Fleiri fréttir Icelandair og Iceland Express aldrei verið stundvísari Meira en níu af hverjum tíu flugum, til og frá landinu, stóðust áætlun síðari hluta aprílmánaðar. Þetta kemur fram á vefsíðunni Túristi.is en þar segir jafnframt að stundvísin hafi ekki verið jafn góð frá því að síðan hóf að reikna stundvísistölur sínar fyrir tæplega ári síðan. Brottfarir Iceland Express og Icelandair frá Keflavík fóru í loftið á réttum tíma í 97 prósent tilvika á tímabilinu og komur til landsins voru líka nær alltaf á áætlun. Tafir í mínútum talið voru því sárafáar. 2.5.2012 10:47 Atvinnuleysið á evru-svæðinu hefur aldrei verið meira Nýjar tölur um atvinnuleysi í Evrópu sýna að efnahagsbatinn í álfunni er síður en svo handan við hornið eins og sumir voru farnir að vona. 2.5.2012 09:54 Fjörkippur á fasteignamarkaði eftir rólegheit frá páskum Fasteignamarkaðurinn á höfuðborgarsvæðinu tók mikinn fjörkipp í síðustu viku eftir að rólegheit höfðu einkennt hann frá því um páskana. 2.5.2012 09:28 Glitnir að baki umdeildum kaupum á hlutum í Roskilde Bank Í ljós er komið að það var Glitnir sem stóð að baki umdeildum hlutabréfakaupum í hinum gjaldþrota Roskilde Bank í Danmörku árið 2006 þegar bankinn seldi umtalsvert magn af eigin hlutabréfum. 2.5.2012 09:05 Risastór samningur við fyrirtæki í Kína Fyrirtækið Marel gekk nýlega frá sölu fyrirtækisins í fiskiðnaði með samningum við fiskframleiðanda í norðausturhluta Kína. Um er að ræða nýja flæðilínu fyrir hvítfisk sem verður sérstaklega sniðin að þörfum kínverskra fiskframleiðenda. 2.5.2012 07:00 Siðareglur kosta norska olíusjóðinn hundruð milljarða Strangar siðareglur norska olíusjóðsins hafa kostað hann hundruð milljarða króna á undanförnum árum. 2.5.2012 06:28 Fékk þrettánfalt matsverð fyrir hlut í Aurum Holding Rúmlega fjórðungshlutur í breska félaginu Aurum Holding, sem Glitnir lánaði FS38 ehf. sex milljarða króna til að kaupa í júlí 2008, var 464 milljóna króna virði þegar viðskiptin áttu sér stað. Því var kaupverðið þrettánfalt raunvirði hlutarins. Þetta er niðurstaða dómkvaddra matsmanna í skaðabótamáli sem slitastjórn Glitnis rekur gegn Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Pálma Haraldssyni, Lárusi Welding og þremur fyrrum starfsmönnum Glitnis. 1.5.2012 06:00 Hanna Birna: Borgarbúar greiða fyrir stóraukinn rekstrarkostnað Hanna Birna Kristjánsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir að niðurstöður ársreiknings borgarinnar sem lagður var fram í dag staðfesti mun lakari afkomu en áætlanir hafi gert ráð fyrir, "ónógt aðhald, ófullnægjandi árangur í hagræðingu og almennt ranga forgangsröðun í þágu kerfisins en á kostnað fólksins." 30.4.2012 16:38 Rekstur RÚV í samræmi við áætlanir Hagnaður Ríkisútvarpsins ohf. á reikningstímabilinu 1. september 2011 til 29. febrúar 2012 nam 9 milljónum króna sem er í samræmi við áætlanir félagsins. Samkvæmt efnahagsreikningi nema eignir félagsins 5.660 milljónum króna, bókfært eigið fé í lok reikningstímabilsins er 746 milljónir króna og eiginfjárhlutfall félagsins er 13,2%. Hlutfall dagskrár- og framleiðslukostnaðar af rekstrartekjum hækkaði í 71% úr 64% frá síðasta árshlutauppgjöri. 30.4.2012 19:20 Formaður LL: Stjórnarlaun Framtakssjóðsins of há Arnar Sigurmundsson, formaður Landsamtaka lífeyrissjóða, segir að laun stjórnarmanna Framtakssjóðs Íslands hafi verið hækkuð alltof of mikið á aðalfundi sjóðsins sem fram fór 17. apríl sl. Laun almennra stjórnarmanna voru hækkuð um 80 prósent, úr 100 þúsund krónum í 180 þúsund. 