Viðskipti innlent

Eignir tryggingarfélaga lækka á milli mánaða

Heildareignir tryggingafélaganna námu 146 milljörðum kr. í lok desember og lækkuðu um 2,6 milljarða kr. á milli mánaða.

Þetta kemur fram í hagtölum Seðlabankans. Þar segir að útlán og markaðsverðbréf námu 97 milljörðum kr. og lækkuðu um 957 milljónir kr. Verðtryggð markaðsskuldabréf hækkuðu um 1,9 milljörðum kr. og námu 54,5 milljörðum kr. en hlutdeildarskírteini lækkuðu um 1,9 milljörðum kr. og námu 19,5 milljörðum kr.

Útlán námu 11,9 milljörðum kr. og lækkuðu um 833 milljónir kr. Skuldir tryggingafélaganna námu 80,9 milljörðum kr. og eigið fé nam 65 milljörðum kr. í lok desember.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×