Heimsmyndin gæti breyst í kjölfar íslenskrar uppgötvunar Óli Kristján Ármannsson skrifar 23. nóvember 2013 07:00 Líney Árnadóttir, Egill Skúlason og Sveinn Ólafsson í örtæknikjarna Háskólans þar sem standa yfir tilraunir til að smíða efnahvata sem byggja á tölvuútreikningum Egils og samstarfsfólks hans. Mynd/Egill Skúlason Verkefni ungs íslensks vísindamanns og samstarfsfólks hans getur orðið til þess að það dragi úr fátækt og hungri í heiminum um leið og matvælaverð lækki. Verkefnið, sem nefnist „Verkfræðileg hönnun á efnahvötum: Áburður framleiddur á hagkvæmari hátt“, fékk í vikulokin Hagnýtingarverðlaun Háskóla Íslands. Að verkefninu standa Egill Skúlason, lektor við Raunvísindadeild Háskólans, og samstarfsfólk hans. Egill áréttar að verkefnið sé enn á tilraunastigi, en rannsóknirnar miða að því að nýta rafmagn eða sólarljós til að breyta nitri úr andrúmslofti og vatni í ammóníak sem síðan megi nota til áburðarframleiðslu. „Þetta hefur verið svona mission impossible sem núna er allt í einu orðið mjög spennandi,“ segir Egill, en hann hefur unnið að verkefninu síðustu tíu ár, með samstarfsfólki við Háskólann, Tekniske Universitetet og Stanford-háskóla. „Þetta er svona draumaefnahvarf sem hingað til hefur ekki tekist að gera,“ segir hann, en tilraunir til að búa til ammoníak með rafsellu hafa hingað til bara skilað vetnisgasi. „En með tölvureikningum gátum við núna farið að leita að nýjum allt öðruvísi tegundum af efnahvötum.“Egill Skúlason, Younes Abghoui, Hrefna Ólafsdóttir og Valtýr Freyr Hlynsson við afhendingu Hagnýtingarverðlauna Háskóla Íslands síðastliðinn fimmtudag.Mynd/HÍÁ síðustu misserum duttu svo Egill og samstarfólk hans niður á efnahvata sem koma betur út en nokkur þorði að vona. „Á síðustu mánuðum og vikum erum við búin að sjá kannski fjóra af þeim hundrað efnahvötum sem við byrjuðum með, sem ekki nóg með að búi til ammóníak á lágri spennu, heldur búa ekki til neitt vetni.“ Sú niðurstaða lofar mjög góðu því talið var að einungis tækist að búa til eitt prósent af ammoníaki meðfram vetni. „Að fá í staðinn hundrað prósent ammoníak og ekkert vetni er nánast ótrúlegt.“ Núna standa svo yfir tilraunir til þess að búa til ammoníak með þessum hætti bæði í Danmörku og í tilraunastofu Háskólans hér á landi. Niðurstöður úr þeim tilraunum segir Egill að ættu að liggja fyrir á næstu vikum og mánuðum. „Í framhaldinu ætti svo að vera auðvelt að hagnýta aðferðina á almennum markaði.“ Þá tekur við ferli við að ganga frá einkaleyfi og svo yrði gengið til samstarfs, annaðhvort við fyrirtæki hér á landi eða stór orku- eða efnahvatafyrirtæki í útlöndum. „Þetta yrði þá þróað og búin til einhver vara.“ Til iðnaðarframleiðslu á ammoníaki er í dag og hefur síðustu hundrað ár verið notuð svonefnd Haber-Bosch aðferð. Uppgötvunin bylti matvælaframleiðslu í heiminum á sínum tíma. Möguleikum nýju aðferðarinnar hefur verið líkt við Haber-Bosch II, með áhrifum um heim allan, sér í lagi í þróunarlöndum þar sem bændur gætu framleitt sinn eigin áburð. Umfangsmikil og kostnaðarsöm áburðarframleiðsla og flutningur áburðar um heiminn gæti líka heyrt sögunni til. „Aðalhugmyndin er að hver sem er geti gert þetta, heima hjá sér, á bóndabænum eða jafnvel í bílnum.“ Bóndi í sólríku þróunarlandi gæti mögulega búið til áburð úr vatni, lofti og sólarljósi. „Það þarf ekki einu sinni rafmagn. Hér á Vesturlöndum verður áburður kannski eitthvað ódýrari þannig að matvæli lækki aðeins og mengun minnki aðeins á heimsvísu, en mest verða áhrifin á þróunarlöndin með minnkandi fátækt og hungursneyðum.“ Mest lesið Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Sjá meira
