Olíuleit með Íslendingum lögð fyrir Noregskonung Kristján Már Unnarsson skrifar 22. nóvember 2013 12:20 Noregskonungur og krónprinsinn á ríkisráðsfundi í konungshöllinni með stjórn Ernu Solbergs. Ákvörðun um hvort norsk stjórnvöld auki þátttöku sína í olíuleit á íslenska Drekasvæðinu verður borin undir Harald Noregskonung á ríkisráðsfundi í konungshöllinni í Osló í dag. Þetta fékk fréttastofan staðfest úr norska stjórnkerfinu. Bera þarf öll mikilsverðustu stjórnarmálefni Noregs sem og helstu milliríkjasamninga undir konung til staðfestingar og er það jafnan gert á ríkisráðsfundum. Fyrir liggur að norsk stjórnvöld þurfa að taka afstöðu til þess hvort þau gerist aðilar að þriðja sérleyfinu á Drekasvæðinu sem Orkustofnun hyggst úthluta til kínverska ríkisolíufélagsins CNOOC og Eykon Energy, í samræmi við Jan Mayen-samning Lýðveldisins Íslands og Konungsríkisins Noregs frá árinu 1981. Tveir stuðningsflokkar minnihlutastjórnar Ernu Solbergs þrýsta á ríkisstjórnina að draga sig út úr olíuleit með Íslendingum og telja það í anda samstarfssáttmála ríkisstjórnarinnar frá því í síðasta mánuði um að opna ekki ný svæði til olíuleitar. Tord Lien, olíu- og orkumálaráðherra Noregs, lagði áherslu á það í viðtali við norska fjölmiðla í síðustu viku að ekkert í samstarfssáttmálanum fjallaði um norska þátttöku á íslenska landgrunninu. Þátttaka Noregs myndi ráðast af því hversu mikla peninga norska ríkið gæti grætt á verkefninu. Ákvörðun Norðmanna verður væntanlega kynnt íslenskum stjórnvöldum að loknum ríkisráðsfundi síðar í dag. Tengdar fréttir Titringur í Stórþinginu vegna olíuleitar með Íslendingum Titrings gætir í norskum stjórnmálum vegna umræðu innan norsku ríkisstjórnarinnar um frekari þátttöku í olíuleit á Drekasvæðinu. 15. nóvember 2013 11:10 Drekasvæðið sáttaleið vegna nóbelsverðlauna? Reuters-fréttastofan veltir því upp hvort ríkisstjórn Noregs muni nota íslenskt olíuleitarleyfi til að leita sátta við stjórnvöld í Kína. 14. nóvember 2013 18:45 Norðmenn biðja um frest vegna Drekans Norska ríkisstjórnin hefur óskað eftir framlengingu á fresti til að svara íslenskum stjórnvöldum um hvort hún hyggst nýta sér rétt sinn til að ganga inn í þriðja sérleyfið á Drekasvæðinu. 20. nóvember 2013 16:04 Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Sjá meira
Ákvörðun um hvort norsk stjórnvöld auki þátttöku sína í olíuleit á íslenska Drekasvæðinu verður borin undir Harald Noregskonung á ríkisráðsfundi í konungshöllinni í Osló í dag. Þetta fékk fréttastofan staðfest úr norska stjórnkerfinu. Bera þarf öll mikilsverðustu stjórnarmálefni Noregs sem og helstu milliríkjasamninga undir konung til staðfestingar og er það jafnan gert á ríkisráðsfundum. Fyrir liggur að norsk stjórnvöld þurfa að taka afstöðu til þess hvort þau gerist aðilar að þriðja sérleyfinu á Drekasvæðinu sem Orkustofnun hyggst úthluta til kínverska ríkisolíufélagsins CNOOC og Eykon Energy, í samræmi við Jan Mayen-samning Lýðveldisins Íslands og Konungsríkisins Noregs frá árinu 1981. Tveir stuðningsflokkar minnihlutastjórnar Ernu Solbergs þrýsta á ríkisstjórnina að draga sig út úr olíuleit með Íslendingum og telja það í anda samstarfssáttmála ríkisstjórnarinnar frá því í síðasta mánuði um að opna ekki ný svæði til olíuleitar. Tord Lien, olíu- og orkumálaráðherra Noregs, lagði áherslu á það í viðtali við norska fjölmiðla í síðustu viku að ekkert í samstarfssáttmálanum fjallaði um norska þátttöku á íslenska landgrunninu. Þátttaka Noregs myndi ráðast af því hversu mikla peninga norska ríkið gæti grætt á verkefninu. Ákvörðun Norðmanna verður væntanlega kynnt íslenskum stjórnvöldum að loknum ríkisráðsfundi síðar í dag.
Tengdar fréttir Titringur í Stórþinginu vegna olíuleitar með Íslendingum Titrings gætir í norskum stjórnmálum vegna umræðu innan norsku ríkisstjórnarinnar um frekari þátttöku í olíuleit á Drekasvæðinu. 15. nóvember 2013 11:10 Drekasvæðið sáttaleið vegna nóbelsverðlauna? Reuters-fréttastofan veltir því upp hvort ríkisstjórn Noregs muni nota íslenskt olíuleitarleyfi til að leita sátta við stjórnvöld í Kína. 14. nóvember 2013 18:45 Norðmenn biðja um frest vegna Drekans Norska ríkisstjórnin hefur óskað eftir framlengingu á fresti til að svara íslenskum stjórnvöldum um hvort hún hyggst nýta sér rétt sinn til að ganga inn í þriðja sérleyfið á Drekasvæðinu. 20. nóvember 2013 16:04 Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Sjá meira
Titringur í Stórþinginu vegna olíuleitar með Íslendingum Titrings gætir í norskum stjórnmálum vegna umræðu innan norsku ríkisstjórnarinnar um frekari þátttöku í olíuleit á Drekasvæðinu. 15. nóvember 2013 11:10
Drekasvæðið sáttaleið vegna nóbelsverðlauna? Reuters-fréttastofan veltir því upp hvort ríkisstjórn Noregs muni nota íslenskt olíuleitarleyfi til að leita sátta við stjórnvöld í Kína. 14. nóvember 2013 18:45
Norðmenn biðja um frest vegna Drekans Norska ríkisstjórnin hefur óskað eftir framlengingu á fresti til að svara íslenskum stjórnvöldum um hvort hún hyggst nýta sér rétt sinn til að ganga inn í þriðja sérleyfið á Drekasvæðinu. 20. nóvember 2013 16:04