Neytendur

Sætti sig ekki við fimmfalda ofrukkun og hafði betur

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Árvökull neytandi sætti sig ekki við að greiða fimmtíu þúsund krónur fyrir farmbréf.
Árvökull neytandi sætti sig ekki við að greiða fimmtíu þúsund krónur fyrir farmbréf. Vísir/Jóhann K.

Viðskiptavinur ferjuflutningafélagsins Smyril Line hafði betur gegn fyrirtækinu eftir að hann sætti sig ekki við að þurfa að borga fimmtíu þúsund krónur vegna farmbréfs. Smyril Line þarf að endurgreiða manninum fjörutíu þúsund krónur.

Neytendasamtökin vekja athygli á þessu máli á vef samtakanna þar sem segir að kærunefnd vöru- og þjónustukaupa hafi nýverið úrskurðað manninum í vil, eftir að hann kvartaði undan Smyril Line.

Forsaga málsins er sú að maðurinn sigldi til Íslands frá Danmörku með Norrænu. Með í för var bíll mannsins sem skráður var í því landi sem maðurinn hafði áður búið, en hann var að flytja til Íslands.

Eftir komuna til landsins sendi Smyril Line manninum reikning upp á fimmtíu þúsund krónur vegna farmskrárgerðar. Maðurinn greiddi reikninginn til að forðast innheimtukostnað, en gerði fyrirvara um endurgreiðslu að heild eða hluta.

Maðurinn taldi Smyril Line hafa ofrukkað sig vegna farmskrárgerðarinnar.

„Gerð farmbréfa krefst ekki mikillar vinnu, enda eru þau frekar einfaldar skýrslur og flest flutningafyrirtæki innheimta um eða undir 10.000 kr. fyrir slíka vinnslu. Það vissi neytandinn og sætti sig því ekki við fimmfaldan kostnað,“ segir á vef Neytendasamtakanna.

Maðurinn kvartaði til kærunefndar vöru- og þjónustukaupa sem mat hæfilegt endurgjald fyrir umrædda þjónustu vera tíu þúsund krónur. Þarf Smyril Lyne því að endurgreiða manninum fjörutíu þúsund krónur.

Á vef Neytendasamtakanna segir að þau hafi haft spurnir af fleirum sem hafa verið ofrukkaðir á sama hátt og hafa fengið endurgreitt fjörutíu þúsund krónur eftir að hafa vitnað í úrskurð kærunefndarinnar.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
2,21
6
91.368
REITIR
1,15
5
336.100
EIK
0,78
5
128.700
ICESEA
0,65
15
108.259
ARION
0,27
12
107.219

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
BRIM
-1,96
11
446.674
EIM
-1,64
4
99.716
KVIKA
-1,19
24
661.998
FESTI
-0,85
13
149.379
SVN
-0,6
16
62.046
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.