Neytendur

Íslandsbanki hækkar einnig vexti

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Höfuðstöðvar Íslandsbanka eru í Norðurturninum í Kópavogi.
Höfuðstöðvar Íslandsbanka eru í Norðurturninum í Kópavogi. Vísir/Vilhelm

Íslandsbanki hefur tilkynnt um breytingar á vöxtum í kjölfar vaxtaákvörunar Seðlabanka Íslands þegar stýrivextir voru hækkaðir um 0,5 prósentustig. Stóru bankarnir þrír hafa því allir tilkynnt um vaxtahækkun.

Breytingarnar hjá Íslandsbanka taka gildi þann 1. desember en breytilegir vextir óverðtryggðra húsnæðislána hækka um 0,20 prósentustig.

Fastir vextir óverðtryggðra húsnæðislána til 3 ára hækka um 0,20 prósentustig en fastir vextir óverðtryggðra húsnæðislána til 5 ára haldast óbreyttir.

Fastir vextir verðtryggðra húsnæðislána með vaxtaendurskoðun lækka um 0,45 prósentustig.

Breytilegir óverðtryggðir innlánsvextir hækka um allt að 0,50 prósentustig eða haldast óbreyttir, svo dæmi séu tekin en nánari upplýsingarnar um breytingarnar má sjá á vef bankans.

Landsbankinn reið á vaðið í kjölfar stýrivaxtahækkunar Seðlabankans og tilkynnti fyrstur stóru bankanna þriggja um vaxtahækkun. Arion banki kom næstur og nú hefur Íslandsbanki einnig fetað sömu slóð.

Athygli er þó vakin á því á vef Íslandsbanka að í kjölfar breytinganna verða fastir verðtryggðir húsnæðislánavextir bankans auk vextir óverðtryggðra breytilegra húsnæðislána þeir lægstu á meðal íslenskra banka.


Tengdar fréttir

Arion banki hækkar vextina

Arion banki hækkar breytilega vexti sína á óverðtryggðum íbúðalánum um 0,40 prósentustig. Þetta gerir bankinn í kjölfar ákvörðunar Seðlabankans þann 17. nóvember að hækka stýrivexti um 0,5 prósentur. Hækkunin tekur gildi á morgun.

Lands­bankinn hækkar vexti

Landsbankinn hækkar breytilega vexti á óverðtryggðum íbúðalánum um 0,35 prósentustig í kjölfar vaxtaákvörðunar Seðlabankans.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
3,54
93
480.650
BRIM
0,66
6
85.234
ISB
0,65
24
18.425
SKEL
0,65
3
46.782
REGINN
0,61
2
10.007

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HAGA
-0,7
2
36.979
EIM
-0,69
5
2.865
SJOVA
-0,53
3
27.749
MAREL
-0,49
33
449.126
FESTI
-0,43
3
33.448
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.