Viðskipti innlent

Svana Huld fer aftur til Arion banka

Árni Sæberg skrifar
Svana Huld Linnet hefur verið ráðin forstöðumaður markaðsviðskipta Arion banka
Svana Huld Linnet hefur verið ráðin forstöðumaður markaðsviðskipta Arion banka Arion banki

Svana Huld Linnet hefur aftur verið ráðin til starfa hjá Arion banka en hún hefur áður starfað hjá bankanum í ein átta ár. Hún mun taka við starfi forstöðumanns markaðsviðskipta á nýju ári.

Í tilkynningu Arion banka segir að Svana Huld taki við af Þórarni Óla Ólafssyni sem muni taka við starfi vörustjóra á fyrirtækja- og fjárfestingarbankasviði.

Svana Huld kemur aftur til Arion frá Landsbankanum en þar gengdi hún starfi forstöðumanns fyrirtækjaráðgjafar frá árinu 2019. Þar áður starfaði hún í fyrirtækjaráðgjöf Arion banka um átta ára skeið.

„Svana hefur leitt mörg stór verkefni á fjármálamarkaði á undanförnum 10 árum s.s kaup og sölu fyrirtækja, skráningar félaga á markað og endurfjármögnun. Svana Huld hefur einnig starfað hjá Exista, Kauphöllinni og sem verðbréfamiðlari hjá Búnaðarbankanum,“ segir í tilkynningu Arion banka.

Svana Huld er viðskiptafræðingur auk þess sem hún hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
2,21
6
91.368
REITIR
1,15
5
336.100
EIK
0,78
5
128.700
ICESEA
0,65
15
108.259
ARION
0,27
12
107.219

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
BRIM
-1,96
11
446.674
EIM
-1,64
4
99.716
KVIKA
-1,19
24
661.998
FESTI
-0,85
13
149.379
SVN
-0,6
16
62.046
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.