Fleiri fréttir

ELKO og Uno gefa bækling „stafrænt viðbótarlíf“

Fyrirtækin Uno og ELKO tóku nýverið höndum saman og blésu „stafrænu viðbótarlífi“ í jólagjafahandbók ELKO. Það var gert með notkun þess sem kallast aukinn veruleiki eða Augmented Reality á ensku (AR).

Ein hópuppsögn í nóvember

Vinnumálastofnun barst ein tilkynning um hópuppsögn í nóvember þar sem fjórtán starfsmönnum var sagt upp störfum í sérfræði- tækni- og vísindalegri starfsemi. Uppsagnirnar taka flestar gildi á tímabilinu janúar til apríl 2022.

Lands­virkjun skerti orku til fiski­mjöls­bræðslna

Landsvirkjun greip til þess ráðs í gær að skerða raforku til fiskimjölsbræðslna, fiskþurrkana og stórnotenda. Tekið er fram að þetta hafi einungis verið tímabundin skerðing vegna mikils álags og viðhalds þann daginn en mjölframleiðendum bent á að olía sé enn nauðsynlegur varaaflsgjafi.

Bæta við þremur á­fanga­stöðum

Flugfélagið Play hefur bætt Dyflinn á Írlandi, Madríd á Spáni og Brussel í Belgíu við leiðarkerfi sitt. Með þessari viðbót eru áfangastaðir flugfélagsins í Evrópu orðnir 23 talsins.

Macland í Kringluna eftir ellefu ár í miðbænum

Það er umrót á Laugavegi þessa dagana, alltaf slæðingur af fólki á kvöldin hvort sem eru Reykvíkingar í jólainnkaupum eða ferðamenn að gá að einhverju forvitnilegu. En leita þarf annað en hingað til að kaupa sér iPhone.

Fékk húsnæði á góðum kjörum frá eigendum Svefns og heilsu

Felino er nýr pítsustaður sem bakarinn Jóhannes Felixson ætlar að opna í Listhúsinu í Laugardal í desember. Eigendur húsnæðisins taka Jóhannesi fagnandi hafa komist að samkomulagi við hann um notkun húsnæðisins sem þó felur ekki í sér leigusamning. 

Gagnrýnir tilboð TM: „Vátryggingar eru ekki skyndivara“

Neytendastofa er nú með til skoðunar nokkrar tilkynningar vegna tilboðs tryggingafélagsins TM síðastliðinn mánudag. Formaður Félags íslenskra bifreiðareigenda segir tilboðið hafa verið á skjön við neytendalög og gagnrýnir tryggingarfélögin fyrir ofurhátt verðlag.

Fimm­tíu milljarða við­snúningur í við­skipta­jöfnuði

13,1 milljarða króna afgangur var á viðskiptajöfnuði við útlönd á þriðja ársfjórðungi. Það er 50 milljarða króna betri niðurstaða en ársfjórðunginn á undan og 12,5 milljarða króna betri en á sama fjórðungi árið 2020. 31,1 milljarða króna halli var á viðskiptajöfnuði við útlönd á öðrum ársfjórðungi 2021.

Eldsmiðjan kveður eftir 35 ár

Eldsmiðjunni við Suðurlandsbraut verður lokað næsta vor þegar hún víkur fyrir nýjum veitingastað. Um er að ræða seinasta útibú Eldsmiðjunnar sem var á fjórum stöðum snemma árs 2020. Fyrsta Eldsmiðjan var opnuð á Bragagötu árið 1986 en rekstri staðarins var hætt í fyrra.

Vinnan þarf helst að auka lífsgæði starfsmanna

„Vinnuvernd snýst um að skapa öruggt og gott starfsumhverfi þar sem starfsfólk getur stundað sína vinnu á þann hátt að þeir hljóti ekki skaða af og að helst stuðli vinnan frekar að því að auka lífsgæði starfsmanna,“ segir Sandra Rán Ásgrímsdóttir sjálfbærni verkfræðingur hjá Mannvit.

Musk segir SpaceX í krísu og gjaldþrot mögulegt

Elon Musk, stofnandi og framkvæmdastjóri SpaceX, segir fyrirtækið í krísu vegna hægrar framleiðslu á eldflaugarhreyflum og að gjaldþrot sé mögulegt. Fyrirtækið þurfi nauðsynlega að auka framleiðslu.

Tekur við starfi fram­kvæmda­stjóra Reon

Rósa Dögg Ægisdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri hugbúnaðarhússins Reon ehf. Elvar Örn Þormar, fráfarandi framkvæmdastjóri og einn stofnenda Reon mun í framhaldinu leiða fjárfestingastarfsemi fyrirtækisins.