Verkefni ungs íslensks vísindamanns og samstarfsfólks hans getur orðið til þess að það dragi úr fátækt og hungri í heiminum um leið og matvælaverð lækki. Verkefnið, sem nefnist „Verkfræðileg hönnun á efnahvötum: Áburður framleiddur á hagkvæmari hátt“, fékk í vikulokin Hagnýtingarverðlaun Háskóla Íslands. Að verkefninu standa Egill Skúlason, lektor við Raunvísindadeild Háskólans, og samstarfsfólk hans. Egill áréttar að verkefnið sé enn á tilraunastigi, en rannsóknirnar miða að því að nýta rafmagn eða sólarljós til að breyta nitri úr andrúmslofti og vatni í ammóníak sem síðan megi nota til áburðarframleiðslu. „Þetta hefur verið svona mission impossible sem núna er allt í einu orðið mjög spennandi,“ segir Egill, en hann hefur unnið að verkefninu síðustu tíu ár, með samstarfsfólki við Háskólann, Tekniske Universitetet og Stanford-háskóla. „Þetta er svona draumaefnahvarf sem hingað til hefur ekki tekist að gera,“ segir hann, en tilraunir til að búa til ammoníak með rafsellu hafa hingað til bara skilað vetnisgasi. „En með tölvureikningum gátum við núna farið að leita að nýjum allt öðruvísi tegundum af efnahvötum.“Egill Skúlason, Younes Abghoui, Hrefna Ólafsdóttir og Valtýr Freyr Hlynsson við afhendingu Hagnýtingarverðlauna Háskóla Íslands síðastliðinn fimmtudag.Mynd/HÍÁ síðustu misserum duttu svo Egill og samstarfólk hans niður á efnahvata sem koma betur út en nokkur þorði að vona. „Á síðustu mánuðum og vikum erum við búin að sjá kannski fjóra af þeim hundrað efnahvötum sem við byrjuðum með, sem ekki nóg með að búi til ammóníak á lágri spennu, heldur búa ekki til neitt vetni.“ Sú niðurstaða lofar mjög góðu því talið var að einungis tækist að búa til eitt prósent af ammoníaki meðfram vetni. „Að fá í staðinn hundrað prósent ammoníak og ekkert vetni er nánast ótrúlegt.“ Núna standa svo yfir tilraunir til þess að búa til ammoníak með þessum hætti bæði í Danmörku og í tilraunastofu Háskólans hér á landi. Niðurstöður úr þeim tilraunum segir Egill að ættu að liggja fyrir á næstu vikum og mánuðum. „Í framhaldinu ætti svo að vera auðvelt að hagnýta aðferðina á almennum markaði.“ Þá tekur við ferli við að ganga frá einkaleyfi og svo yrði gengið til samstarfs, annaðhvort við fyrirtæki hér á landi eða stór orku- eða efnahvatafyrirtæki í útlöndum. „Þetta yrði þá þróað og búin til einhver vara.“ Til iðnaðarframleiðslu á ammoníaki er í dag og hefur síðustu hundrað ár verið notuð svonefnd Haber-Bosch aðferð. Uppgötvunin bylti matvælaframleiðslu í heiminum á sínum tíma. Möguleikum nýju aðferðarinnar hefur verið líkt við Haber-Bosch II, með áhrifum um heim allan, sér í lagi í þróunarlöndum þar sem bændur gætu framleitt sinn eigin áburð. Umfangsmikil og kostnaðarsöm áburðarframleiðsla og flutningur áburðar um heiminn gæti líka heyrt sögunni til. „Aðalhugmyndin er að hver sem er geti gert þetta, heima hjá sér, á bóndabænum eða jafnvel í bílnum.“ Bóndi í sólríku þróunarlandi gæti mögulega búið til áburð úr vatni, lofti og sólarljósi. „Það þarf ekki einu sinni rafmagn. Hér á Vesturlöndum verður áburður kannski eitthvað ódýrari þannig að matvæli lækki aðeins og mengun minnki aðeins á heimsvísu, en mest verða áhrifin á þróunarlöndin með minnkandi fátækt og hungursneyðum.“
Mest lesið Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Sjá meira
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent