Viðskipti innlent

Ráðherra flytur þinginu skýrslu um dóminn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Steingrímur J. Sigfússon efnahags- og viðskiptaráðherra flytur þinginu skýrslu sína á morgun.
Steingrímur J. Sigfússon efnahags- og viðskiptaráðherra flytur þinginu skýrslu sína á morgun.
Steingrímur J. Sigfússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, mun flytja munnlega skýrslu um dóm Hæstaréttar um gjaldeyrislán á Alþingi á morgun.

Dómurinn þýðir að endurreikna þarf lán fjölmargra lánþega sem tóku ólögleg gengistryggð lán í aðdraganda bankahrunsins. Steingrímur sagði við blaðamenn í dag að hann vildi ekki nefna nákvæma tölu um það hvað dómurinn myndi kosta bankana en ljóst þykir að það hlaupi á tugum milljarða.

Í fréttatilkynningu sem Fjármálaeftirlitið sendi frá sér í kvöld segir að ljóst sé að niðurstaða dómsins muni hafa neikvæð áhrif innan kerfisins, en þó ekki að því marki að það ógni fjármálastöðugleika. Áhrifin gætu orðið mismikil eftir fjármálafyrirtækjum og í sumum tilvikum gætu þau jafnvel verið óveruleg.

Þá sendi Arion banki frá sér yfirlýsingu þar sem segir að óvíst sé hvort dómurinn sé fordæmisgefandi fyrir bankann.


Tengdar fréttir

Arion banki: fordæmisgildi dómsins óvíst

Stjórnendur Arion banka segja að fordæmisgildi dóms Hæstaréttar í dag gagnvart endurreiknuðum lánum sé óvíst. Í tilkynningu frá bankanum kemur fram að nánari athugun á þýðingu dómsins sé þörf.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×