007 13:02 Sjá næstu 50 fréttir
Sjónvarpið í símann hjá Vodafone Vodafone á Íslandi kynntu í dag glænýja þjónustu á íslenskum farsímamarkaði - sjónvarp í síma. Nú geta viðskiptavinir Vodafone nálgast fréttir Stöðvar 2, Ísland í dag, Kompás, Silfur Egils, veðurfréttir og íþróttir þegar þeim hentar. Eins geta notendur fylgst með fréttum Sky News í beinni útsendingu allan sólarhringinn. 9.3.2007 15:37
Industria meðal 50 framsæknustu fyrirtækja Evrópu Viðskiptatímaritið CNBC European Business hefur í viðamikilli úttekt sem birt er í marshefti tímaritsins útnefnt íslenska fyrirtækið Industria sem eitt af 50 framsæknustu fyrirtækjum í Evrópu ásamt fyrirtækjum á borð við netsímafyrirtækið Skype Technologies. Í umsögn blaðsins segir að Industria geti reynst eitt mikilvægasta fyrirtækið í samruna sjónvarps og stafrænna miðla í Evrópu. 9.3.2007 13:49
365 hækka hlutafé og kaupa Innn 365 hf hefur keypt allt hlutafé Innn hf af Fons Eignarhaldsfélagi hf. Stjórn 365 ákvað í gær að hækka hlutafé í félaginu um rúmar 60 milljónir. Hækkunin var nýtt til að kaupa allt hlutafé Innn. Með hækkun hlutafjárins er heimild til hækkunar nýtt að hluta og verður heildarhlutafé þá orðið rúmlega 3,4 milljarðar. 9.3.2007 10:16
Straumur-Burðarás hugsanlega úr landi Straumur-Burðarás verður hugsanlega færður til Bretlands eða Írlands. Þetta kom fram í ræðu Björgólfs Thors Björgólfssonar, stjórnarformanns Straums-Burðaráss, á aðalfundi bankans í gær. 9.3.2007 06:15
Peningaskápurinn ... Viðræður standa enn milli stjórna VBS fjárfestingarbanka og fjárfestingafélagsins FSP en þær hófust um miðjan febrúar. Jón Þórisson, framkvæmdastjóri VBS, býst við að niðurstöður liggi fyrir öðru hvorum megin við helgina og er frekar bjartsýnn þótt ekkert liggi enn fyrir í þeim efnum. FSP, sem er í eigu flestra sparisjóðanna og Icebank, á um 36 prósent hlutafjár í VBS. Hagnaður VBS nam 192 milljónum króna í fyrra en ætla má að hagnaður FSP hafi verið um 550 milljónir króna. 9.3.2007 06:00
Horft framhjá lækkandi vaxtamun í þjóðfélagsumræðunni SPRON fengi 4 milljarða í vexti ef hlutabréf yrðu seld og fjárhæðin lögð inn í SÍ. 9.3.2007 05:15
Gætu aukið eigið fé um 150 milljarða Fjárfestingargeta Kaupþings færi í 300-400 milljarða. 9.3.2007 05:00
Methagnaður SPRON Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis, SPRON hagnaðist um 9 milljarða króna eftir skatt á síðasta ári. Þetta kom fram þegar endurskoðaðir árskreikningar Sparisjóðsins voru lagðir fram á aðalfundi sem haldinn var í Borgarleikhúsinu í dag. Afkoma SPRON hefur aldrei verið betri og jókst hagnaður um 120% á milli ára. 8.3.2007 17:56
Erlend lántaka eykst milli ára Gengisbundin lán til íslenskra heimila hafa aukist verulega á síðastliðnum tveimur árum. Þá eru vísbendingar uppi um að fasteignalán í erlendri mynt hafi aukist að undanförnu til viðbótar við gengisbundin bílalán eftir að krónan veiktist og innlendir vextir á íbúðalánum hækkuðu. Upphæð lána í erlendri mynt jókst um 150 prósent frá janúarlokum í fyrra til sama tíma á þessu ári. 8.3.2007 16:50