Forstjóri Twitter stígur til hliðar

Jack Dorsey, stofnandi samfélagsmiðilsins Twitter, steig til hliðar sem forstjóri fyrirtækisins í dag. Parag Agrawal, tæknistjóri Twitter, tekur við stöðunni af Dorsey.

Samningar undirritaðir um breikkun í Lækjarbotnum

Samningar um tvöföldun Suðurlandsvegar á þriggja kílómetra kafla um Lögbergsbrekku í útjaðri Reykjavíkur voru undirritaðir hjá Vegagerðinni í dag. Verkinu seinkar um fjóra mánuði þar sem lengri tíma tók að fá framkvæmdaleyfi en búist var við.

Fót­bolta­kempa og matar­bloggari söðlar um innan Al­vot­ech

Helena Sævarsdóttir hefur tekið við starfi deildarstjóra í lyfjaframleiðslu (e. Head of Drug Production) hjá líftæknilyfjafyrirtækinu Alvotech, auk þess að taka sæti í stýrihópi tækni- og framleiðslusviðs, þar sem hún mun leiða hóp sérfræðinga í að tryggja innleiðingu framleiðsluferla.

Einstakt að hafa starfað með stofnanda Össurar hf.

„Það var einstakt að fá að vinna með stofnanda Rafnar, Össuri Kristinssyni. Hann er sá sami og stofnaði Össur hf. og er mín fyrirmynd sem uppfinningamaður,“ segir Svavar Konráðsson vélaverkfræðingur en þrátt fyrir að vera aðeins 33 ára gamall, hefur Svavar verið nokkuð áberandi í frumkvöðlaumhverfinu á Íslandi.

Svefnvenjurnar að vetri eins og opnunartími í Kringlunni

Hera Björk Þórhallsdóttir tónlistarkona og löggiltur fasteignasali segist líka vera almennur „græjari og gerari.“ Til að skipuleggja ólíku verkefnin sín gefur hún þeim heiti í TRELLO eins og FasteignaHera og Ilmur af jólum.

Of snemmt að segja hvort Vínbúðinni í Austurstræti verði lokað

Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, segir að ekki sé búið að ákveða að loka Vínbúðinni í Austurstræti. Hún segir leitt hvernig þetta mál hefur farið en ánægjulegt að vita að viðskiptavinir séu ánægðir með núverandi staðsetningu í Austurstræti.

Sætti sig ekki við fimmfalda ofrukkun og hafði betur

Viðskiptavinur ferjuflutningafélagsins Smyril Line hafði betur gegn fyrirtækinu eftir að hann sætti sig ekki við að þurfa að borga fimmtíu þúsund krónur vegna farmbréfs. Smyril Line þarf að endurgreiða manninum fjörutíu þúsund krónur.

Mjólkin hækkar í verði

Verðlagsnefnd búvara hefur ákveðið að hækka lágmarksverð sem kúabændur fá fyrir mjólk. Þá hækkar einnig heildsöluverð mjólkur og mjólkurafurða sem nefndin verðleggur.

Svana Huld fer aftur til Arion banka

Svana Huld Linnet hefur aftur verið ráðin til starfa hjá Arion banka en hún hefur áður starfað hjá bankanum í ein átta ár. Hún mun taka við starfi forstöðumanns markaðsviðskipta á nýju ári.

Orkuveitan þarf að greiða Glitni milljarða króna

Orkuveita Reykjavíkur þarf að greiða Glitni HoldCo, eignarhaldsfélagi utan um eftirstandandi eignir hins fallna banka Glitnis, á fjórða milljarð króna. Um er að ræða 740 milljónir króna auk himinhárra uppsafnaðra dráttarvaxta vegna uppgjörs afleiðusamninga sem gerðir voru við Glitni á árunum fyrir hrun. 

Rauður föstudagur á mörkuðum vestanhafs

Hlutabréfamarkaðir voru rauðglóandi við opnun vestanhafs á þessum svarta föstudegi. Úrvalsvísitalan Dow Jones lækkaði um 900 stig eða 2,5 prósent eftir opnun. Sambærilega sögu er að segja af vísitölum S&P og Nastdaq sem lækkuðu um 1,8 prósent annars vegar og 1,5 prósent hins vegar.

Íslandsbanki hækkar einnig vexti

Íslandsbanki hefur tilkynnt um breytingar á vöxtum í kjölfar vaxtaákvörunar Seðlabanka Íslands þegar stýrivextir voru hækkaðir um 0,5 prósentustig. Stóru bankarnir þrír hafa því allir tilkynnt um vaxtahækkun.

Sjá næstu 50 fréttir