30.4.2012 19:15 Kröfu Seðlabankans um frávísun máls Más hafnað Kröfu Seðlabanka Íslands, um að vísa frá máli Más Guðmundssonar gegn bankanum, var hafnað í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan þrjú í dag. Aðalmeðferð í máli Más gegn bankanum fer fram 14. september nk., að því er dómari ákvað við uppkvaðninguna í dag. 30.4.2012 15:21 SFO sögð niðurlægð vegna aðgerða gegn Vincent Tchenguiz Breska efnahagsbrotadeildin (Serious Fraud Office) stendur frammi fyrir því að verða „niðurlægð" vegna aðgerða sinna gegn Vincent Tchenguiz, bróður Robert Tchenguiz, sem var einn af stærstu skuldurum Kaupþings fyrir hrun bankans. 30.4.2012 15:00 Eignasafnið hjá ríkustu konu Bandaríkjanna dregst saman Markaðsvirði eigna ríkustu konu Bandaríkjanna samkvæmt lista Forbes tímaritsins, Christy Walton, hefur nokkuð síðustu daga, eða sem nemur 77,8 milljónum dala, tæplega 9 milljörðum króna. Það sér þó ekki högg á vatni, en heildareignir Walton eru metnar á 18,9 milljarða dala, eða sem nemur ríflega 2.300 milljörðum króna. 30.4.2012 14:24 Ársreikningur borgarinnar: Lakari niðurstaða en áætlað var Ársreikningur Reykjavíkurborgar fyrir árið 2011 var kynntur í dag og kemur þar fram lakari niðurstaða an áætlað hafði verið. Í tilkynningu frá borginni segir að þessi verri staða skýrist af hærri lífeyrisskuldbindingum, gengistapi og verðbólgu. Hallinn hjá borginni, A- og B- hluta nam 4,7 milljörðum á árinu. "Meginástæður fyrir því má rekja til gjaldfærslu lífeyrisskuldbindinga upp á tæpa 4,4 milljarða sem var áætluð 600 milljónir, gengistaps og til aukins fjármagnskostnaðar vegna verðbólgu á árinu. Þessir óvissuþættir valda lakari niðurstöðu en áætlanir gerðu ráð fyrir en jákvæð tíðindi felast í því að aðgerðir Orkuveitu Reykjavíkur hafa skilað miklum árangri," segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. 30.4.2012 15:14 Íslenskur hugbúnaður valinn fyrir De Bazaar Stærsti innanhússmarkaður Evrópu, De Bazaar, hefur valið hugbúnað frá íslenska hugbúnaðarfyrirtækinu LS Retail til að halda utan um allan rekstur markaðarins og til endurbæta greiðsluferla sína enn frekar en orðið var. 30.4.2012 10:37 Spánn í djúpri kreppu - neikvæður hagvöxtur Spænska hagkerfið dróst saman um 0,3 prósent á fyrstu þremur mánuðum ársins, sem er í takt við væntingar sérfræðinga, en spá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins gerir ráð fyrir að hagkerfi Spánar muni minnka um 1,8 prósent á þessu ári. 30.4.2012 10:22 Nýherji efnir til ráðstefnu í tilefni afmælis Talið er að um 79% smærri og meðalstórra fyrirtækja muni nota að minnsta kosti eina tölvuskýþjónustu árið 2014. Þetta er á meðal þess sem fram kemur á 20 ára afmælisráðstefnu sem Nýherji efnir til á fimmtudaginn kemur. 30.4.2012 10:06 Plastprent í opið söluferli Framtakssjóður Íslands hefur falið Fyrirtækjaráðgjöf Straums fjárfestingabanka hf. að annast formlegt söluferli vegna fyrirhugaðrar sölu á öllu hlutafé Plastprents ehf. sem er í 100% eigu sjóðsins. 30.4.2012 09:45 Hampiðjan greiðir 124 milljónir í arð til hluthafa Hluthafar Hampiðjunnar fá greiddar rúmlega 124 milljónir króna í arð fyrir síðasta ár. Þetta var samþykkt á aðalfundi félagsins fyrir helgina. 30.4.2012 09:21 Framleiðsluverð hækkar um 2,7% milli mánaða Vísitala framleiðsluverðs í mars 2012 var 223,7 stig og hækkaði um 2,7% frá febrúar 2012. 30.4.2012 09:16 Yfir 11% Íslendinga glíma við íþyngjandi húsnæðiskostnað Árið 2011 vörðu 11,3% Íslendinga yfir 40% ráðstöfunartekna sinna í húsnæðiskostnað. Þeir sem voru líklegastir til að búa við verulega íþyngjandi húsnæðiskostnað voru ungt fólk, þeir sem bjuggu í óniðurgreiddu leiguhúsnæði, bjuggu einir eða voru í lægsta tekjufimmtungi. 