Björgólfur hótar að flytja Straum úr landi Björgólfur Thor Björgólfsson, stjórnarformaður Straums-Burðaráss Fjárfestingabanka, gagnrýndi íslensk stjórnvöld í aðalfundi Straums í dag og sagðist hóta að flytja bankann úr landi vegna aðgerða stjórnvalda, sem hafi fyrirvaralaust breytt og þrengt reglur varðandi uppgjör fjármálafyrirtækja í erlendri mynt. 8.3.2007 16:24
Viðsnúningur hjá HB Granda Útgerðafélagið HB Grandi skilaði tapi upp á 1.980 milljónir króna í fyrra samanborið við 549,3 milljóna króna hagnað árið áður. 8.3.2007 16:07
Sýningin Tækni og vit opnuð í dag Stórsýningin Tækni og vit 2007 verður formlega opnuð í Fífunni í Kópavogi síðdegis í dag. Þetta er stærsta fagsýning tækni- og þekkingariðnaðarins sem haldinn hefur verið á Íslandi á þessu sviði. Geir H. Haarde forsætisráðherra setur sýninguna við hátíðlega athöfn en hún opnar fyrir gestum klukkan 18:00. 8.3.2007 10:48
Tap hjá Orkuveitu Reykjavíkur Orkuveita Reykjavíkur (OR) tapaði 1.756 milljónum króna á síðasta árið samanborið við 4.359 milljóna króna hagnað árið 2005. Helsta skýringin á muninum er gengistap vegna langtímaskuldbindinga. 8.3.2007 09:44
Hagnaður hjá Hitaveitu Rangæinga Hitaveita Rangæinga skilaði 51,1 milljóna króna hagnaði í fyrra samanborið við 38,8 milljóna tap árið 2005. Hitaveita Rangæinga sameinaðist Orkuveitu Reykjavíkur við upphaf þessa árs. 8.3.2007 09:35
Tölvunotkun mest á Íslandi Tölvunotkun og aðgangur að interneti er mest á Íslandi miðað við aðildarlönd Evrópusambandsins og nýta Íslendingar sér tæknina í mun meira mæli en þeir. Níutíu prósent Íslendinga á aldrinum 16-74 ára notuðu tölvu árið 2006, og 88 prósent þeirra notuðu internetið. Á sama tíma notuðu 61 prósent íbúa Evrópusambandsins tölvu og rúmur helmingur þarlendra heimila hafði aðgang að interneti. 8.3.2007 09:33
Einfölduð sýn fyrir stjórnendur Tölvubankinn hefur kynnt til sögunnar nýja hugbúnaðarlausn fyrir stjórnendur fyrirtækja og sveitarfélaga sem kallast BizVision. Hugbúnaðurinn verður kynntur á sýningunni Tækni og vit sem hefst á morgun. 8.3.2007 06:15
Glitnir hækkar verðmiðann á Kaupþingi Greining Glitnis hefur hækkað verðmat sitt á Kaupþingi í 1.171 krónu á hlut úr 968 samkvæmt verðmatsgengi sem sent var út til viðskiptavina Glitnis í gær. Glitnir metur markaðsvirði Kaupþings á 860 milljarða króna og mælir með kaupum í bankanum. Markgengi Kaupþings til sex mánaða stendur í 1.200 krónum og hækkar úr eitt þúsund krónum. 8.3.2007 06:00
Securitas kaupir 30 prósenta hlut í ND á Íslandi Öryggisfyrirtækið Securitas hf. hefur keypt 30 prósenta hlut í þekkingar- og tæknifyrirtækinu ND á Íslandi, sem hefur fundið upp, þróað og selt tæki til sjálfvirkrar skráningar á aksturslagi bíla með sérstökum ökurita. Kaupverð er trúnaðarmál en með kaupunum er Securitas orðinn stærsti hluthafinn í ND á Íslandi. 7.3.2007 22:15
Glitnir uppfærir verðmat á Kaupþingi Glitnir hefur gefið út nýtt og uppfært verðmat á Kaupþingi. Fyrra verðmat Glitnis hljóðaði upp á 968 krónur á hlut. Nýja matið hljóðar hins vegar upp á 1.171 krónu á hlut. Í mati Glitnis segir að uppgjör Kaupþings á fjórða ársfjórðungi í fyrra hafi verið verulega yfir væntingum. 7.3.2007 11:44
Atorka og Straumborg í 3X Fjárfestingafélögin Atorka Group hf., móðurfélag fyrirtækja á borð við Promens og Jarðboranir, og Staumborg ehf., sem er í eigu Jóns Helga Guðmundssonar, og fjölskyldu, hefur keypt meirihluta hlutafjár, 50,1 prósent, í fyrirtækinu 3X Stál á Ísafirði. Samfara kaupunum hefur nafni félagsins verið breytt í 3X Technology ehf. 7.3.2007 09:36
