Viðskipti erlent

Rauður föstudagur á mörkuðum vestanhafs

Samúel Karl Ólason skrifar
Höfuðstöðvar kauphallarinnar í New York.
Höfuðstöðvar kauphallarinnar í New York. AP/John Minchillo

Hlutabréfamarkaðir voru rauðglóandi við opnun vestanhafs á þessum svarta föstudegi. Úrvalsvísitalan Dow Jones lækkaði um 900 stig eða 2,5 prósent eftir opnun. Sambærilega sögu er að segja af vísitölum S&P og Nastdaq sem lækkuðu um 1,8 prósent annars vegar og 1,5 prósent hins vegar.

Lækkunina má rekja til taugatitrings vegna fjölgunar þeirra sem smitast hafa af Covid-19 í Bandaríkjunum og nýs afbrigðis kórónuveirunnar sem fundist hefur í Suður-Afríku.

Sjá einnig: ESB boðar flugbann og WHO fundar um nýja afbrigðið

Svipuð staða var á mörkuðum hér á landi í dag og í Evrópu og í Asíu í morgun.

Hlutabréf fyrirtækja í flugbransanum virðast hafa lækkað sérstaklega í dag.

Sjá einnig: Áhyggjur af nýju afbrigði lita hlutabréf í Kauphöllinni

Í frétt CNBC segir að fjárfestar hafi margir hverjir leitað skjóls hjá bóluefnaframleiðendum. Um tíma hafi hlutabréf Moderna hækkað í virði um rúm sextán prósent og Pfizer um fimm prósent.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur hvatt fólk til að vera rólegt vegna nýja afbrigðisins. Enn sé lítið vitað um það annað en það sé töluvert stökkbreytt, samanborið við önnur afbrigði eins og Delta-afbrigðið sem er nú ráðandi í heiminum.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.