Fleiri fréttir

Segir gæsluvarðhald hafa skilað árangri

Ólafur Þór Hauksson sérstakur saksóknari segir það hafa skipt máli og skilað árangri að fá sakborninga tengda hruninu úrskurðaða í gæsluvarðhald. Formaður lögfræðingafélags Íslands, Kristín Edwald, segist hafa efasemdir um að þessi úrræði séu nauðsynlegt.

Óöryggið vari í sem allra stystan tíma

Það óöryggi sem hæstaréttardómurinn frá því í gær veldur þarf að vara í sem allra stystan tíma, segir Árni Jóhannsson forstöðumaður hjá Samtökum iðnaðarins. „Það ríður á að það hreinsist loftið og menn viti hver hin raunverulega staða er þannig að menn geti farið að byggja sig upp aftur. Óvissa og biðtími er skelfilegur," segir Árni.

Fáheyrður atburður í Hæstarétti

Það er afar sjaldgæft að dómar sem komnir séu á dagskrá séu ekki kveðnir upp í tæka tíð í Hæstarétti. Þetta segir skrifstofustjóri réttarins, en hann rekur ekki minni til að þetta hafi gerst áður.

Máli Baldurs frestað - niðurstaða náðist ekki í tíma

Dómur verður ekki kveðinn upp í máli Baldurs Guðlaugssonar í dag samkvæmt upplýsingum frá Hæstarétti. Málið var á dagskrá og til stóð að birta dóminn í dag. Því hefur hinsvegar verið frestað en ástæðan er sú að ekki náðist að klára að semja dómsorðið í tíma.

Tveir hæstaréttardómarar lýstu yfir vanhæfi

Tveir hæstaréttardómarar lýstu sig vanhæfa til þess að dæma í vaxtamáli Sigurðar Hreins Sigurðarssonar og Mariu Elviru Mendez Pinedo gegn Frjálsa fjárfestingabankanum í gær. Þetta staðfestir Þorsteinn Jónsson, skrifstofustjóri Hæstaréttar, í skriflegu svari til Vísis.

Þórður Ágúst til Icelandic Group

Þórður Ágúst Hlynsson hefur verið ráðinn til Icelandic Group hf. sem sérfræðingur í viðskiptaþróun og heyrir hann undir forstjóra. Í tilkynningu frá Icelandic segir að Þórður hafi starfað hjá fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans í London á árunum 2005 til 2008.

Enginn undir það búinn að allt hrynji "svo til á einni nóttu"

Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, sagði í erindi á málþingi Orators, félags laganema við Háskóla Íslands, að ekkert samfélag sé í reynd undir það búið að 90 prósent af fjármálakerfinu hrynji "svo til á einni nóttu". Því hafi verið nauðsynlegt að byrja alveg frá grunni við mótun verklags við rannsóknir mála hjá embætti sérstaks saksóknara.

Hæstiréttur kveður upp dóm í máli Baldurs í dag

Hæstiréttur mun í dag kveða upp dóm í máli Baldurs Guðlaugssonar. Baldur áfrýjaði dómi héraðsdóms Reykjavíkur frá því í fyrra en hann var þá dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að nýta sér innherjaupplýsingar þegar hann seldi hlutabréf í Landsbankanum skömmu fyrir fall bankans.

Afskrifa 662 milljónir evra af skuldum Grikklands

Franski bankinn Societe Generale (SG) þarf að afskrifa sem nemur 662 milljónum evra, um 107 milljarða króna, vegna efnahagsvanda Grikklands. Afskriftin þykir hærri en reiknað var með áður en uppgjör bankans fyrir síðasta fjórðung ársins í fyrra var gert opinbert í morgun, að því er fram kemur á vefsíðu breska ríkisútvarpsins BBC.

Vogunarsjóður varar við gjaldþroti Grikklands

Poulson & Co. einn af stærri vogunarsjóðum Bandaríkjanna hefur sent öllum viðskiptavinum sínum bréf þar sem varað er við afleiðingum þess að Grikkland verði gjaldþrota í næsta mánuði.

Jóhanna segir vegið að ríkisstjórninni

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra segir að atvinnulífið hafi á ómaklegan hátt vegið að ríkisstjórninni. Þetta sagði hún í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag.

