Fleiri fréttir

Greiðslur hækka um sjö prósent

Stefnt er að því að hækka lífeyrisréttindi sjóðfélaga Lífeyrissjóðs verzlunarmanna um sjö prósent eða sem nemur 11,8 milljörðum króna. Stjórn sjóðsins hefur ákveðið að gera töllugum um hækkunina til aðildarsamtaka sjóðsins.

Fyrsti lækkunardagur ársins

Úrvalsvísitalan lækkaði í gær í fyrsta skipti á árinu eftir töluverða hækkun það sem af er ári. Lækkun gærdagsins, sem rakin er til snöggrar lækkunar á krónunni, nam 0,7 prósentum og endaði vísitalan í 6.730 stigum. Veltan nam 8,4 milljörðum króna í töluverðum fjölda viðskipta eða 611.

Krónan veiktist um tæp 2 prósent

Hollenski bankinn ABN Amro gaf í dag út þriggja milljarða króna krónubréf til eins árs. Þrátt fyrir það veiktist krónan um tæp 2 prósent en heildarveiking hennar síðustu fimm viðskiptadaga nemur 3,2 prósentum. Greiningardeild Kaupþings telur líkur á að evruumræðan eigi hlut að máli en leggur áherslu á að aðrar hávaxtamyntir hafi sömuleiðis veikst á sama tíma.

Glitnir spáir lækkun bensínverðs

Olíuverð lækkaði nokkuð stöðugt undir lok síðasta árs. Verð á Brent Norðursjávarolíu stóð í 55 dölum á tunnu í gær og þykir ljóst að verðið er komið talsvert úr þeim methæðum sem það fór í um mitt síðasta ár. Greiningardeild Glitnis segir íslensku olíufyrirtækin ekki hafa lækkað eldsneytisverð síðan 22. nóvember í fyrra en telur líkur á lækkun á næstunni.

Frásagnir af andláti krónunnar eru ýktar

Miðlun peningastefnu Seðlabankans kynni að verða skilvirkari ef bankar færðu eigið fé yfir í erlenda mynt. Hluta-bréfamarkaður færist hins vegar undan áhrifasviði bankans.

Næstmest verðbólga hér

Verðbólga mældist 2,1 prósent á ársgrundvelli innan aðildarríkja Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) í nóvember á síðasta ári. Þetta er 0,4 prósentustiga hækkun frá sama tímabili árið áður.

Sýr kaupir fasteignir Teymis

Lýsing hf. og Sýr ehf. hafa undirritað samning um fjármögnun á kaupum Sýr ehf., sem er í eigu þeirra Gunnars Hjaltalín og Þórarins Ragnarssonar, á eignum Teymis hf. Kaupverð nemur 2,3 milljörðum króna. Teymi mun eftirleiðis leigja húsnæðið til næstu tíu ára, að því er fram kemur í tilkynningu frá Lýsingu.

Mestur seljanleiki bréfa í Straumi

Fjögur félög í Kauphöll Íslands voru með veltuhraða yfir einum á nýliðnu ári sem merkir að allt útgefið hlutafé félaganna hafi skipt um hendur á tímabilinu. Þetta kemur fram í Vegvísi Landsbankans.

Gott framboð á ýsu og þorski

Meira framboð var á ýsu og þorski á fiskmörkuðum landsins í síðustu viku miðað við aðrar tegundir. Meðalverðið var í hærri kantinum eða 177,28 krónur fyrir kílóið sem er 38,15 krónum yfir meðalverði síðasta árs, sem hækkaði um 24 prósent á milli ára, að því er fram kemur á vef Fiskifrétta. Líkt og fyrri vikur seldist mest af ýsu í vikunni, eða 714 tonn, en 164,04 krónur fengust fyrir kílóið af slægðri ýsu.

Vill víkjandi lán

Stjórn Icelandic Group leggur fyrir hluthafafund, síðar í mánuðinum, að hún fái heimild til að taka víkjandi lán með sérstökum skilyrðum er veiti lánardrottni rétt til að breyta skuldinni í hlutafé.

