Fleiri fréttir

Hannar sumarlínuna í desember

Guðmundur Jörundsson fatahönnuður er maðurinn á bak við fatamerkið JÖR. Hann er mikill stangveiðimaður og segist lifa fyrir að veiða.

Með jarðvarmaverkefni í 40 löndum

Íslensk fyrirtæki og stofnanir vinna við fjölbreytt verkefni á sviði jarðvarmanýtingar í öllum heimsálfum að Suðurskautslandinu undanskildu.

Útlánastafli bankanna hefur stækkað á haustdögum

Óvíst er hvort hækkandi tölur Seðlabankans um útlán í fjármálakerfinu ráðast af auknum umsvifum í efnahagslífinu eða endurmati á lánum sem bankarnir fengu í arf frá föllnu bönkunum.

Uppgjör Barnes & Noble veldur vonbrigðum

Bandaríska bóksölukeðjan Barnes & Noble skilaði hagnaði á öðrum fjórðungi fjárhagsárs fyrirtækisins, en ekki nægilegum til að gleðja fjárfesta.

Skattgreiðendur greiða fyrir 82 af hverjum 100 seldum sætum

Rúmlega 82 prósent tekna Sinfóníuhljómsveitar Íslands koma frá ríki og borg sem þýðir að hið opinbera greiðir fyrir 82 af hverjum 100 sætum á tónleikum hljómsveitarinnar. Miðaverð á tónleikum hlypi á tugum þúsunda króna ef ekki nyti við fjárstuðnings hins opinbera.

Útboðslýsing birt í Noregi

Atlantic Petroleum hefur birt útboðslýsingu í Noregi. Félagið stefnir að skráningu í Kauphöllina í Ósló og um leið að afskráningu í Kauphöllinni hér.

Plain Vanilla sakar keppinauta um rangfærslur

Plain Vanilla segir ekki allt rétt í grein sem birtist á vef Techcrunch. Gallar hafi þó fundist sem búið sé að laga. Forsvarsmenn Plain Vanilla segja keppinaut hafa skrifað greinina og saka hann um rangfærslur.

Íslendingar óðir í eftirlíkingar af Nike Free

Mikið af eftirlíkingum af Nike-skóm eru í umferð á Íslandi, en skórnir hafa notið mikilla vinsælda upp á síðkastið. Starfsmaður hjá Nike- umboðinu á Íslandi segir að ef verðið er of gott til að vera satt sé varan að öllum líkindum ekki ekta.

Xbox One slær öll met

Fyrirtækið Microsoft seldi yfir eina milljón eintaka af nýju leikjatölvunni Xbox One á einum sólahring.

Hringiðan hefur sölu á farsímaþjónustu

Internetþjónustufyrirtækið Hringiðan og IMC Ísland, sem meðal annars rekur fjarskiptafyrirtækið Alterna, undirrituðu síðastliðinn föstudag samstarfssamning um aðgang Hringiðunnar að dreifikerfi IMC

Samkomulag við Íran veldur lækkun á olíuverði

Heimsmarkaðsverð á olíu hefur lækkað umtalsvert eftir að tilkynnt var um samkomulag við Írana um að þeir hægi á kjarnorkuáætlun sinni gegn því að dregið verði úr refsiaðgerðum gegn landinu.

Gyðja gjaldþrota

Gyðja Collection hefur framleitt skó- og fylgihlutalínur og þrjú íslensk ilmvötn; Eyjafjallajökul, Vatnajökul og Heklu.

Segir aðeins lítinn hluta viðskiptavina þurfa á skuldalækkun að halda

Endurmat á hlutabréfum og skuldabréfum Landsbankans skýrir um þriðjung af 22 milljarða króna hagnaði Landsbankans á fyrstu níu mánuðum ársins að sögn bankastjórans. Hann segir að aðeins lítill hluti viðskiptavina bankans þurfi á meiriháttar skuldaleiðréttingu að halda.

Olíuleit með Íslendingum lögð fyrir Noregskonung

Ákvörðun um hvort norsk stjórnvöld auki þátttöku sína í olíuleit á íslenska Drekasvæðinu verður borin undir Harald Noregskonung á ríkisráðsfundi í konungshöllinni í Osló í dag.

Tvísaga um sölu kjúklingakjöts

Fullyrt er að innflutt kjúklingakjöt frá Evrópu hafi verið selt sem íslensk vara. Formaður Neytendasamtakanna segir að verið sé að villa um fyrir neytendum.

Höfum á 20 árum sótt 200 milljónir evra til ESB

Milljarðatugir hafa runnið til íslenskra fyrirtækja, stofnana og einstaklinga í gegn um rannsóknar-, mennta- og menningaráætlanir Evrópusambandsins síðustu áratugi. Íslensk erfðagreining hefur fengið 80 prósent af öllum framlögum til fyrirtækja. Í dag eru

Gagnastreymi „rænt“ til Íslands

Alþjóðlegu gagnastreymi „rænt“ til Íslands, segir í skýrslu frá netvöktunarfyrirtækinu Renesys. Ástæðan sögð vera til að safna upplýsingum af fjárhagslegum toga. Síminn segir um bilun að ræða, ekki árás.

Rafræn skilríki komin í farsíma

Ný farsímakort frá Símanum eru nú orðin fullgild rafræn skilríki sem gilda fyrst um sinn inni á þjónustusíðum Símans, en innan tíðar munu fleiri fyrirtæki og stofnanir bjóða upp á slíkt.

Mokveiði hjá síldveiðiskipunum

Mokveiði var hjá þeim síldveiðiskipum, sem enn voru á Breiðafirði í gær og eru þau nú á landleið með afla. Önnur skip, sem voru búin að gefa upp vonina um að finna síld í Breiðafirði og voru farin að leita annarsstaðar, eru nú á leið í Breiðafjörðinn í von um að veiðin haldist áfram góð í dag, en síldin veiðist aðeins í björtu.

Reisa veitingastað á súlum við Vestmannaeyjahöfn

Eigendur ferðaþjónustufyrirtækisins Rib-safari í Vestmannaeyjum vilja reisa veitinga- og þjónustuhús við Vestmannaeyjahöfn. Húsið verður reist á landfyllingu en stór viðarpallur í kringum það mun hvíla á stólpum.

Sjá næstu 50 fréttir