30.4.2012 09:13 Vöruskiptin hagstæð um 28 milljarða á 1. ársfjórðungi Fyrstu þrjá mánuðina 2012 voru fluttar út vörur fyrir 156,1 milljarð króna en inn fyrir tæpa 128 milljarða króna. Afgangur var því á vöruskiptunum við útlönd sem nam 28,1 milljarði en á sama tíma árið áður voru þau hagstæð um 30,3 milljarða á sama gengi. 30.4.2012 09:08 Fengu 80 milljarða í bónusgreiðslur skömmu fyrir hrunið 2008 Nú er komið í ljós að 50 af launahæstu starfsmönnum Lehman Brothers bankans fengu sem samsvarar yfir 80 milljörðum króna í bónusgreiðslur mánuðina fyrir gjaldþrot bankans haustið 2008. 30.4.2012 06:44 Auðmaður ætlar að byggja nútímaútgáfu af Titanic Clive Palmer, einn af auðugustu mönnum Ástralíu, ætlar sér að byggja nútímaútgáfu af farþegaskipinu Titanic. 30.4.2012 06:32 Verðbólgan mun meiri en segir í spá Seðlabankans Verðbólgan á öðrum ársfjórðungi ársins verður að öllum líkindum mun meiri en Seðlabankinn spáði fyrir í Peningamálum sínum í febrúar s.l. 30.4.2012 06:29 Þjóðhagsstofnun endurreist en SÍ og FME ekki sameinuð Öll stjórnsýsla sem tengist peningastefnu landsins, þar með talinn Seðlabanki Íslands, verður færð undir fjármálaráðuneytið, gangi hugmyndir um breytingar á ráðuneytum eftir. Þar með hefur verið fallið frá hugmyndum um sameiningu Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins, en það síðarnefnda verður á forræði nýs atvinnuvegaráðuneytis. 30.4.2012 06:00 Gylfi Arnbjörnsson: Verðbólguvandinn óviðunandi Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, vill að ríkistjórnin grípi strax til aðgerða til að taka á verðbólguvandanum. Forsendur kjarasamninga séu við það að bresta. 28.4.2012 19:30 Kínverjar og Rússar ætla að hanna flugvél saman Kínverjar og Rússar undirrituðu í dag viðskiptasamninga á milli þjóðanna sem er talinn vera um 15 milljarða dollara virði. Meðal þess sem var undirritað var hönnun á nýrri farþegaþotu, en samningarnir ná einnig til orkuiðnaðar og samskiptatækni. 28.4.2012 14:58 Samsung hagnaðist um 585 milljarða á þremur mánuðum Tæknirisinn Samsung er orðinn stærsti framleiðandi fyrir farsíma, þar með talið snjallsíma. Nokia hefur til þessa verið stærsti framleiðandi farsíma og hefur haldið þeim árangri síðan 1998. Á fyrsta fjórðungi þessa árs tók Samsung fram úr Nokia, en fyrirtækið framleiddi 93 milljónir síma samanborið við 83 milljónir hjá Nokia. 28.4.2012 11:49 Þrotabú Kaupþings og Klakki gefa eftir 250 milljarða hvor Þrotabú Kaupþings og félög í eigu þess eiga 56 prósent hlut í Klakka eftir risavaxið samkomulag sem gert var í síðustu viku. Klakki gefur eftir kröfur upp á 254 milljarða króna og Kaupþing sambærilega upphæð. 28.4.2012 08:30 Efnahagur EVE Online verður fyrir árás á morgun Spilarabandalag í EVE Online tölvuleikjaheiminum mun gera atlögu að efnahag leiksins á morgun. Stjórnendur EVE hrósa hins vegar spilurunum fyrir áætlunina. 27.4.2012 22:53 Framúrskarandi ársfjórðungur hjá Amazon Tekjur vefverslunarrisans Amazon á fyrsta ársfjórðungi 2012 jukust um 34% miðað við sama tímabil á síðasta ári. Þannig námu tekjur fyrirtækisins 130 milljónum dollara eða rúmlega 16 milljörðum íslenskra króna. 27.4.2012 21:30 Mikil hækkun í kauphöllinni - Marel hækkar um tæp 3 prósent Gengi bréfa Marels hefur hækkað skarplega í dag, eða um 2,88 prósent. Gengi bréfa í félaginu er nú 160. Þá hefur gengi bréfa í Icelandair hækkað um 1,44 prósent og er gengi bréfa félagsins nú 6,34. Gengi bréfa Össurar er nú 214, en það hefur hækkað um 1,9 prósent í dag. 27.4.2012 15:48 Lögbannskrafan þótti of víðtæk Sýslumaðurinn í Reykjavík hefur vísað frá lögbannskröfu Hagsmunasamtaka heimilanna og Talsmans neytenda við því að Landsbankinn sendi út greiðsluseðla vegna gengistryggðra lána heimilanna og innheimti þá. Sýslumaður telur að lögbannskrafan sé of víðtæk. 