Lækkunina má rekja til taugatitrings vegna fjölgunar þeirra sem smitast hafa af Covid-19 í Bandaríkjunum og nýs afbrigðis kórónuveirunnar sem fundist hefur í Suður-Afríku.
Sjá einnig: ESB boðar flugbann og WHO fundar um nýja afbrigðið
Svipuð staða var á mörkuðum hér á landi í dag og í Evrópu og í Asíu í morgun.
Hlutabréf fyrirtækja í flugbransanum virðast hafa lækkað sérstaklega í dag.
Sjá einnig: Áhyggjur af nýju afbrigði lita hlutabréf í Kauphöllinni
Í frétt CNBC segir að fjárfestar hafi margir hverjir leitað skjóls hjá bóluefnaframleiðendum. Um tíma hafi hlutabréf Moderna hækkað í virði um rúm sextán prósent og Pfizer um fimm prósent.
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur hvatt fólk til að vera rólegt vegna nýja afbrigðisins. Enn sé lítið vitað um það annað en það sé töluvert stökkbreytt, samanborið við önnur afbrigði eins og Delta-afbrigðið sem er nú ráðandi í heiminum.