WOW air flýgur til Litháens

Flugfélagið WOW air ætlar að hefja áætlunarflug til Kaunas í Litháen í júní en borgin er næst stærsta borg Litháen með tæplega 400 þúsund íbúa. Alls mun WOW air því fljúga til 13 áfangastaða í Evrópu frá og með 1. júní. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Landsbankinn mun standa dóminn af sér

Þrátt fyrir að endurreikna þurfi lán Landsbankans vegna Hæstaréttardómsins í gær mun eiginfjárhlutfall bankans samt verða umtalsvert yfir tilskyldum mörkum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem bankinn sendi frá sér í dag. Eiginfjárhlutfall bankans var 23,6% í september síðastliðnum. Ekki sé þó hægt að fullyrða að niðurstaðan hafi áhrif á öll lán sem hafa verið endurreiknuð eða á eftir að endurreikna.

Heildaraflinn jókst um 42% milli ára í janúar

Heildarafli íslenskra skipa í nýliðnum janúarmánuði, metinn á föstu verði, var 41,9% meiri en í janúar 2011. Aflinn nam alls 193.811 tonnum í janúar 2012 samanborið við 119.669 tonn í janúar 2011.

HH kæra alla stjórnendur bankanna til lögreglunnar

Hagsmunasamtök heimilanna (HH) hafa lagt fram kæru til efnahagsbrotadeildar á hendur öllum stjórnendum og bankaráðum bankanna frá árinu 2001-2012 fyrir brot á stjórnarskrá, almennum hegningarlögum, vaxtalögum, lögum um samningsgerð, lögum um hlutafélög og fyrir að vanrækja eftirlitsskyldu sína.

Arion banki og Íslandsbanki kanna áhrif gengisdómsins

Bæði Arion banki og Íslandsbanki hafi sent frá sér tilkynningar um gengisdóm Hæstaréttar í gærdag. Báðir bankarnir eru að kanna áhrif dómsins á starfsemi sína en báðir taka það skýrt fram að fjárhagur þeirra sé mjög traustur.

Walker mjög ánægður með ákvörðun skilanefnda

Malcolm Walker forstjóri Iceland verslunarkeðjunnar segir að hann sé mjög ánægður með að skilanefndir Landsbankans og Glitnis ætli að semja við sig og aðra stjórnendur keðjunnar um kaupin á henni.

RÚV má auglýsa á vefnum

Í frumvarpi um starfsemi Ríkisútvarpsins er bann við sölu á auglýsingum á vefnum afnumið. Stjórnendur einkarekinna sjónvarpsstöðva telja það ganga allt of skammt og takmarki ekki heildartekjumöguleika RÚV.

Walker hyggst kaupa Iceland - kaupverðið sagt vera 300 milljarðar

Slitastjórn Landsbanka og Glitnis hafa samið við Malcolm Walker og aðra stjórnendur Iceland um kaup á 77% hlut í Iceland. Búist er við að skrifað verði undir á næstunni samkvæmt tilkynningu frá slitastjórn Landsbankans sem send var fjölmiðlum í kvöld.

Yfirfullur salur á Viðskiptaþingi

Það var yfirfullur salurinn á Hilton Nordica Hótel þegar Viðskiptaþing fór þar fram. Allir helstu forystumenn íslensks atvinnulífs voru þar saman komnir auk fjölda stjórnmálamanna.

Arion banki: fordæmisgildi dómsins óvíst

Stjórnendur Arion banka segja að fordæmisgildi dóms Hæstaréttar í dag gagnvart endurreiknuðum lánum sé óvíst. Í tilkynningu frá bankanum kemur fram að nánari athugun á þýðingu dómsins sé þörf.

Þorsteinn Már gagnrýndi stjórnvöld - ræðan í heild sinni

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, hélt ræðu á Viðskiptaþingi í dag, þar sem hann ræddi ítarlega um Makrílveiðar Íslendinga, stöðu sjávarútvegsins og samskipti íslenskra stjórnvalda við atvinnulíf í landinu.

Fundað með helstu aðilum um vaxtadóminn

Helgi Hjörvar, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, óskaði eftir því 11. janúar síðastliðinn að Fjármálaeftirlitið, efnahags- og viðskiptaráðuneyti og Seðlabankinn myndu reikna út hver áhrifin yrðu ef vaxtadómurinn myndi falla á þann veg sem nú hefur orðið.

Þingmenn funda um vaxtadóm - Alþingi braut stjórnarskrá

Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis fundar í dag um dóm Hæstaréttar í máli Frjálsa fjárfestingarbankans. Í dómnum kemur meðal annars fram að lög sem Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, setti haustið 2010 um breytingar á vexti og verðtryggingu stríðir í bága vð stjórnarskárna. Í niðurstöðu Hæstaréttar er kveðið á um það að bankanum hafi verið óheimilt að miða endurreikning á vöxtum lána við verðtryggða vexti Seðlabanka Íslands.