27.4.2012 14:55 Hagnaður Nýherja 15 milljónir á 1. ársfjórðungi Hagnaður Nýherjasamstæðunnar á fyrsta ársfjórðungi 2012 er tæpar 15 milljónir og EBITDA er 123 milljónir króna. 27.4.2012 16:54 Bandaríkjadalur besti kosturinn fyrir Ísland Hinds var meðal fyrirlesara á fundi VÍB, eignastýringar Íslandsbanka, í morgun, en þar voru kostir Íslands í gjaldmiðlamálum til skoðunar og ræddir. Hinds var ráðgjafi stjórnvalda í El Salvador þegar Bandaríkjadalur var þar tekinn upp einhliða um síðustu aldamót, en hann er auk þess fyrrverandi fjármálaráðherra landsins. 27.4.2012 12:03 Helgi Magnússon kaupir fyrir 75 milljónir í Marel Helgi Magnússon formaður Samtaka iðnaðarins hefur aukið töluvert við hlut sinn í Marel en hann á sæti í stjórn félagsins. 27.4.2012 10:36 Gjaldþrotum fækkar um tugi prósenta Gjaldþrotum fyrirtækja á fyrstu þremur mánuðum ársins fækkaði um 21% frá sama tíma í fyrra, en 348 fyrirtæki voru tekin til gjaldþrotaskipta á fyrstu þremur mánuðum ársins. Í mars 2012 voru 153 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta samanborið við 214 fyrirtæki í mars 2011. Eftir bálkum atvinnugreina voru flest gjaldþrot í Heild- og smásöluverslun, viðgerðir á vélknúnum ökutækjum. Fyrstu 3 mánuði ársins 2012 er fjöldi nýskráninga 460 sem er um 4% aukning frá sama tímabili árið 2011 þegar 441 fyrirtæki voru nýskráð. 27.4.2012 09:18 Verðbólgan mælist óbreytt í 6,4% Ársverðbólgan mælist 6,4% í apríl og er óbreytt frá fyrri mánuði. Þetta er mun verri útkoma en sérfræðingar spáðu en þeir gerðu yfirleitt ráð fyrir að verðbólgan myndi lækka í 6,1%. 27.4.2012 09:10 S&P lækkar lánshæfiseinkunn Spánar í annað sinn á árinu Matsfyrirtækið Standard & Poor's (S&P) hefur lækkað landshæfiseinkunn Spánar. Einkunn Spánar er lækkuð úr A í BBB+. 27.4.2012 07:48 Hagnaður Marel 2,2 milljarðar á fyrsta ársfjórðungi Marel skilaði 2,2 milljarða króna hagnaði á fyrsta ársfjórðungi ársins. Hagnaðurinn jókst um 48% miðað við sama tímabil í fyrra. 27.4.2012 07:40 Kínverjar vilja hraða námuvinnslu sinni á Grænlandi Fjölmenn kínversk sendinefnd með auðlindaráðherra landsins í broddi fylkingar er nú stödd á Grænlandi. Þar ræða Kínverjarnir við grænlenska ráðamenn um starfsemi kínverskra námufyrirtækja í landinu en þeir vilja hraða framkvæmdum við ýmis námuverkefni. 27.4.2012 06:51 Delta tekur upp þráðinn Bandaríska flugfélagið Delta Air Lines mun taka upp þráðinn þar sem frá var horfið síðastliðið haust og hefja flug til Íslands frá New York yfir sumarmánuðina. Í tilkynningu frá félaginu segir að á síðasta ári hafi Delta flutt yfir 20.000 farþega til Íslands og þar með átt stóran þátt í mikilli fjölgun ferðamanna frá Norður-Ameríku til landsins á síðasta ári. "Félagið mun halda áfram dyggri þjónustu við íslenskan markað og hefja á ný beint flug á milli Keflavíkurflugvallar og JFK flugvallar í New York, fimm sinnum í viku yfir sumarmánuðina, í samvinnu KLM flugfélagið,“ segir í tilkynningu. 26.4.2012 13:34 Næsti snjallsími Samsung verður einn sá öflugasti Samsung Galaxy S III verður einn öflugast snjallsími veraldar. Síminn verður knúinn af byltingarkenndum örgjörva sem býður upp á háskerpu afspilun og upptöku. 26.4.2012 12:22 Krónan réttir úr kútnum Svo virðist sem lát hafi nú orðið á veikingu krónunnar, en gengi hennar hefur verið nokkuð stöðugt í aprílmánuði. Gengisvísitalan stendur nú í rétt rúmlega 227 stigum og hefur gengi krónunnar gagnvart helstu gjaldmiðlum nú styrkst um 0,7% frá því í mánaðarbyrjun. 26.4.2012 11:59 Sjá næstu 50 fréttir
