Fleiri fréttir

Peningaskápurinn ...

Bjartsýni landans virðist vera mikil í upphafi nýs árs því árið hófst með mikilli flugeldasýningu á hlutabréfamarkaði og lofar byrjunin góðu. Úrvalsvísitalan hækkaði um 1,84 prósent á fyrsta viðskiptadegi og stóð í 6.528 stigum í dagslok.

Fyrstu jöklabréf ársins gefin út í dag

ABN Amro, einn stærsti banki Hollands, gaf út svokölluð jöklabréf fyrir þrjá milljarða krónur í dag. Bréfið er með gjalddaga 11. janúar á næsta ári og ber 14 prósenta vexti. Þetta er fyrsta jöklabréfið á árinu og það fyrsta síðan í byrjun desember, að sögn greiningardeildar Landsbankans. Jöklabréf fyrir 35 milljarða krónur verða á gjalddaga á fyrsta fjórðungi þessa árs, þar af eru 5 milljarðar á gjalddaga á morgun.

Gengi AMR tók á rás vestanhafs

Gengi bréfa í bandaríska félaginu AMR, móðurfélagi American Airlines, tóku á rás við opnun markaða í Bandaríkjunum í dag og hækkaði mest um rúm 7,20 prósent. Þetta er fyrsti viðskiptadagur ársins vestanhafs á árinu. FL Group keypti tæpan 6 prósenta hlut í AMR fyrir um 29 milljarða íslenskra króna undir lok síðasta árs.

Straumur-Burðarás með útibú í Lundúnum

Breska fjármálaeftirlitið (FSA) hefur veitt Straumi-Burðarási Fjárfestingabanka leyfi til að starfrækja útibú í Lundúnum í Bretlandi. Straumur hóf starfsemi í borginni á mánudag.

Sviptingar á krónunni

Miklar sveiflur urðu á gengi krónunnar á síðasta ári. Krónan veiktist um átján prósent á árinu eftir styrkingu árið 2005. Lækkunarhrina hennar hófst seinni partinn í febrúar og var gengisvísitalan hæst um mitt ár.

Milli steins og sleggju

Sterkur orðrómur er í gangi um að Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins, komi til með að taka að fullu yfir Ár og Dag og þar með Blaðið.

Staðgreitt himnaskraut

Þið hefðuð átt að sjá svipinn á nágrannanum þegar ég opnaði bílskúrinn á gamlárskvöld. Hann varð grænn af öfund þegar velsmurð bílskúrshurðin opnaðist, þar sem ég hélt á fjarstýringunni og góðum Kúbuvindli. Við blasti skraut á himnafestinguna fyrir vel á aðra milljón.

Kaupþing má reka banka í Færeyjum

Kaupþing í Færeyjum sér fram á að tvöfalda hjá sér starfsmannafjölda með auknum umsvifum. Færeyska útvarpið greindi frá því að bankinn hafi fengið leyfi til að reka þar bankastarfsemi, en hingað til hefur Kaupþing rekið þar verðbréfamiðlun.

Glitnir í stað Fischer Partners

Nafni bankans Fischer Partners í Svíþjóð hefur verið breytt í nafnið Glitnir. Nýtt vörumerki og yfirbragð var tekið í notkun frá og með fyrsta viðskiptadegi nýja ársins.

SPK í nýjar höfuðstöðvar

Sparisjóður Kópavogs hefur fest kaup á stóru húsnæði sem er í byggingu við Digranesveg 1 og ætlar að flytja höfuðstöðvar sínar úr Hlíðasmáranum á þessu ári.

Skerpt á áherslum viðskiptasendinefnda

Útflutningsráð Íslands ætlar á nýju ári að leggja aukna áherslu á að auka gæði viðskiptafunda sem skipulagðir eru fyrir fyrirtæki. Í fréttatilkynningu kemur fram að fundirnir verði færri, markvissari og betur undirbúnir. Jafnframt verði lögð áhersla á að koma á tengslum milli íslensku og erlendu fyrirtækjanna áður en farið er í ferðina sjálfa.

Fiskmarkaður Suðurnesja eignast 5% í SpKef.