Litbrigði arðsins Breska blaðið Sunday Times hefur um langt skeið efnt til virtrar keppni í vatnslitamálun. Slíkum keppnum hefur farið fækkandi og vígi hinnar hárnákvæmu og hófstilltu listar vatnslitamálunar falla hvert af öðru. Það eru fleiri vígi sem falla, því kepppnin heitir ekki lengur The Sunday Times Watercolour Competition, heldur The Kaupthing Singer and Friedlander/Sunday Times Watercolour Competition. 7.3.2007 09:36
Mjúk eða hörð stjórnun Fyrirtæki eru í auknum mæli að ganga í gegnum breytingar, s.s. alþjóðavæðingu, tækninýjungar og aukna samkeppni. Margir líta í því sambandi á mannauð sem lykilþátt í samkeppnishæfni fyrirtækja og stofnana og leggja áherslu á að breyta hefðbundnum starfsmannadeildum úr deildum sem sjá um skipulag og eftirlit í mannauðsdeildir sem skapa augljóst virði innan fyrirtækja. 7.3.2007 09:36
Jarðvegur Indlands nærir forystu Actavis Kaup á lyfjaverksmiðju Sanmar í Suður-Indlandi í síðasta mánuði mörkuðu þáttaskil í starfsemi Actavis á Indlandi. Með þeim hafði Actavis náð tökum á allri virðiskeðju sinni, allt frá þróun á lyfjaefnum, framleiðslu þeirra og fullbúinna lyfja og aðstöðu til þróunar og klínískra prófana. Actavis getur því í raun sinnt öllum stigum þróunar og framleiðslu lyfja í Indlandi án þess að aðrir komi þar að máli. 7.3.2007 09:36
Byggjum réttlátt samfélag Hrun á alþjóðlegum fjármálamörkuðum undanfarnar vikur kemur Aurasálinni ekki á óvart. Um árabil hefur hún haft áhyggjur af gegndarlausum hækkunum verðbréfapappír um víða veröld. Sérstaklega hefur Aurasálin áhyggjur af þeim búsifjum sem ofsagróðinn veldur almennum borgurum. 7.3.2007 09:36
BYRjunar-örðugleikar Eitthvað virðist nafnbreyting sameinaðra sparisjóða Hafnfirðinga og vélstjóra hafa farið fram hjá sumum viðskiptavinum. Á laugardaginn var nýtt nafn, Byr - sparisjóður, og merki kynnt. Á mánudegi heyrðist hins vegar af viðskiptavini sem kom inn í sinn gamla sparisjóð og stoppaði hissa við. „E... er þetta ekki ennþá banki?“ spurði sá og fékk frekar þreytulegt tilsvar um að víst væri það svo. 7.3.2007 09:36
Kínverskar púðurkerlingar Kunningi minn hringdi í mig í vikunni alveg að fara á límingunum. „Er þetta allt að hrynja?“ spurði hann æstur. Ég geispaði letilega í símann og spurði hvað væri eiginlega í gangi. Það kom náttúrulega í ljós að vinurinn sem er snarmanískur andskoti, hleypur maraþon og þarf alltaf að vera að gera eitthvað, hafði náttúrulega rifið sig upp fyrir allar aldir og séð ástandið á kínverska markaðnum. 7.3.2007 09:36
Sjálfkjörið í stjórn Straums Sjálfkjörið verður í stjórn Straums-Burðaráss fjárfestingar-banka. Þeir sem hafa boðið sig fram sem aðalmenn eru eftirtaldir: Björgólfur Thor Björgólfsson, Birgir Már Ragnarsson, Guðmundur Kristjánsson, Friðrik Hallbjörn Karlsson og James Leitner. Leitner er forstjóri bandaríska fjárfestingarsjóðsins Falcon Management Corporation í New Jersey. 7.3.2007 09:36