Icelandair og Iceland Express aldrei verið stundvísari Meira en níu af hverjum tíu flugum, til og frá landinu, stóðust áætlun síðari hluta aprílmánaðar. Þetta kemur fram á vefsíðunni Túristi.is en þar segir jafnframt að stundvísin hafi ekki verið jafn góð frá því að síðan hóf að reikna stundvísistölur sínar fyrir tæplega ári síðan. Brottfarir Iceland Express og Icelandair frá Keflavík fóru í loftið á réttum tíma í 97 prósent tilvika á tímabilinu og komur til landsins voru líka nær alltaf á áætlun. Tafir í mínútum talið voru því sárafáar. 2.5.2012 10:47
Atvinnuleysið á evru-svæðinu hefur aldrei verið meira Nýjar tölur um atvinnuleysi í Evrópu sýna að efnahagsbatinn í álfunni er síður en svo handan við hornið eins og sumir voru farnir að vona. 2.5.2012 09:54
Fjörkippur á fasteignamarkaði eftir rólegheit frá páskum Fasteignamarkaðurinn á höfuðborgarsvæðinu tók mikinn fjörkipp í síðustu viku eftir að rólegheit höfðu einkennt hann frá því um páskana. 2.5.2012 09:28
Glitnir að baki umdeildum kaupum á hlutum í Roskilde Bank Í ljós er komið að það var Glitnir sem stóð að baki umdeildum hlutabréfakaupum í hinum gjaldþrota Roskilde Bank í Danmörku árið 2006 þegar bankinn seldi umtalsvert magn af eigin hlutabréfum. 2.5.2012 09:05
Risastór samningur við fyrirtæki í Kína Fyrirtækið Marel gekk nýlega frá sölu fyrirtækisins í fiskiðnaði með samningum við fiskframleiðanda í norðausturhluta Kína. Um er að ræða nýja flæðilínu fyrir hvítfisk sem verður sérstaklega sniðin að þörfum kínverskra fiskframleiðenda. 2.5.2012 07:00
Siðareglur kosta norska olíusjóðinn hundruð milljarða Strangar siðareglur norska olíusjóðsins hafa kostað hann hundruð milljarða króna á undanförnum árum. 2.5.2012 06:28
Fékk þrettánfalt matsverð fyrir hlut í Aurum Holding Rúmlega fjórðungshlutur í breska félaginu Aurum Holding, sem Glitnir lánaði FS38 ehf. sex milljarða króna til að kaupa í júlí 2008, var 464 milljóna króna virði þegar viðskiptin áttu sér stað. Því var kaupverðið þrettánfalt raunvirði hlutarins. Þetta er niðurstaða dómkvaddra matsmanna í skaðabótamáli sem slitastjórn Glitnis rekur gegn Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Pálma Haraldssyni, Lárusi Welding og þremur fyrrum starfsmönnum Glitnis. 1.5.2012 06:00
Hanna Birna: Borgarbúar greiða fyrir stóraukinn rekstrarkostnað Hanna Birna Kristjánsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir að niðurstöður ársreiknings borgarinnar sem lagður var fram í dag staðfesti mun lakari afkomu en áætlanir hafi gert ráð fyrir, "ónógt aðhald, ófullnægjandi árangur í hagræðingu og almennt ranga forgangsröðun í þágu kerfisins en á kostnað fólksins." 30.4.2012 16:38
Rekstur RÚV í samræmi við áætlanir Hagnaður Ríkisútvarpsins ohf. á reikningstímabilinu 1. september 2011 til 29. febrúar 2012 nam 9 milljónum króna sem er í samræmi við áætlanir félagsins. Samkvæmt efnahagsreikningi nema eignir félagsins 5.660 milljónum króna, bókfært eigið fé í lok reikningstímabilsins er 746 milljónir króna og eiginfjárhlutfall félagsins er 13,2%. Hlutfall dagskrár- og framleiðslukostnaðar af rekstrartekjum hækkaði í 71% úr 64% frá síðasta árshlutauppgjöri. 30.4.2012 19:20
Formaður LL: Stjórnarlaun Framtakssjóðsins of há Arnar Sigurmundsson, formaður Landsamtaka lífeyrissjóða, segir að laun stjórnarmanna Framtakssjóðs Íslands hafi verið hækkuð alltof of mikið á aðalfundi sjóðsins sem fram fór 17. apríl sl. Laun almennra stjórnarmanna voru hækkuð um 80 prósent, úr 100 þúsund krónum í 180 þúsund. 30.4.2012 19:15
