Viðskipti innlent

ELKO og Uno gefa bækling „stafrænt viðbótarlíf“

Samúel Karl Ólason skrifar
App og blad-web

Fyrirtækin Uno og ELKO tóku nýverið höndum saman og blésu „stafrænu viðbótarlífi“ í jólagjafahandbók ELKO. Það var gert með notkun þess sem kallast aukinn veruleiki eða Augmented Reality á ensku (AR).

Það gerir lesendum bæklingsins kleift að sjá viðbætur í snjalltækjum sínum þar sem fólk og persónur birtast og virðast jafnvel standa á blaðsíðunum.

„Á komandi misserum kemur aukinn veruleiki til með að færast inn í líf okkar allra. Til marks um það er nýleg breyting á nafni móðurfélags Facebook í Meta sem endurspeglar áform félagsins um að skapa sýndarheim, eða metaverse, á veraldarvefnum. UnoAR er byltingarkennd aðferð sem fyrirtæki geta notað til að gera þjónustu sína og vörur eftirminnilegar. Geta má sér til um að fyrirtæki sem nýta tæknina geti náð afburða forskoti í markaðssetningu,“ er haft eftir Brynjari Kristjánssyni, eiganda og annars stofnenda Uno ehf, í tilkynningu.

Hér að neðan má sjá hvernig Siggi, persóna úr auglýsingum ELKO, stígur úr bæklingnum.

Arinbjörn Hauksson, markaðsstjóri ELKO, segir í tilkynningunni að spennandi hlutir séu að gerast í tengslum við sýndarveruleika.

„Við gátum því ekki annað en stokkið á vagninn þegar við fréttum af íslensku nýsköpunarfyrirtæki sem sérhæfir sig í sýndarveruleika með áherslu á að láta blaðaefni lifna við í höndunum á fólki. Við hlökkum mjög til að heyra hvernig viðskiptavinir taka þessari nýjung og vonum að sem flestir sæki UnoAR-appið og prófi að skanna sig í gegnum jólagjafahandbók ELKO.“





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×