Viðskipti innlent

Hæstiréttur kveður upp dóm í máli Baldurs í dag

Baldur Guðlaugsson fyrrverandi ráðuneytisttjóri í fjármálaráðuneytinu sést hér ásamt verjandi sínum Karli Axelssyni í Hæstarétti.
Baldur Guðlaugsson fyrrverandi ráðuneytisttjóri í fjármálaráðuneytinu sést hér ásamt verjandi sínum Karli Axelssyni í Hæstarétti. Mynd/GVA
Hæstiréttur mun í dag kveða upp dóm í máli Baldurs Guðlaugssonar. Baldur áfrýjaði dómi héraðsdóms Reykjavíkur frá því í fyrra en hann var þá dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að nýta sér innherjaupplýsingar þegar hann seldi hlutabréf í Landsbankanum skömmu fyrir fall bankans.

Baldur hagnaðist um 193 milljónir á viðskiptunum, en nokkrum dögum síðar voru bréfin verðlaus. Samkvæmt dómnum er honum gert að greiða ágóðann af sölunni til baka. Honum er auk þess gert að greiða sakarkostnað upp á 4,5 milljónir.

Hæstiréttur mun kveða upp dóm sinn í máli Baldurs klukkan fjögur í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×