Svo fæ ég vexti og vaxtavexti og vexti líka af þeim Fyrirsögnin er fengin úr söng Trölla fyrir hönd Útvegsbankans á árum áður. Þetta var auðvitað rétt hjá Trölla en bara hálf sagan og varla það. Á dögum Trölla máttu allir þessir vextir sín oftast lítils fyrir verðbólgunni og innstæður í bönkum rýrnuðu að raunvirði. 7.3.2007 09:36
MA-nám í alþjóðaviðskiptum Háskólinn í Reykjavík ætlar á næsta haustmisseri að bjóða nemendum upp á nýtt nám á meistarastigi í alþjóðaviðskiptum. Námið er sérsniðið fyrir metnaðarfulla nemendur sem vilja ná starfsframa á alþjóðavettvangi, að sögn forstöðumanna námsins. Sjónum er sérstaklega beint að sérstökum markaðssvæðum auk þess sem nemendur munu dvelja í eina önn á þriðja misseri námsins á erlendri grund í því skyni að víkka sjóndeildarhring þeirra enn frekar. 7.3.2007 09:36
Háskólapróf í nísku Á Deiglunni.com er oft að finna skemmtilegar greinar. Þar er samankominn hópur frjálslyndra og velmenntaðra ungmenna sem tekst oft á tíðum að bregða frjóu sjónarhorni á hin ýmsu málefni líðandi stundar í bland við hin sem glíma þarf við á skala eilífðarinnar. Á Deiglunni er að finna núna grein eftir Magnús Þór Torfason, doktorsnema við Columbia Business School. 7.3.2007 09:20
FL Group selur Kynnisferðir FL-Group seldi í gær allan hlut sinn í rútubílafyrirtækinu Kynnisferðum og hagnaðist um 450 milljónir á sölunni, samkvæmt tilkynningu frá félaginu. Kaupandi er hópur fjárfesta undir forystu Norðurleiðar og Hópbíla-Hagvagna og er þar með orðinn til nýr rísi á hópferðabílamarkaðnum. Með þessu hefur FL Group lokið sölu á öllum dótturfyrirtækjum sínum, sem tengdust gamla ferðaþjónustuhluta Flugleiða, eins og hann var áður en félagið fékk nafnið FL Group. 7.3.2007 07:34
Enn tapar DeCode Tap af rekstri DeCode, móðurfélagi Íslenskrar erfðagreiningar nam fimm komma átta milljörðum króna í fyrra, sem er talsvert verri afkoma en í hitteðfyrra, en þá var afkoman verri en árið þar áður. Í tilkynningu frá félaginu segir að aukið tap í fyrra megi rekja til fjárfestingar í lyfjarannsóknum og vaxandi þróunarkostnaðar. 7.3.2007 07:25
Margföldun stofnfjár lögð til Fyrir aðalfund Byrs verður lögð tillaga um heimild til stofnfjáraukningar úr 231 milljón í þrjátíu milljarða króna. Hagnaður Byrs í fyrra nam um 2,7 milljörðum króna. 7.3.2007 06:30
Íslandsprent bætir við sig Annabella Jósefsdóttir hefur verið ráðin til Íslandsprents sem nýr starfsmaður í söludeild til að sinna auknum verkefnum fyrirtækisins. Hún sér um samskipti við viðskiptavini, tilboðsgerð og öflun nýrra viðskiptavina. 7.3.2007 06:00
Actavis sjálft skotmark Svo gæti farið að Actavis verði sjálft yfirtökuskotmark takist félaginu ekki að yfirtaka samheitalyfjahluta þýska lyfjarisans Merck eins og það hefur lýst áhuga á. 7.3.2007 06:00
Vanskil einstaklinga og fyrirtækja ekki minni í sex ár Hlutfall vanskila af útlánum innlánsstofnanna lækkaði úr tæplega 0,7 prósentum í lok þriðja ársfjórðungs í fyrra í rúmlega 0,5 prósent í lok síðasta árs og hafa vanskil ekki verið jafn lítil í sex ár, samkvæmt upplýsingum frá Fjármálaeftirlitinu. 6.3.2007 14:00