Kaupþing aldrei verðmætara

Kaupþing, verðmætasta fyrirtæki landsins og eitt fjölmennasta hlutafélagið, hefur aldrei verið metið hærra á hlutabréfamarkaði. Bankinn stóð í 905 krónum á hlut á mánudaginn og var því metinn á 670 milljarða króna, eða sem svarar vel til hálfrar árlegrar landsframleiðslu Íslands og hálfrar heildareignar lífeyrissjóðakerfisins. Frá áramótum hafa bréf Kaupþings hækkað um 7,61 prósent.

Fjármálafyrirtæki áfram í sviðsljósinu

Gangi spá Greiningar Glitnis eftir um 21 prósenta hækkun Úrvalsvísitölunnar á árinu 2007 fer vísitalan yfir 7.750 stig. Samanlagður hagnaður þeirra félaga sem Glitnir spáir fyrir um verður um 250 milljarðar króna á árinu sem var að líða, þar af nam hagnaður á fjórða ársfjórðungi 88 milljörðum króna.

Frá Vodafone til Matís ohf.

Gísli Þorsteinsson hefur verið ráðinn sem markaðs- og kynningarstjóri Matís ohf. Gísli hefur verið upplýsingafulltrúi Vodafone og lýkur þar störfum á næstu dögum.

Bættu við gjaldeyri í lok árs

Nettóstaða viðskiptabankanna í erlendum gjaldeyri jókst um rúmlega 80 milljarða króna í desember og var 188,5 milljarðar króna í árslok, að því er fram kemur í morgunkorni Glitnis.

Stöðva umferð á föstudaginn

Fjarskiptaumferð um CANTAT-3 sæstrenginn verður stöðvuð næstkomandi föstudag og gert ráð fyrir að hann verði sambandslaus fram undir lok þessa mánaðar.

Úr Kaupthing í Kaupthing

Iceland Review sendir reglulega smáfréttir og pistla á ensku út á öldur netsins. Einn pistill þessa dagana er smá yfirferð á því helsta sem hefur verið að gerast í rólegri tíð hér norður á Fróni.

Ráðstefna um Python-forritun

Íslensku tæknifyrirtækin CCP og dohop, sem þróa og reka samnefnda fargjaldaleitarvél halda, í samvinnu við alþjóðlegu samtökin Python Software Foundation, ráðstefnu um Python-forritunarmálið í Salnum í Kópavogi, mánudaginn 15. janúar næstkomandi. Aðgangur er ókeypis en tilgangurinn er að kynna forritunarmálið betur fyrir íslenskum áhugamönnum um forritun.

Eimskip kaupir Alla Geira

Eimskip hefur keypt alla hluti í flutningafyrirtækinu Alli Geira hf. á Húsavík. Seljendur eru fjölskylda Aðalgeirs Sigurgeirssonar heitins sem stofnaði fyrirtækið fyrir 50 árum og Hannes Höskuldsson.

Að evra eða ekki evra

Fullyrt er á markaði að fjármálafyrirtækin vilji í stórum stíl færa eigið fé sitt í evrur. Þannig gengur sú saga að Seðlabankinn hafi stöðvað Kaupþing í að ganga þetta skref, en síðan hafi Straumur-Burðarás farið þessa leið. Gjaldeyrisjöfnuður bankanna gefur svo til kynna að ef heldur fram sem horfir verði ekki um stóra breytingu að ræða verði skrefið stigið til fulls. Eigið fé verði mest megnis komið í evrur hvort eð er.

Alfesca verðlaunað

Dótturfélag Alfesca í Skotlandi, Farne, sópaði til sín verðlaunum þegar matvælaverðlaunin „Food and Britain“ voru afhent á Svaoy-hótelinu í London í desember síðastliðnum.

Ný stjórn FME tekin við

Viðskiptaráðherra hefur skipað nýja stjórn Fjármálaeftirlitsins til næstu fjögurra ára. Skipunin tók gildi fyrsta þessa mánaðar.

