Viðskipti innlent

Íslandsbanki leitar til sérfræðinga vegna dómsins

Íslandsbanki leitar álits sérfræðinga vegna dóms Hæstaréttar.
Íslandsbanki leitar álits sérfræðinga vegna dóms Hæstaréttar.
Íslandsbanki leitar nú álits sérfræðinga vegna dóms Hæstaréttar um vaxtaútreikning á ólögmætum erlendum lánum.

Í fréttatilkynningu frá Íslandsbanka kemur fram að eiginfjárstaða bankans sé sterk og að bankinn muni koma upplýsingum til viðskiptavina sinna þegar niðurstöður rannsóknar á málinu liggja fyrir.

Hægt er að lesa tilkynninguna hér fyrir neðan:



Yfirlýsing vegna dóms Hæstaréttar

Reykjavík, 15. febrúar 2012. Vegna dóms Hæstaréttar Íslands um vaxtaútreikning á ólögmætum erlendum lánum vill Íslandsbanki taka eftirfarandi fram:

Ljóst er að töluverð óvissa ríkir um túlkun dómsins og leitar Íslandsbanki nú álits sérfræðinga á dómnum. Íslandsbanki mun halda viðskiptavinum sínum vel upplýstum þegar sú niðurstaða liggur fyrir.

Rétt er að árétta að eiginfjárstaða bankans er sterk og sé miðað við þá túlkun dómsins sem talin væri bankanum mest í óhag þá verður eiginfjárhlutfall áfram yfir þeim lágmörkum sem Fjármálaeftirlitið setur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×