Kröfu Seðlabankans um frávísun máls Más hafnað Kröfu Seðlabanka Íslands, um að vísa frá máli Más Guðmundssonar gegn bankanum, var hafnað í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan þrjú í dag. Aðalmeðferð í máli Más gegn bankanum fer fram 14. september nk., að því er dómari ákvað við uppkvaðninguna í dag. 30.4.2012 15:21
SFO sögð niðurlægð vegna aðgerða gegn Vincent Tchenguiz Breska efnahagsbrotadeildin (Serious Fraud Office) stendur frammi fyrir því að verða „niðurlægð" vegna aðgerða sinna gegn Vincent Tchenguiz, bróður Robert Tchenguiz, sem var einn af stærstu skuldurum Kaupþings fyrir hrun bankans. 30.4.2012 15:00
Eignasafnið hjá ríkustu konu Bandaríkjanna dregst saman Markaðsvirði eigna ríkustu konu Bandaríkjanna samkvæmt lista Forbes tímaritsins, Christy Walton, hefur nokkuð síðustu daga, eða sem nemur 77,8 milljónum dala, tæplega 9 milljörðum króna. Það sér þó ekki högg á vatni, en heildareignir Walton eru metnar á 18,9 milljarða dala, eða sem nemur ríflega 2.300 milljörðum króna. 30.4.2012 14:24
Ársreikningur borgarinnar: Lakari niðurstaða en áætlað var Ársreikningur Reykjavíkurborgar fyrir árið 2011 var kynntur í dag og kemur þar fram lakari niðurstaða an áætlað hafði verið. Í tilkynningu frá borginni segir að þessi verri staða skýrist af hærri lífeyrisskuldbindingum, gengistapi og verðbólgu. Hallinn hjá borginni, A- og B- hluta nam 4,7 milljörðum á árinu. "Meginástæður fyrir því má rekja til gjaldfærslu lífeyrisskuldbindinga upp á tæpa 4,4 milljarða sem var áætluð 600 milljónir, gengistaps og til aukins fjármagnskostnaðar vegna verðbólgu á árinu. Þessir óvissuþættir valda lakari niðurstöðu en áætlanir gerðu ráð fyrir en jákvæð tíðindi felast í því að aðgerðir Orkuveitu Reykjavíkur hafa skilað miklum árangri," segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. 30.4.2012 15:14
Íslenskur hugbúnaður valinn fyrir De Bazaar Stærsti innanhússmarkaður Evrópu, De Bazaar, hefur valið hugbúnað frá íslenska hugbúnaðarfyrirtækinu LS Retail til að halda utan um allan rekstur markaðarins og til endurbæta greiðsluferla sína enn frekar en orðið var. 30.4.2012 10:37
Spánn í djúpri kreppu - neikvæður hagvöxtur Spænska hagkerfið dróst saman um 0,3 prósent á fyrstu þremur mánuðum ársins, sem er í takt við væntingar sérfræðinga, en spá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins gerir ráð fyrir að hagkerfi Spánar muni minnka um 1,8 prósent á þessu ári. 30.4.2012 10:22
Nýherji efnir til ráðstefnu í tilefni afmælis Talið er að um 79% smærri og meðalstórra fyrirtækja muni nota að minnsta kosti eina tölvuskýþjónustu árið 2014. Þetta er á meðal þess sem fram kemur á 20 ára afmælisráðstefnu sem Nýherji efnir til á fimmtudaginn kemur. 30.4.2012 10:06
Plastprent í opið söluferli Framtakssjóður Íslands hefur falið Fyrirtækjaráðgjöf Straums fjárfestingabanka hf. að annast formlegt söluferli vegna fyrirhugaðrar sölu á öllu hlutafé Plastprents ehf. sem er í 100% eigu sjóðsins. 30.4.2012 09:45
Hampiðjan greiðir 124 milljónir í arð til hluthafa Hluthafar Hampiðjunnar fá greiddar rúmlega 124 milljónir króna í arð fyrir síðasta ár. Þetta var samþykkt á aðalfundi félagsins fyrir helgina. 30.4.2012 09:21
Framleiðsluverð hækkar um 2,7% milli mánaða Vísitala framleiðsluverðs í mars 2012 var 223,7 stig og hækkaði um 2,7% frá febrúar 2012. 30.4.2012 09:16
Yfir 11% Íslendinga glíma við íþyngjandi húsnæðiskostnað Árið 2011 vörðu 11,3% Íslendinga yfir 40% ráðstöfunartekna sinna í húsnæðiskostnað. Þeir sem voru líklegastir til að búa við verulega íþyngjandi húsnæðiskostnað voru ungt fólk, þeir sem bjuggu í óniðurgreiddu leiguhúsnæði, bjuggu einir eða voru í lægsta tekjufimmtungi. 30.4.2012 09:13
