Stjórnvöld fjármagna þróun nýrrar streymisveitu Eiður Þór Árnason skrifar 1. desember 2021 09:13 Málaflokkurinn heyrir undir Lilju Alfreðsdóttur, ferðamála- viðskipta- og menningarmálaráðherra. Vísir/vilhelm Ríkisstjórnin hyggst veita fé til þróunar nýrrar innlendrar streymisveitu á næsta ári sem er ætlað að auðvelda og einfalda aðgengi að íslenskum kvikmyndaarfi. Undirbúningsvinna er hafin á vegum Kvikmyndamiðstöðvar Íslands og Kvikmyndasafns Íslands en gert er ráð fyrir að streymisveitan veiti aðgang að íslenskum bíómyndum, þáttaröðum, heimildarmyndum, stuttmyndum og öðru efni. Fram kemur í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2022 sem kynnt var í gær að fjárveiting vegna framkvæmdar kvikmyndastefnu verði aukin um 510 milljónir á næsta ári. Fjármunirnir verði nýttir til þróunar streymisveitu og í ótilgreind aukin verkefni hjá Kvikmyndamiðstöð Íslands. 412 milljónum króna verður varið til að efla Kvikmyndasjóð í samræmi við nýja kvikmyndastefnu. Verkefnin eru hluti af tímabundnu fjárfestingar- og uppbyggingarátaki stjórnvalda til að bregðast við efnahagsáhrifum heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Málefni kvikmynda færast undir nýtt viðskipta- og menningarráðuneyti sem var áður mennta- og menningarmálaráðuneytið.Vísir/Vilhelm Mbl.is greindi fyrst frá viðbótarfjárveitingunni en Kvikmyndamiðstöð fjallaði um áformin á vef sínum í maí. „Að baki liggur sú grundvallarhugmynd að auðvelda og einfalda aðgengi að íslenskum kvikmyndaarfi á tímum stafrænnar dreifingar myndefnis, en ljóst er að stór hluti íslenskra kvikmynda í gegnum tíðina eru lítt eða ekki aðgengilegar í samtímanum.“ Efnisframboð streymisveitunnar verði háð áhuga og samþykki rétthafa íslenskra kvikmynda í hverju tilviki og ætlunin að vera í góðu samstarfi við þá aðila. Að sögn Kvikmyndamiðstöðvar stendur til að veita aðgang að íslenskum kvikmyndaarfi þegar myndir eru ekki fáanlegar annars staðar. Streymisveitunni sé ekki ætlað að vera í samkeppni við aðra aðila sem kunna að bjóða upp á íslenskt efni hverju sinni. Miðað er við að notendur greiði fyrir sýningu einstakra verka. Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjárlagafrumvarp 2022 Mest lesið Sýn gefur út afkomuviðvörun Viðskipti innlent Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Viðskipti innlent Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Neytendur Gengi Icelandair hrapar Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Viðskipti erlent Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Neytendur Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Sjá meira
Undirbúningsvinna er hafin á vegum Kvikmyndamiðstöðvar Íslands og Kvikmyndasafns Íslands en gert er ráð fyrir að streymisveitan veiti aðgang að íslenskum bíómyndum, þáttaröðum, heimildarmyndum, stuttmyndum og öðru efni. Fram kemur í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2022 sem kynnt var í gær að fjárveiting vegna framkvæmdar kvikmyndastefnu verði aukin um 510 milljónir á næsta ári. Fjármunirnir verði nýttir til þróunar streymisveitu og í ótilgreind aukin verkefni hjá Kvikmyndamiðstöð Íslands. 412 milljónum króna verður varið til að efla Kvikmyndasjóð í samræmi við nýja kvikmyndastefnu. Verkefnin eru hluti af tímabundnu fjárfestingar- og uppbyggingarátaki stjórnvalda til að bregðast við efnahagsáhrifum heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Málefni kvikmynda færast undir nýtt viðskipta- og menningarráðuneyti sem var áður mennta- og menningarmálaráðuneytið.Vísir/Vilhelm Mbl.is greindi fyrst frá viðbótarfjárveitingunni en Kvikmyndamiðstöð fjallaði um áformin á vef sínum í maí. „Að baki liggur sú grundvallarhugmynd að auðvelda og einfalda aðgengi að íslenskum kvikmyndaarfi á tímum stafrænnar dreifingar myndefnis, en ljóst er að stór hluti íslenskra kvikmynda í gegnum tíðina eru lítt eða ekki aðgengilegar í samtímanum.“ Efnisframboð streymisveitunnar verði háð áhuga og samþykki rétthafa íslenskra kvikmynda í hverju tilviki og ætlunin að vera í góðu samstarfi við þá aðila. Að sögn Kvikmyndamiðstöðvar stendur til að veita aðgang að íslenskum kvikmyndaarfi þegar myndir eru ekki fáanlegar annars staðar. Streymisveitunni sé ekki ætlað að vera í samkeppni við aðra aðila sem kunna að bjóða upp á íslenskt efni hverju sinni. Miðað er við að notendur greiði fyrir sýningu einstakra verka.
Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjárlagafrumvarp 2022 Mest lesið Sýn gefur út afkomuviðvörun Viðskipti innlent Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Viðskipti innlent Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Neytendur Gengi Icelandair hrapar Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Viðskipti erlent Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Neytendur Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Sjá meira