Ráðlagt að senda ekki frá sér afkomuviðvörun

Greiningardeild Kaupþings taldi að Mosaic hefði átt að senda frá sér afkomuviðvörun eftir að afkoma félagsins var langt frá spám. Ráðgjafar Mosaic úr Kaupþingi voru á öðru máli.

Miðstöð Samskipa í Belgíu

Samskip hefur tekið upp samstarf við hafnaryfirvöld í í Zeebrugge í Belgíu um uppbyggingu gámamiðstöðvar vegna aukinna umsvifa Evrópuflutninga Samskipa í samstarfi við belgíska gámalöndunarfyrirtækið PSA HNN.

Verður allt að vopni

Íslands ógæfu verður allt að vopni, var eitt sinn sagt þegar hver óáranin rak aðra. Kaupþingsmenn hafa fengið sinn skerf að undanförnu. Þannig hefur auglýsingum þeirra verið snúið upp á háa vexti og miklar skuldir landsmanna með grátandi fólki. Þar við bætist umræða um flottræfilshátt vegna auglýsinga með John Cleese og svo hefur árlegt partí í London verið milli tanna einhverra.

Stjórnendur fá kauprétti

Stjórn Icelandair Group Holding hefur veitt sautján stjórnendum félagsins kauprétti að samtals 45,3 milljónir hluta. Samningana, sem eru til þriggja ára, verður hægt að nýta frá og með árinu 2008 og er rétthöfum heimilt að nýta þriðjung kaupréttarins í fjórar vikur frá 3. janúar ár hvert. Samningsgengið er 27,5 krónur á hlut.

Æ fleiri nýta sér kosti flugsins

Flugfélag Íslands bætir í sumar við flugleiðum til að mæta aukinni eftirspurn. Fjöldi farþega jókst um átta prósent í innanlandsflugi í fyrra. Framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands segir viðhorf til flugs hafa breyst.

2,1 prósenta verðbólga innan OECD

Verðbólga mældist 2,1 prósent innan aðildarríkja Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) í nóvember á síðasta ári. Á sama tíma fyrir ári var verðbólgan 1,7 prósent. Verðbólgan var líkt og fyrr næstmest hér á landi.

Eigið fé bankanna aldrei hærra en nú

Nettóstaða viðskiptabankanna í erlendum gjaldeyri jókst um rúmlega 80 milljarða krónur í desember og var 188,5 milljarðar króna í lok síðasta árs. Það jafngildir tæplega 23 prósentum af eigin fé bankanna og hefur hlutfallið aldrei verið hærra. Greiningardeild Glitnis segir vöxt viðskiptabankanna verða fyrst og fremst utan landsteina og því vegi krónan æ minna í efnahagi og rekstri þeirra.

Glitnir segir líkur á lægra bensínverði

Verð á Brentolíu fór í 55 dali á tunnu við opnun markaða í morgun. Olíuverð lækkað nokkuð stöðugt undir lok síðasta árs og er komið talsvert frá þeim methæðum sem það fór í um mitt sumar í fyrra. Greiningardeild Glitnis segir íslensku olíufyrirtækin ekki hafa lækkað eldsneytisverð síðan 22. nóvember í fyrra en telur líkur á lækkun á næstunni.

Spá yfir fimmtungshækkun

Greining Glitnis spáir 21 prósents hækkun á Úrvalsvísitölunni í ár sem er nokkuð meiri hækkun en árið 2006 þegar vísitalan hækkaði um 15,8 prósent.

Morgan Stanley metur Kaupþing

Bandaríski fjárfestingabankinn Morgan Stanley hefur gefið út nýtt verðmat á Kaupþingi. Bankinn segir markgengi á bréfum bankans vera 94 sænskar krónur á hlut, eða rúmar 953 krónur miðað við gengi gærdagsins.

Þúsund færri fólksbílar fluttir til landsins

Bílainnflutningur dróst lítillega saman á síðasta ári miðað við 2005. 17.000 fólksbílar voru fluttir inn á árinu miðað við 18.000 bíla árið áður. Helsta ástæðan fyrir samdrættinum er veiking á gengi krónunnar gagnvart öðrum gjaldmiðlum, að sögn greiningardeildar Kaupþings.