Vöruskiptin hagstæð um 28 milljarða á 1. ársfjórðungi Fyrstu þrjá mánuðina 2012 voru fluttar út vörur fyrir 156,1 milljarð króna en inn fyrir tæpa 128 milljarða króna. Afgangur var því á vöruskiptunum við útlönd sem nam 28,1 milljarði en á sama tíma árið áður voru þau hagstæð um 30,3 milljarða á sama gengi. 30.4.2012 09:08
Fengu 80 milljarða í bónusgreiðslur skömmu fyrir hrunið 2008 Nú er komið í ljós að 50 af launahæstu starfsmönnum Lehman Brothers bankans fengu sem samsvarar yfir 80 milljörðum króna í bónusgreiðslur mánuðina fyrir gjaldþrot bankans haustið 2008. 30.4.2012 06:44
Auðmaður ætlar að byggja nútímaútgáfu af Titanic Clive Palmer, einn af auðugustu mönnum Ástralíu, ætlar sér að byggja nútímaútgáfu af farþegaskipinu Titanic. 30.4.2012 06:32
Verðbólgan mun meiri en segir í spá Seðlabankans Verðbólgan á öðrum ársfjórðungi ársins verður að öllum líkindum mun meiri en Seðlabankinn spáði fyrir í Peningamálum sínum í febrúar s.l. 30.4.2012 06:29
Þjóðhagsstofnun endurreist en SÍ og FME ekki sameinuð Öll stjórnsýsla sem tengist peningastefnu landsins, þar með talinn Seðlabanki Íslands, verður færð undir fjármálaráðuneytið, gangi hugmyndir um breytingar á ráðuneytum eftir. Þar með hefur verið fallið frá hugmyndum um sameiningu Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins, en það síðarnefnda verður á forræði nýs atvinnuvegaráðuneytis. 30.4.2012 06:00
Gylfi Arnbjörnsson: Verðbólguvandinn óviðunandi Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, vill að ríkistjórnin grípi strax til aðgerða til að taka á verðbólguvandanum. Forsendur kjarasamninga séu við það að bresta. 28.4.2012 19:30
Kínverjar og Rússar ætla að hanna flugvél saman Kínverjar og Rússar undirrituðu í dag viðskiptasamninga á milli þjóðanna sem er talinn vera um 15 milljarða dollara virði. Meðal þess sem var undirritað var hönnun á nýrri farþegaþotu, en samningarnir ná einnig til orkuiðnaðar og samskiptatækni. 28.4.2012 14:58
Samsung hagnaðist um 585 milljarða á þremur mánuðum Tæknirisinn Samsung er orðinn stærsti framleiðandi fyrir farsíma, þar með talið snjallsíma. Nokia hefur til þessa verið stærsti framleiðandi farsíma og hefur haldið þeim árangri síðan 1998. Á fyrsta fjórðungi þessa árs tók Samsung fram úr Nokia, en fyrirtækið framleiddi 93 milljónir síma samanborið við 83 milljónir hjá Nokia. 28.4.2012 11:49
Þrotabú Kaupþings og Klakki gefa eftir 250 milljarða hvor Þrotabú Kaupþings og félög í eigu þess eiga 56 prósent hlut í Klakka eftir risavaxið samkomulag sem gert var í síðustu viku. Klakki gefur eftir kröfur upp á 254 milljarða króna og Kaupþing sambærilega upphæð. 28.4.2012 08:30
Efnahagur EVE Online verður fyrir árás á morgun Spilarabandalag í EVE Online tölvuleikjaheiminum mun gera atlögu að efnahag leiksins á morgun. Stjórnendur EVE hrósa hins vegar spilurunum fyrir áætlunina. 27.4.2012 22:53
Framúrskarandi ársfjórðungur hjá Amazon Tekjur vefverslunarrisans Amazon á fyrsta ársfjórðungi 2012 jukust um 34% miðað við sama tímabil á síðasta ári. Þannig námu tekjur fyrirtækisins 130 milljónum dollara eða rúmlega 16 milljörðum íslenskra króna. 27.4.2012 21:30
Mikil hækkun í kauphöllinni - Marel hækkar um tæp 3 prósent Gengi bréfa Marels hefur hækkað skarplega í dag, eða um 2,88 prósent. Gengi bréfa í félaginu er nú 160. Þá hefur gengi bréfa í Icelandair hækkað um 1,44 prósent og er gengi bréfa félagsins nú 6,34. Gengi bréfa Össurar er nú 214, en það hefur hækkað um 1,9 prósent í dag. 27.4.2012 15:48
Lögbannskrafan þótti of víðtæk Sýslumaðurinn í Reykjavík hefur vísað frá lögbannskröfu Hagsmunasamtaka heimilanna og Talsmans neytenda við því að Landsbankinn sendi út greiðsluseðla vegna gengistryggðra lána heimilanna og innheimti þá. Sýslumaður telur að lögbannskrafan sé of víðtæk. 27.4.2012 14:55