Töluverð viðskipti voru með stofnfé í Sparisjóðnum í Keflavík fyrir áramót og má ætla að gengi stofnfjárbréfa hafi hækkað um þriðjung í desember. Markaðsvirði sparisjóðsins er komið yfir ellefu milljarða króna.

Lítill afli

Heildarafli íslenska fiskiskipaflotans nam 1,3 milljónum lesta á síðasta ári en hann hefur ekki verið minni síðan árið 1991 þegar hann var rétt rúm milljón lestir, samkvæmt bráðabirgðatölum Fiskistofu.

Spennandi ár fram undan

Það má með sanni segja að það hafi verið líf í mörkuðunum á því ári sem nú er að renna sitt skeið.

Hálfur milljarður á lofti

Ekki þarf sérfræðinga til að gera sér grein fyrir því að aldrei hefur meira af flugeldum verið skotið á loft eins og síðasta gamlárskvöld.

Breyttir tímar

Hlutabréfavelta á síðasta viðskiptadegi ársins 2006 slagaði hátt upp í alla veltu ársins 2001 á innlendum hlutabréfamarkaði. Veltan síðastliðinn föstudag nam tæpum 113 milljörðum króna sem mestmegnis var tilkomin vegna færslu á eignarhlut FL Group í Glitni frá Íslandi til Hollands.

ICEX-15 hækkaði um 15,8 prósent í fyrra

ICEX-15 hlutabréfavísitala Kauphallar Íslands hækkaði um 15,8 prósent á síðasta ári. Til samanburðar nam árleg hækkun vísitölunnar 56-65 prósentum á árunum 2003-2005, að sögn greiningardeildar Glitnis, sem spáði 15-25 prósenta hækkun á síðasta ári.

Búa sig undir samkeppnina

Stóru símafyrirtækin skoða nú bæði skilmálana sem kveðið er á um í útboðslýsingu Póst- og fjarskiptastofnunar á leyfum fyrir rekstur þriðju kynslóðar farsímanets, sem stundum nefnist 3G-kerfi. Að sama skapi fagnar Novator því að leyfin hafi verið auglýst og segir fulltrúi félagsins það enda hafa stefnt að því að koma 3G neti í rekstur.

Fá 5,7 milljarða króna í nýársgjöf

Lífiðn og Samvinnulífeyrissjóðurinn hafa sameinast undir nafninu Stafir lífeyrissjóður. Við það aukast aldurstengd lífeyrisréttindi sjóðsfélaga um 5,7 milljarða króna eða 16 til 20 prósent. Félagar eru yfir fimmtíu þúsund. „Við sameiningu sjóðanna var eignastaða jöfnuð, þannig að allar deildir voru á jafnri stöðu. Þá varð til umframeign í hinum og þessum deildum sem nam 5,7 milljörðum.

FL færir Glitnisbréf til Hollands Skattaumhverfi hagstætt í Hollandi

FL Group, stærsti hluthafinn í Glitni, hefur fært stærstan hluta af eign sinni í bankanum til tveggja dótturfélaga sem eru með heimilisfang í Hollandi. Af rúmlega þrjátíu prósenta hlut FL í Glitni tekur FL Group Holding Netherlands 12,48 prósent en 13,49 prósent færast til FL GLB Holding. Eftir tilfærsluna heldur móðurfélagið FL Group utan um 4,38 prósent í Glitni en hlutur samstæðunnar er eftir sem áður 30,36 prósent af hlutafé í bankanum.

Vöruskipti versna um 28 milljarða á milli ára

Vöruskiptahallinn versnaði til muna á fyrstu ellefu mánuðum ársins miðað við árið í fyrra. Verðhækkanir og gengislækkun skýra helst aukningu útflutnings á árinu 2006 á meðan stóriðjuframkvæmdir skýra aukningu innflutnings.

