Viðskipti innlent

Óskar eftir heimild til að kaupa Hótel Sögu fyrir HÍ

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Hótel Saga á sér langa sögu.
Hótel Saga á sér langa sögu. Vísir/Vilhelm

Óskað er eftir heimild til þess að kaupa Hótel Sögu í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir næsta ár sem kynnt var í dag.

Þar kemur fram að möguleg áform séu uppi um að kaupa húsnæði Hótel Sögu sem gæti hentað til að koma starfsemi Menntavísindasviðs Háskóla Íslands fyrir á háskólasvæðinu.

Menntavísindasviðið er nú staðsett í Stakkahlíð og Skipholti. Í frumvarpinu segir að forsenda þess að ganga til kaupa á Hótel Sögu sé að eignin bjóðist á hagstæðum kjörum.

Alls er óskað eftir því að fimm milljarðar fari í kaup á fasteignum á næsta ári. Stærstur hluti þeirra fjármuna er eyrnamerktur mögulegum kaupum á Hótel Sögu.

Rekstrarfélag Hótel Sögu var tekið til gjaldþrotaskipta fyrr á árinu en hótelinu var lokað á síðasta ári vegna kórónuveirufaraldursins.

Viðræður um sölu á fasteigninni hafa ekki gengið eftir en meðal ananrs var greint frá því vor að formlegar viðræður hafi hafist við fjármálaráðuneytið um kaup á hótelinu fyrir Háskóla Íslands.


Tengdar fréttir

Selja Íslandsbanka að fullu á næstu tveimur árum

Eignarhlutur ríkissjóðs í Íslandsbanka verður seldur að fullu á næstu tveimur árum. Þetta kemur fram í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2022 sem lagt er fram á Alþingi í dag.

Tekjur ríkissjóðs verða 66 milljörðum umfram fyrri áætlanir

Afkoma ríkissjóðs batnar um 120 milljarða króna milli þessa árs og næsta árs og útlit er fyrir að tekjur ríkissjóðs verði 66 milljörðum hærri árið 2022 en gert var ráð fyrir í fjármálaáætlun síðastliðið vor. Heildartekjur ríkissjóðs á næsta ári verða 955 milljarða króna. Þetta kemur fram í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2022 sem lagt er fram á Alþingi í dag.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×