Viðskipti innlent

Gyðja gjaldþrota

Meyja ehf., sem áður hét Gyðja ehf., eignarhaldsfélag utan um framleiðslu, hönnun og sölu á vörum í nafni Gyðju Collection verið tekið til gjaldþrotaskipta. Þetta kemur fram í grein Viðskiptablaðsins.

Gyðja Collection hefur framleitt skó- og fylgihlutalínur og þrjú íslensk ilmvötn; Eyjafjallajökul, Vatnajökul og Heklu.

Í ársreikningi Meyju ehf sem var síðast birtur var félagið með neikvætt eigið fé um rúmar tíu milljónir króna, að því er fram kemur á vef Viðskiptablaðsins.

Í þessum sama ársreikningi var Sigrún Lilja Guðjónsdóttir skráð fyrir 96% hlut Gyðju ehf.

Uppfært:

Lögfræðingur Gyðju Collection ehf. sendi Vísi yfirlýsingu þar sem áréttað er að Gyðja Collection ehf. sé ekki gjaldþrota. Meyja ehf. hafi verið með hluta af vörum tengdum Gyðju-nafninu og Gyðja Collection ehf. annan hluta.
Gyðja Collection framleiði skó- og fylgihlutalínur og þrjú íslensk ilmvötn; Eyjafjallajökul, Vatnajökul og Heklu.







Fleiri fréttir

Sjá meira


×