Óhagstæður vöruskiptahalli veikir krónuna

Nafngengi krónunnar hefur lækkað um 7 prósent frá miðjum október á síðasta ári. Fram að þeim tíma hafði krónan styrkst töluvert og leit út fyrir að fyrri veiking myndi ganga til baka að mestu. Greiningardeild Landsbankans segir það skipta máli að snúa óhagstæðum vöruskiptahalla við eigi að koma í veg fyrir frekari veikingu krónunnar.

Elin Gabriel lætur af störfum hjá Actavis

Elin Gabriel, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Actavis í Vestur Evrópu, mun láta af störfum hjá félaginu í þessum mánuði en Aidan Kavanagh, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs samstæðunnar í Mið-, Austur-Evrópu og í Asíu mun taka yfir ábyrgðarsviði hennar ásamt Ferghal Murphy yfirmanni innkaupasviðs Actavis.

Morgan Stanley gefur út verðmat á Kaupþingi

Bandaríski fjárfestingabankinn Morgan Stanley hefur gefið út nýtt verðmat á Kaupþingi. Bankinn segir markgengi á bréfum bankans vera rúmar 956 krónur á hlut. Það er 44 krónum lægra en mat bandaríska bankans Citigroup á Kaupþingi í síðustu viku.

Peningaskápurinn ...

Það er kunnugra en frá þarf að segja að það er erfitt að spá, einkanlega um framtíðina. Mat á verðmæti fyrirtækja eru að hluta til vísindi, en að hluta til huglægt fyrirbæri og því er munur á slíku mati milli greinenda.

Nýr sæstrengur er þjóðhagslega hagkvæmur

Póst- og fjarskiptastofnun hefur látið vinna skýrslu um áhrif sambandsrofa í millilandasamskiptum. Í skýrslunni, sem unnin var í desember, kemur fram að þjóðhagslega hagkvæmt er að ráðast í lagningu nýs sæstrengs, FARICE-2, fyrr en síðar.

Að toppa Jones

Hið árlega ármótapartí Ármanns Þorvaldssonar, forstjóra Kaupþings í London, verður haldið með pompi og prakt nú um helgina. Þessar veislur eru fyrir löngu orðnar stórviðburður í viðskiptaheiminum. Á árum áður brá Ármann sér á svið og söng Delilu Toms Jones, en í fyrra mætti Tom Jones sjálfur og skemmti gestum.

Gunnlaugur Sigmundsson verður framkvæmdastjóri Máttar

Gunnlaugur M. Sigmundsson, fyrrverandi alþingismaður og forstjóri Kögunar, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Fjárfestingarfélagsins Máttar. Félagið er í eigu Sjóvár og Glitnis en Gunnlaugur hefur einnig keypt fimm prósenta hlut í því.

Slúður og vangaveltur

Menn eru farnir að velta því fyrir sér hver næstu skref Baugs verði í Bretlandi og spá margir í framvinduna í hinni munaðarlausu verslanakeðju Woolworths. Þar heldur Baugur utan um þrettán prósenta hlut með beinum og óbeinum hætti.

Landsbanki spáir 0,2% vísitöluhækkun í janúar

Greiningardeild Landsbankans gerir við ráð fyrir 0,2% hækkun vísitölu neysluverðs í janúar í endurskoðaðri spá. Þetta er hækkun frá fyrri spá greiningardeildarinnar um óbreytta vísitölu. Gangi spáin eftir lækkar tólf mánaða breyting vísitölunnar úr 7% í 6,8% á milli mánaða.

Gefin hafa verið út krónubréf fyrir 320 milljarða

Þýski landbúnaðarsjóðurinn, KfW, gaf í dag út skuldabréf í íslenskum krónum fyrir 3 milljarða króna. Alls hafa verið gefin út krónubréf fyrir rúmlega 320 milljarða króna frá því í september 2005.

Sjá næstu 50 fréttir