Allt á uppleið í Kauphöllinni Hlutabréf í Kauphöll Íslands hafa hækkað í morgun en í gær lækkaði verð á nær öllum skráðum félögum. Straumur-Burðarás hefur hækkað mest, um 2,5% og hefur náð aftur því gengi sem var á bréfum félagsins fyrir helgi. Þá hefur Landsbankinn hækkað um 1,9%, Exista um 1,8% og Kaupþing um 1,75%. Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 1,19%. Engin félög hafa lækkað í Kauphöllinni í dag. Töluverð viðskipti hafa verið í kauphöllinni í morgun, eða fyrir 1,3 milljarða. 6.3.2007 10:43
Ríkisstofnanir fá endurgreiðslu Til stendur að endurgreiða ríkisstofnunum virðisaukaskatt af allri þjónustu sem þær kaupa af tölvu-og hugbúnaðarfyrirtækjum. Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra upplýsti um þetta á ráðstefnunni „Útvistun - allra hagur“ sem haldin var fyrir helgi af Samtökum UT-fyrirtækja, Samtökum iðnaðarins, Ríkiskaupum og ráðuneytum fjármála, iðnaðar og viðskipta. 6.3.2007 10:00
Ofurleiðni er næsta skrefið Hraðlestir sem snerta ekki jörðina, ofurrafgeymar og enn öflugri og kröftugri tölvur eru skammt undan. Efni sem nefnast háhita ofurleiðarar munu gera allt þetta að veruleika í framtíðinni. 5.3.2007 22:02
Minna tap hjá Atlantic Petroleum Færeyska olíuleitarfélagið Atlantic Petroleum skilaði tapi upp á rúma 8,1 milljón danskra króna, jafnvirði rétt rúmra 96 milljóna íslenskra króna, á síðasta ári. Þetta er nokkru minna tap en árið áður en þá tapaði félagið tæplega 10,4 milljónum danskra króna, sem jafngildir 123,3 milljónum íslenskra króna. Tap félagsins á fjórða ársfjórðungi í fyrra minnkaði talsvert á milli ára. 5.3.2007 15:57
Úrvalsvísitalan tók dýfu Úrvalsvísitala Kauphallarinnar tók dýfu við opnun markaða í morgun. Þá hafa vísitölur um allan heim lækkað. Danska viðskiptablaðið Börsen spáir blóðrauðum degi í dönsku kauphöllinni. 5.3.2007 12:26
Lækkanir í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa lækkaði nokkuð við opnun Kauphallar Íslands í dag en Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 2,07 prósent það sem af er dags. Þetta er nokkuð í samræmi við gengi á mörkuðum í Evrópu og í Asíu. Gengi kínversku hlutabréfavísitölunnar lækkaði um 3,5 prósent en gengi japönsku Nikkei-hlutabréfavísitölunnar lækkaði um 3,4 prósent í dag. Hún hefur ekki lækkað jafn mikið í níu mánuði. 5.3.2007 10:35
SPV og SH heita nú Byr - sparisjóður Sparisjóður vélstjóra og Sparisjóður Hafnarfjarðar hafa nú tekið sameiginlegt nafn; Byr - sparisjóður. Sparisjóðirnir sameinuðust formlega um áramót. Starfsmenn og fjölskyldur þeirra komu saman í Smárabíó í dag til að fagna nýja nafninu. Heildareignir hins nýja sparisjóðs nema rúmum 100 milljörðum króna og eiga um 50 þúsund einstaklingar í viðskiptum við hann. 3.3.2007 13:42
Langt undir spám Fjölmiðla- og afþreyingarfélagið 365 hf. tapaði 6,9 milljörðum króna á síðasta ári. Sé einungis horft á áframhaldandi starfsemi nemur tapið 1,2 milljörðum. Hagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta nam 1.552 milljónum króna. „Ljóst er að rekstrarniðurstaða félagsins er óásættanleg,“ segir forstjóri fyrirtækisins. 3.3.2007 10:13
Straumur-Burðarás tekur 35,3 milljarða sambankalán Straumur-Burðarás Fjárfestingabanki hf. hefur skrifað undir 400 milljóna evra sambankaláni. Þetta svarar til 35,3 milljarða íslenskra króna. Lánið er í tveimur hlutum með breytilegum vöxtum og til þriggja ára. Tuttugu og níu bankar í 13 löndum tóku þátt í láninu. 2.3.2007 13:02