Viðskipti innlent

Spá yfir fimmtungshækkun

Greining Glitnis spáir 21 prósents hækkun á Úrvalsvísitölunni í ár sem er nokkuð meiri hækkun en árið 2006 þegar vísitalan hækkaði um 15,8 prósent.

„Heilt á litið eru horfur á innlendum hlutabréfamarkaði jákvæðar fyrir árið 2007. Kennitölur félaganna eru í flestum tilfellum viðunandi, horfur á góðri afkomu og umhverfi þeirra ætti að vera þeim nokkuð hagfellt,“ segir í afkomuspá bankans.

Af einstökum félögum spáir Glitnir að FL hafi hagnast um 35,5 milljarða króna á fjórða ársfjórðungi 2006 og alls rúmum 46,5 milljörðum fyrir árið í heild. Gangi spáin eftir er um mesta hagnað íslensks félags á einum ársfjórðungi að ræða, en Kaupþing hagnaðist um 35,4 milljarða á þriðja ársfjórðungi.

Kaupþingi er spáð yfir 79 milljarða króna hagnaði fyrir árið 2006, Landsbankanum 32,8 milljörðum króna, Existu 31 milljarði og Straumi-Burðarási rúmum 28 milljörðum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×