Óheimilt að miða við íslensku vextina

Óheimilt var að endurreikna lán miðað við íslenska verðtryggða seðlabankavexti hjá þeim sem greiddu fullnaðargreiðslur af lánum sínum áður en gengisdómur Hæstaréttar féll sumarið 2010. Hæstiréttur Íslands komst að þessari niðurstöðu í máli gegn Frjálsa fjárfestingabankanum í dag.

Fíllinn í stofunni er íslenska krónan

"Ég held því miður að við viljum ekki erlenda fjárfestingu," sagði Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, á Viðskiptaþingi í dag. Jón segir umræðu hér mótast af ótta við útlendinga.

Tækifæri Íslands nánast óþrjótandi

Tækifæri Íslendinga eru nánast óþrjótandi, sagði Tómas Már Sigurðsson, fráfarandi formaður Viðskiptaráðs, á Viðskiptaþingi í dag. Hann sagði að hugsunarháttur og tíðarandi hefði mikil áhrif. Á árunum fyrir hrun hafi slegið út í öfgar bjartsýni og kapps, en umræðan á undanförnum árum hafi verið of neikvæð og niðurrifskennd. Þótt uppgjör við liðna tíð væri mikilvægt væri lærdómur hrunsins enn mikilvægari og það hvernig tekst að nýta hann til að bæta samfélagið, leikreglur þess og grunngerð.

Viðskiptaþing sett í dag

Viðskiptaþing 2012 var sett klukkan hálftvö í dag á Hilton Nordica Hótel. Vísir er á staðnum og verður bein twitterlýsing frá fundinum. Að auki verður svo ítarleg umfjöllun um fundinn í kvöldfréttum Stöðvar 2 og í Fréttablaðinu á morgun.

Hreggviður nýr formaður Viðskiptaráðs

Hreggviður Jónsson, forstjóri og aðaleigandi Veritas Capital hf., var kjörinn formaður Viðskiptaráðs á aðalfundi þess í gær. Auk hans voru átján fulltrúar kosnir í aðalstjórn Viðskiptaráðs næstu tvö árin. Fulltrúar koma úr ólíkum greinum atvinnulífsins.

Meðalaldur ríkasta fólksins tæplega 70 ár

Meðalaldur tíu ríkustu einstaklinga í Bandaríkjunum í tæplega 70 ár, eða 68 og níu mánaða. Ríkasti einstaklingur Bandaríkjanna á uppfærðum lista viðskiptatímaritsins Forbes er Bill Gates, stjórnarformaður og einn stofnenda Microsoft, en hann er jafnframt yngstur á listanum, 55 ára. Eignir hans eru metnar á 55 milljarða dollara eða sem nemur 6.710 milljörðum króna. Það nemur tæplega fimmfaldri árlegri landsframleiðslu Íslands.

Lækkun atvinnuleysis skýrist ekki af fjölgun starfa

Sú 0,1% lækkun sem varð á atvinnuleysi í janúar skýrist ekki af fjölgun starfa, eftir því sem fram kemur í Morgunkorni Íslandsbanka. Samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar sem birtust i gær mældist atvinnuleysi í janúar 7,2%. Þetta er í neðri mörkum þess bils sem Vinnumálastofnun hafði reiknað með að það yrði í mánuðinum.

Spáir því að verðbólgan lækki í 6,2% í febrúar

Greining Íslandsbanka spáir því að vísitala neysluverðs (VNV) hækki um 0,9% í febrúar. Ef spáin gengur eftir lækkar 12 mánaða verðbólga úr 6,5% í 6,2%. Verðbólga virðist nú hafa náð hámarki í bili, að mati greiningarinnar og gerir hún ráð fyrir frekari hjöðnun hennar í framhaldinu.

Breska efnahagsbrotadeildin til rannsóknar vegna Kaupþingsmála

Dominic Grieve, dómsmálaráðherra í Bretlandi, hefur fyrirskipað að rannsókn fari fram á starfsháttum bresku efnahagsbrotalögreglunnar, Serious Fraud Office, á viðskiptum Tchenguiz bræðra við Kaupþing. Málið er rakið til mistaka sem gerð voru á rannsókn á viðskiptum Tchenguiz bræðra við Kaupþing.

Sjá næstu 50 fréttir