Viðskipti innlent

Hringiðan hefur sölu á farsímaþjónustu

Haraldur Guðmundsson skrifar
Guðmundur Kr. Unnsteinsson, framkvæmdastjóri Hringiðunnar.
Guðmundur Kr. Unnsteinsson, framkvæmdastjóri Hringiðunnar. Mynd/GVA.
Internetþjónustufyrirtækið Hringiðan og IMC Ísland, sem meðal annars rekur fjarskiptafyrirtækið Alterna, undirrituðu síðastliðinn föstudag samstarfssamning um aðgang Hringiðunnar að dreifikerfi IMC, sem er með aðgang að stærsta farsímadreifikerfi á Íslandi.

„Með samningi þessum getur Hringiðan nú boðið viðskiptavinum sínum farsímaþjónustu til viðbótar við þá internet og símaþjónustu sem Hringiðan hefur veitt viðskiptavinum sínum í fjölda ára, en Hringiðan er elsta internetþjónustan á Íslandi," segir í tilkynningu frá Hringiðunni.

Guðmundur Kr. Unnsteinsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins segist þar vera ánægður með samstarfið, og að það sé hluti af því markmiði fyrirtækisins að bjóða viðskiptavinum fjölbreytta fjarskiptaþjónustu á hagstæðum kjörum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×