Hjálmur kaupir Birtíng

Verið er að leggja lokahönd á kaup Hjálms ehf. á meirihluta í útgáfufélaginu Birtíngi. Samkvæmt heimildum Markaðarins verður skrifað undir samning um söluna síðar í dag eða strax 2. janúar. Nokkur uppstokkun verður á útgáfustarfseminni við sameiningu fyrirtækjanna en til stendur að leggja niður tímaritin Mannlíf, Hér og nú og Veggfóður. Talsmaður Hjálms neitar hins vegar að ákvörðun hafi verið tekin um að hætta útgáfu Mannlífs.

Vöruskiptahallinn tæpir 123 milljarðar

Vöruskipti voru óhagstæð um 13,5 milljarða krónur í nóvember, sem er 300 milljónum krónum meira en á sama tíma í fyrra, samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands. Á fyrstu 11 mánuðum ársins voru vörur fluttar inn fyrir 335,6 milljarða krónur en út fyrir 213 milljarða og nemur heildarviðskiptahalli ársins 122,6 milljörðum króna sem er 27,9 milljörðum meiri halli en í fyrra.

Sölumet féllu hjá Högum fyrir jólin

Mikil söluaukning var á matvörum og sérvörum í verslunum Haga, stærsta smásalans á íslenskum verslunarmarkaði, fyrir jólin. Metdagur var í Bónusverslunum á Þorláksmessu og eins var sölumet á einum degi slegið í hinni tíu þúsund fermetra verslun Hagkaupa í Smáralind.

Seðlabankinn varaði við evrubreytingu

Seðlabanki Íslands segir evruuppgjör fjármálafyrirtækja geta dregið úr virkni innlendra fjármálamarkaða og áhrifamætti peningastefnu bankans.

Uppgjör Mosaic í jólalitunum

Tískuverslunarkeðjan Mosaic Fashions skilaði um 1,4 milljóna punda tapi, eða 195 milljónum króna á þriðja ársfjórðungi reikningsársins. Þessi niðurstaða er langt undir væntingum greiningardeilda bankanna sem reiknuðu með þó nokkrum hagnaði hjá félaginu. Meðaltalsspá þeirra hljóðaði upp á rúmlega 7,8 milljóna punda hagnað, jafnvirði 1,1 milljarði króna.

Peningaskápurinn ...

Danskir fjölmiðlar greindu margir hverjir frá því undir yfirskriftinni dagblaðastríðið (aviskrigen) að Nyhedsavisen hefði í „vopnabúri“ sínu á 406 milljónum danskra króna að byggja, eða sem nemur 5,1 milljarði íslenskra króna.

365 miðlar selja DV, Hér og Nú og Veggfóður

365 miðlar hafa selt dagblaðið DV og tímaritin Hér og Nú og Veggfóður. Dagblaðið-Vísir útgáfufélag ehf, sem er í eigu 365, Hjálms ehf, Sigurjóns M. Egilssonar og Janusar Sigurjónssonar, kaupir DV en útgáfufélagið Fögrudyr ehf., sem gefur út tímaritið Ísafold, kaupir tímaritin. Samhliða breytingunum verður vikuritið Birta fellt inn í Fréttablaðið á nýju ári.

365 og Baugur stofna nýtt fyrirtæki í Danmörku

365 hf. og Baugur Group hafa stofnað nýtt fjölmiðlafyrirtæki í Danmörku, Dagsbrun Media K/S. Félagið á danska dagblaðið Nyhedsavisen og rétt rúman meirihluta eða 51 prósent í dreifingarfyrirtækinu Morgendistribution Danmark A/S. Gunnar Smári Egilsson, fyrrum forstjóri Dagsbrúnar, er forstjóri fyrirtækisins sem mun meðal annars skoða útgáfu á fríblöðum í Norður-Evrópu og Bandaríkjunum.

Erlend verðbréfakaup jukust milli ára

Kaup innlendra aðila á erlendum verðbréfum námu rúmum 9 milljörðum krónum umfram sölu í síðasta mánuði. Stærstur hluti kaupanna eru viðskipti með hlutabréf í einstökum félögum og námu þau 6,5 milljörðum króna, samkvæmt nýbirtum tölum frá Seðlabanka Íslands. Heildarkaupin á árinu nema 124,5 milljörðum króna samaborið við 105 milljarða krónur í fyrra.

Lægri lánshæfiseinkunn hækkaði ekki lánskjör

Lækkun matsfyrirtækisins Standard & Poor's á lánshæfiseinkunn ríkissjóðs í erlendri mynt í síðustu viku hefur ekki hafa mikil áhrif á lánskjör á alþjóðamörkuðum enn sem komið er, að sögn greiningardeildar Glitnis.

Erum bara rétt að byrja

Árið hefur einkennst af fjárfestingum, einkum í frægum tískufyrirtækjum en í nóvember festi Baugur til að mynda kaup á House of Fraser, einu frægasta tískuhúsi Bretlands.

Meiri þátttakendur í erlendu atvinnulífi en nokkurt hinna Norðurlandanna

Andbyr og árangur einkenna árið 2006. Mikill andbyr setti svip sinn á viðskipta- og fjármálalífið framan af ári en þegar árið er gert upp fer ekki á milli mála að góður árangur náðist. Til marks um það er framhald útrásar, ágæt afkoma og þegar á allt er litið hagstæð þróun hlutabréfamarkaðar. Við höfum einfaldlega haldið okkar striki þrátt fyrir „danskan“ bölmóð.

Tækifæri í breyttum neysluvenjum

Árið 2006 markaði tímamót í sögu Bakkavarar Group en við fögnuðum tuttugu ára afmæli félagsins á árinu. Strax við stofnun félagsins settum við okkur metnaðarfull markmið um framtíðarvöxt og það er ánægjulegt að tuttugu árum seinna skuli Bakkavör Group vera orðin stærsti framleiðandi ferskra tilbúinna matvæla í Bretz samþætting starfseminnar hefur gengið vel í kjölfar yfirtökunnar á breska matvælafyrirtækinu Geest á síðasta ári.

Traustar undirstöður og ný skref til sóknar

Vöxtur atvinnulífsins síðustu ár hefur verið ævintýri líkastur. Íslenskt atvinnulíf hefur vaxið og hlutabréfaverð hækkað verulega hér á landi síðustu árin á sama tíma og ákveðin stöðnun hefur átt sér stað á alþjóðamörkuðum. Á árinu 2006 snerist myndin við og hlutabréfaverð stóð í stað hér á landi, á sama tíma og mikillar bjartsýni fór að gæta á alþjóðamörkuðum og hlutabréfaverð tók að hækka á nýjan leik.

Með útrás byggist upp þekking

Það sem er efst í huga við liðið ár er hinn mikli þróttur sem er í íslensku efnahagslífi. Þó svo að nokkur hættumerki hafi sést, virðist það ekki hafa haft áhrif á uppganginn sem virðist vera óendanlegur, en hinsvegar gæti það verið mesta hættan.

Áhorfendahópurinn breikkar

Björgólfur Thor Björgólfsson segir að CRa hafi vakið upp áhuga sinn fyrir símafyrirtækjum. Þetta var fyrsta símafélagið sem hann fór inn í og það fyrsta sem hann innleysti hagnað af. Salan á CRa, sem skilaði Björgólfi Thor um 56 milljarða króna söluhagnað.

Búa til risa í norrænum ferðaþjónustuiðnaði

FL selur Sterling til Northern Travel Holding og tekur hlut í því ásamt Fons og Sundi. Iceland Express, Astraeus og Ticket renna einnig inn í NTH. Innan vébanda þess er stærsta lággjaldaflugfélag Norðurlanda og stærsta ferðaskrifstofukeðjan.

Skemmtilegt og viðburðaríkt ár að baki

Miklar sviptingar voru á erlendum mörkuðum á fyrri hluta ársins og markaðist starfsemi Glitnis nokkuð af þeim. Erlendir fjölmiðlar og greiningaraðilar fylgjast nú betur en nokkru sinni fyrr með íslenskum fyrirtækjum og það er raunveruleiki sem er kominn til að vera.

Sagan bendir til hækkana milli jóla og nýárs

Ef árið í ár fylgir fordæmi sögunnar munu hlutabréf heldur hækka en lækka á markaði í dag og á morgun, þessa síðustu daga sem markaðir eru opnir milli jóla og nýárs.

Sjá næstu 50 fréttir