Hagnaður Nýherja 15 milljónir á 1. ársfjórðungi Hagnaður Nýherjasamstæðunnar á fyrsta ársfjórðungi 2012 er tæpar 15 milljónir og EBITDA er 123 milljónir króna. 27.4.2012 16:54
Bandaríkjadalur besti kosturinn fyrir Ísland Hinds var meðal fyrirlesara á fundi VÍB, eignastýringar Íslandsbanka, í morgun, en þar voru kostir Íslands í gjaldmiðlamálum til skoðunar og ræddir. Hinds var ráðgjafi stjórnvalda í El Salvador þegar Bandaríkjadalur var þar tekinn upp einhliða um síðustu aldamót, en hann er auk þess fyrrverandi fjármálaráðherra landsins. 27.4.2012 12:03
Helgi Magnússon kaupir fyrir 75 milljónir í Marel Helgi Magnússon formaður Samtaka iðnaðarins hefur aukið töluvert við hlut sinn í Marel en hann á sæti í stjórn félagsins. 27.4.2012 10:36
Gjaldþrotum fækkar um tugi prósenta Gjaldþrotum fyrirtækja á fyrstu þremur mánuðum ársins fækkaði um 21% frá sama tíma í fyrra, en 348 fyrirtæki voru tekin til gjaldþrotaskipta á fyrstu þremur mánuðum ársins. Í mars 2012 voru 153 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta samanborið við 214 fyrirtæki í mars 2011. Eftir bálkum atvinnugreina voru flest gjaldþrot í Heild- og smásöluverslun, viðgerðir á vélknúnum ökutækjum. Fyrstu 3 mánuði ársins 2012 er fjöldi nýskráninga 460 sem er um 4% aukning frá sama tímabili árið 2011 þegar 441 fyrirtæki voru nýskráð. 27.4.2012 09:18
Verðbólgan mælist óbreytt í 6,4% Ársverðbólgan mælist 6,4% í apríl og er óbreytt frá fyrri mánuði. Þetta er mun verri útkoma en sérfræðingar spáðu en þeir gerðu yfirleitt ráð fyrir að verðbólgan myndi lækka í 6,1%. 27.4.2012 09:10
S&P lækkar lánshæfiseinkunn Spánar í annað sinn á árinu Matsfyrirtækið Standard & Poor's (S&P) hefur lækkað landshæfiseinkunn Spánar. Einkunn Spánar er lækkuð úr A í BBB+. 27.4.2012 07:48
Hagnaður Marel 2,2 milljarðar á fyrsta ársfjórðungi Marel skilaði 2,2 milljarða króna hagnaði á fyrsta ársfjórðungi ársins. Hagnaðurinn jókst um 48% miðað við sama tímabil í fyrra. 27.4.2012 07:40
Kínverjar vilja hraða námuvinnslu sinni á Grænlandi Fjölmenn kínversk sendinefnd með auðlindaráðherra landsins í broddi fylkingar er nú stödd á Grænlandi. Þar ræða Kínverjarnir við grænlenska ráðamenn um starfsemi kínverskra námufyrirtækja í landinu en þeir vilja hraða framkvæmdum við ýmis námuverkefni. 27.4.2012 06:51
Delta tekur upp þráðinn Bandaríska flugfélagið Delta Air Lines mun taka upp þráðinn þar sem frá var horfið síðastliðið haust og hefja flug til Íslands frá New York yfir sumarmánuðina. Í tilkynningu frá félaginu segir að á síðasta ári hafi Delta flutt yfir 20.000 farþega til Íslands og þar með átt stóran þátt í mikilli fjölgun ferðamanna frá Norður-Ameríku til landsins á síðasta ári. "Félagið mun halda áfram dyggri þjónustu við íslenskan markað og hefja á ný beint flug á milli Keflavíkurflugvallar og JFK flugvallar í New York, fimm sinnum í viku yfir sumarmánuðina, í samvinnu KLM flugfélagið,“ segir í tilkynningu. 26.4.2012 13:34
Næsti snjallsími Samsung verður einn sá öflugasti Samsung Galaxy S III verður einn öflugast snjallsími veraldar. Síminn verður knúinn af byltingarkenndum örgjörva sem býður upp á háskerpu afspilun og upptöku. 26.4.2012 12:22
Krónan réttir úr kútnum Svo virðist sem lát hafi nú orðið á veikingu krónunnar, en gengi hennar hefur verið nokkuð stöðugt í aprílmánuði. Gengisvísitalan stendur nú í rétt rúmlega 227 stigum og hefur gengi krónunnar gagnvart helstu gjaldmiðlum nú styrkst um 0,7% frá því í mánaðarbyrjun. 26.4.2012 11:59